Ungstirnið Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Congressional 28. júní 2014 22:22 Það er gaman að fylgjast með hinum kokhrausta Patrick Reed. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli. Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli.
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira