Ráðherra segir óeðlilegt að nota óvottað merki Snærós Sindradóttir skrifar 28. júní 2014 00:01 Sigurður Ingi Jóhannsson „Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
„Þeir geta haldið því fram að þeir séu með vistvæna framleiðslu en þeir hafa engan opinberan stuðning við að svo sé á meðan ekkert eftirlit er fyrir hendi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.Í Fréttablaðinu í gær kom fram að nær allt íslenskt grænmeti væri merkt vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð sem lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með frá árinu 2002. Dæmi eru um að garðyrkjubændur sem nota merkinguna hafi aldrei fengið vottun. „Þeir hljóta að þurfa að spyrja sig að því hvort það sé ekki óeðlilegt að nota eitthvað sem ekki er vottað af neinum opinberum aðila,“ segir Sigurður.Gott er að borða gulræturnar Grænmetisbændur nota marklausa merkingu á vörur sínar. Fram hefur komið gagnrýni sem segir að verið sé að blekkja neytendur. Fréttablaðið/Haraldur Reglugerð um vistvænan landbúnað var gefin út árið 1998. Búnaðarsambönd landsins áttu að annast eftirlit með þeim búum sem fylgdu vistvænum skilyrðum en ráðuneytið átti að annast vottunina. Samkvæmt henni má enginn nota merkið Vistvæn landbúnaðarafurð nema hafa fengið vottun frá ráðuneytinu. „Það má alveg velta því fyrir sér hvort þetta hugtak standi fyrir nokkuð annað en bara hefðbundinn landbúnað,“ segir Sigurður. Reglugerðin þykir ekki gera nægilega strangar kröfur til að standa undir orðinu vistvænn. Til dæmis að í dag er almennt notað mun minna af köfnunarefni á tún og grænmeti en miðað er við í reglugerðinni. „Ég held að það verði að segjast eins og er að þessi reglugerð er komin vel til ára sinna. Staðan núna er sú að annaðhvort þurfum við að fara yfir þetta og gefa reglugerðina út að nýju og koma því eftirliti á sem eðlilegast er eða þá að velta því fyrir okkur að fella reglugerðina á brott.“ Hann segir íslenskan landbúnað almennt góðan. „En það er ekki forsvaranlegt að halda því fram að sextán ára gamlir staðlar séu vistvænir að öllu óbreyttu og án þess að það sé skoðað.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira