McIlroy með góða forystu þegar að Opna breska er hálfnað 18. júlí 2014 19:32 McIlroy hefur spilað magnað golf hingað til á Opna breska. AP/Getty Það var falleg stund þegar að Rory McIlroy gekk inn á 18. flötina á Hoylake um kvöldmatarleitið í kvöld en Norður-Írinn ungi hefur farið á kostum á Opna breska meistaramótinu til þessa og fékk fyrir það frábærar viðtökur frá þakklátum golfáhugamönnum. Þegar að mótið er hálfnað leiðir McIlroy með fjórum höggum en hann er á 12 höggum undir pari eftir tvo glæsilega hringi upp á 66 högg eða sex undir pari. Næstur á eftir honum, fjórum höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn högglangi Dustin Johnson en hann lék best allra í dag, á 65 höggum eða sjö undir og er samtals á átta höggum undir pari. Margir magnaðir kylfingar koma jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum undir pari en það eru þeir Francesco Molinari, Jim Furyk, Ryan Moore, Louis Oosthuzen, Sergio Garcia, Charl Schwartzel og Rickie Fowler. Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann fékk einn tvöfaldan og einn þrefaldan skolla á hringnum sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann er samtals á tveimur höggum yfir pari og rétt náði niðurskurðinum með einu höggi eftir að hafa fengið fugl á 18. holu. Margir þekktir kylfingar náðu ekki niðurskurðinum að þessu sinni en þar ber helst að nefna Masters meistarann Bubba Watson, Miguel Angel Jimenz, Ian Poulter, Lee Westwood og Ernie Els. Eins og það íslenska er breska sumarið allaf að koma á óvart og eftir tvo fallega og þurra daga gæti rignt mikið á morgun og svörtustu spár spá jafnvel hagléli á tímabili. Það verður því áhugavert hvernig bestu kylfingar heims takast á við þá áskorun en ljóst er að helgin á eftir að verða mjög spennandi fyrir golfáhugamenn um víða veröld sem fylgjast með þessu sögufræga móti af ástríðu. Bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06 Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36 Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02 Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24 Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það var falleg stund þegar að Rory McIlroy gekk inn á 18. flötina á Hoylake um kvöldmatarleitið í kvöld en Norður-Írinn ungi hefur farið á kostum á Opna breska meistaramótinu til þessa og fékk fyrir það frábærar viðtökur frá þakklátum golfáhugamönnum. Þegar að mótið er hálfnað leiðir McIlroy með fjórum höggum en hann er á 12 höggum undir pari eftir tvo glæsilega hringi upp á 66 högg eða sex undir pari. Næstur á eftir honum, fjórum höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn högglangi Dustin Johnson en hann lék best allra í dag, á 65 höggum eða sjö undir og er samtals á átta höggum undir pari. Margir magnaðir kylfingar koma jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum undir pari en það eru þeir Francesco Molinari, Jim Furyk, Ryan Moore, Louis Oosthuzen, Sergio Garcia, Charl Schwartzel og Rickie Fowler. Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann fékk einn tvöfaldan og einn þrefaldan skolla á hringnum sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann er samtals á tveimur höggum yfir pari og rétt náði niðurskurðinum með einu höggi eftir að hafa fengið fugl á 18. holu. Margir þekktir kylfingar náðu ekki niðurskurðinum að þessu sinni en þar ber helst að nefna Masters meistarann Bubba Watson, Miguel Angel Jimenz, Ian Poulter, Lee Westwood og Ernie Els. Eins og það íslenska er breska sumarið allaf að koma á óvart og eftir tvo fallega og þurra daga gæti rignt mikið á morgun og svörtustu spár spá jafnvel hagléli á tímabili. Það verður því áhugavert hvernig bestu kylfingar heims takast á við þá áskorun en ljóst er að helgin á eftir að verða mjög spennandi fyrir golfáhugamenn um víða veröld sem fylgjast með þessu sögufræga móti af ástríðu. Bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06 Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36 Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02 Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24 Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06
Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36
Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02
Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24
Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41