Chelsea staðfesti í dag að félagið hefði gengið frá kaupunum á brasilíska vinstri bakverðinum Filipe Luis frá Atletico Madrid. Hinn 28 árs gamli Luis skrifaði undir þriggja ára samning hjá Chelsea.
Luis er sóknarsinnaður vinstri bakvörður sem átti frábæra leiktíð í liði Atletico Madrid sem vann spænsku deildina á síðustu leiktíð og tapaði í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir erkifjendunum í Real Madrid.
Talið er að Chelsea greiði hátt í 20 milljónir punda fyrir Luis en honum er ætlað að leysa stöðu sem var félaginu til vandræða á síðasta tímabili. Neyddist Cesar Azpilicueta, hægri bakvörðurinn til þess að leysa stöðuna af.
„Ég er gríðarlega ánægður að þessu sé lokið og ég get ekki beðið eftir að tímabilið byrji,“ sagði Luis kampakátur við heimasíðu Chelsea eftir undirskriftina.
Filipe Luis genginn til liðs við Chelsea
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn