Már, Ragnar og Friðrik hæfastir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2014 11:50 Már Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra. Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. Kjarninn greinir frá þessu. Nefndin, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í lok júní og átti að leggja mat á hæfi umsækjenda um stöðuna, telur þá Friðrik Má Baldursson, Ragnar Árnason og núverandi seðlabankastjóra Má Guðmundsson hæfasta til að gegna stöðunni. Hæfisskilyrðin til að gegna stöðu seðlabankastjóra eru að hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þá skal seðlabankastjóri búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Samkvæmt útreikningum Kjarnans eru Friðrik, Már og Ragnar hnífjafnir í niðurstöðu nefndarinnar, fá tólf stig. Lilja Mósesdóttir fær ellefu stig ásamt Þorsteini Þorgeirssyni. Yngvi Örn Kristinsson og Ásgeir Brynjar Torfason fá níu stig. Kjarninn segir að í niðurstöðu hæfisnefndarinnar megi greina hvar helst er gert upp á milli þremenninganna. „Friðrik Már og Ragnar hafa báðir lokið grunn og framhaldsnámi við háskóla auk doktorsprófs í greinum sem krafa er gerð um (samkvæmt lögum, innsk. blaðamanns). Már hefur sömuleiðis lokið grunn- og framhaldsnámi við háskóla sem fullnægir kröfum laganna og jafnframt lagt stund á doktorsmán um skeið. Allir búa þeir yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahag- og peningamálum. Már sker sig þar úr hvað reynslu af bankastarfsemi varðar vegna starfa sinna í Seðlabanka Íslands um árabil, síðustu ár sem seðlabankastjóri, auk mikilvægrar reynslu sem hann öðlaðist í starfi sínu hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel í Sviss. Reynsla Friðriks Más og Ragnars á þessu sviði er einna mest af fræði-, kennslu- og stjórnunarstörfum við háskóla þar sem þeir hafa starfað um árabil. Friðrik Már býr einnig að mikilvægri reynslu af sérfræðings- og stjórnunarstörfum hjá Þjóðhagsstofnun og í stjórnun fyrirtækja. Ragnar þekkir vel til starfa Seðlabanka Íslands eftir setu í bankaráði hans undanfarin fimm ár auk fleiri stjórnunarstarfa.“ Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hafa frest til næsta miðvikudags til að koma á framfæri formlegum athugasemdum er lúta að hæfismati þeirra.Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra:Ásgeir Brynjar Torfason Friðrik Már BaldurssonHaukur JóhannssonÍris Arnlaugsdóttir Lilja Mósesdóttir Már Guðmundsson Ragnar ÁrnasonSandra María Sigurðardóttir Yngvi Örn Kristinsson Þorsteinn Þorgeirsson Nefndina um hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra skipuðu þau Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, og Stefán Eiríksson lögfræðingur og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01 Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21 Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51 Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55 Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. Kjarninn greinir frá þessu. Nefndin, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í lok júní og átti að leggja mat á hæfi umsækjenda um stöðuna, telur þá Friðrik Má Baldursson, Ragnar Árnason og núverandi seðlabankastjóra Má Guðmundsson hæfasta til að gegna stöðunni. Hæfisskilyrðin til að gegna stöðu seðlabankastjóra eru að hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þá skal seðlabankastjóri búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Samkvæmt útreikningum Kjarnans eru Friðrik, Már og Ragnar hnífjafnir í niðurstöðu nefndarinnar, fá tólf stig. Lilja Mósesdóttir fær ellefu stig ásamt Þorsteini Þorgeirssyni. Yngvi Örn Kristinsson og Ásgeir Brynjar Torfason fá níu stig. Kjarninn segir að í niðurstöðu hæfisnefndarinnar megi greina hvar helst er gert upp á milli þremenninganna. „Friðrik Már og Ragnar hafa báðir lokið grunn og framhaldsnámi við háskóla auk doktorsprófs í greinum sem krafa er gerð um (samkvæmt lögum, innsk. blaðamanns). Már hefur sömuleiðis lokið grunn- og framhaldsnámi við háskóla sem fullnægir kröfum laganna og jafnframt lagt stund á doktorsmán um skeið. Allir búa þeir yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahag- og peningamálum. Már sker sig þar úr hvað reynslu af bankastarfsemi varðar vegna starfa sinna í Seðlabanka Íslands um árabil, síðustu ár sem seðlabankastjóri, auk mikilvægrar reynslu sem hann öðlaðist í starfi sínu hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel í Sviss. Reynsla Friðriks Más og Ragnars á þessu sviði er einna mest af fræði-, kennslu- og stjórnunarstörfum við háskóla þar sem þeir hafa starfað um árabil. Friðrik Már býr einnig að mikilvægri reynslu af sérfræðings- og stjórnunarstörfum hjá Þjóðhagsstofnun og í stjórnun fyrirtækja. Ragnar þekkir vel til starfa Seðlabanka Íslands eftir setu í bankaráði hans undanfarin fimm ár auk fleiri stjórnunarstarfa.“ Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hafa frest til næsta miðvikudags til að koma á framfæri formlegum athugasemdum er lúta að hæfismati þeirra.Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra:Ásgeir Brynjar Torfason Friðrik Már BaldurssonHaukur JóhannssonÍris Arnlaugsdóttir Lilja Mósesdóttir Már Guðmundsson Ragnar ÁrnasonSandra María Sigurðardóttir Yngvi Örn Kristinsson Þorsteinn Þorgeirsson Nefndina um hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra skipuðu þau Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, og Stefán Eiríksson lögfræðingur og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01 Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21 Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51 Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55 Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01
Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21
Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51
Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55
Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21