Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. júlí 2014 15:24 George Coetzee er meðal efstu kylfinga á Opna breska. Vísir/AP George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hringurinn var flottur hjá Coetzee sérstaklega í ljósi þess að sterkur vindur í morgun á Royal Liverpool gerði mörgum kylfingum erfitt fyrir. „Þetta er mitt eftirlætis risamót og gaman að leika vel í því,“ sagði hinn hægláti Coetzee sem tryggði sér keppnisrétt í mótinu með því að sigra Joburg Open mótið á Evrópumótaröðinni snemma á þessu ári. „Það er svalt að sjá nafnið sitt á toppi skortöflunnar,“ sagði Coetzee sem viðurkennir að það hafi tekið á taugarnar að vera efstur þegar hann gekk inn á 18. flöt í morgun. „Það á ekki að trufla hvernig þú leikur en það kannski hafði áhrif á mig að ég missti pútt á 16. braut. Þetta gerist þegar þú ert í forystu. Það er frábært að leika svona vel í svona virtu golfmóti og einnig á afmælisdeginum.“ Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hringurinn var flottur hjá Coetzee sérstaklega í ljósi þess að sterkur vindur í morgun á Royal Liverpool gerði mörgum kylfingum erfitt fyrir. „Þetta er mitt eftirlætis risamót og gaman að leika vel í því,“ sagði hinn hægláti Coetzee sem tryggði sér keppnisrétt í mótinu með því að sigra Joburg Open mótið á Evrópumótaröðinni snemma á þessu ári. „Það er svalt að sjá nafnið sitt á toppi skortöflunnar,“ sagði Coetzee sem viðurkennir að það hafi tekið á taugarnar að vera efstur þegar hann gekk inn á 18. flöt í morgun. „Það á ekki að trufla hvernig þú leikur en það kannski hafði áhrif á mig að ég missti pútt á 16. braut. Þetta gerist þegar þú ert í forystu. Það er frábært að leika svona vel í svona virtu golfmóti og einnig á afmælisdeginum.“
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira