Bókasöfn án bóka Heiðrún Dóra Eyvindardóttir skrifar 18. júlí 2014 07:00 Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli rithöfunda við mikilli kjaraskerðingu þeirra, en í fjárlögum þessa árs er helmings niðurskurður á fjárframlögum í Bókmenntasjóð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1998 ((hét þá Bókasafnssjóður) með breytingum árið 2007) til að tryggja rithöfundum greiðslu fyrir útlán bóka á bókasöfnum landsins. Lestrarfélög og almenningsbókasöfn voru stofnuð til að allir gætu haft aðgang að bókum og menningu óháð efnahag. Á þessu má ekki verða breyting því engin teikn eru á lofti um að kjör fólks í landinu séu orðin eða að verða jöfn. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í uppfræðslu almennings og til að vekja lestraráhuga ungu kynslóðarinnar auk þess sem þau eru griðastaður þar sem ekki er spurt um tekjur, stöðu, aldur eða heilsu. Allir hafa þar aðgang að efni til menntunar og þjálfunar í lestrarfærni, geta sótt þangað félagsskap, aflað sér þekkingar, fundið afþreyingu og notið þess að vera í umhverfi þar sem amstur dagsins, hávaði og streita eru víðs fjarri. Ríki og sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að bjóða upp á þá þjónustu sem bókasöfnin veita og hluti af því að svo megi verða er greiðsla til rithöfunda í gegnum Bókmenntasjóð höfunda. Greiðslur til rithöfunda fyrir útlán á bókasöfnum eru sjálfsagðar og í stað þess að skerða þær ætti að reyna að koma þeim í svipað horf og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum. Þá þyrfti að hækka framlag ríkisins umtalsvert en ekki lækka.Skýtur skökku við Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta. Stjórn Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna skorar á stjórnvöld að auka framlag til Bókamenntasjóðs svo stoðunum verði ekki kippt undan einni mikilvægustu menningar- og þjónustustofnun hins opinbera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Sjá meira
Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli rithöfunda við mikilli kjaraskerðingu þeirra, en í fjárlögum þessa árs er helmings niðurskurður á fjárframlögum í Bókmenntasjóð. Sjóðurinn var stofnaður með lögum árið 1998 ((hét þá Bókasafnssjóður) með breytingum árið 2007) til að tryggja rithöfundum greiðslu fyrir útlán bóka á bókasöfnum landsins. Lestrarfélög og almenningsbókasöfn voru stofnuð til að allir gætu haft aðgang að bókum og menningu óháð efnahag. Á þessu má ekki verða breyting því engin teikn eru á lofti um að kjör fólks í landinu séu orðin eða að verða jöfn. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki í uppfræðslu almennings og til að vekja lestraráhuga ungu kynslóðarinnar auk þess sem þau eru griðastaður þar sem ekki er spurt um tekjur, stöðu, aldur eða heilsu. Allir hafa þar aðgang að efni til menntunar og þjálfunar í lestrarfærni, geta sótt þangað félagsskap, aflað sér þekkingar, fundið afþreyingu og notið þess að vera í umhverfi þar sem amstur dagsins, hávaði og streita eru víðs fjarri. Ríki og sveitarfélögum ber lagaleg skylda til að bjóða upp á þá þjónustu sem bókasöfnin veita og hluti af því að svo megi verða er greiðsla til rithöfunda í gegnum Bókmenntasjóð höfunda. Greiðslur til rithöfunda fyrir útlán á bókasöfnum eru sjálfsagðar og í stað þess að skerða þær ætti að reyna að koma þeim í svipað horf og tíðkast hjá nágrannaþjóðunum. Þá þyrfti að hækka framlag ríkisins umtalsvert en ekki lækka.Skýtur skökku við Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta. Stjórn Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna skorar á stjórnvöld að auka framlag til Bókamenntasjóðs svo stoðunum verði ekki kippt undan einni mikilvægustu menningar- og þjónustustofnun hins opinbera.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar