Einföld aðgerð að afturkalla undanþágu MS nú þegar Hjörtur Hjartarson skrifar 25. september 2014 19:45 Formaður atvinnuveganefndar segir það ábyrgðarleysi ef einkaleyfi Mjólkursamsölunnar verður eitt tekið út úr búvörusamningum. Heildstæð endurskoðun verði að eiga sér stað. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að drepa málinu á dreif og ekkert sé því til fyrirstöðu að afnema undanþágu fyrirtækisins nú þegar. Eins og kunnugt er var hefur samkeppniseftirlitið úrskurðað að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Atvinnuveganefnd fundaði um málefni Mjólkursamsölunnar í morgun. „Við fengum gesti til okkar, þá Ólaf Magnússon og síðan fulltrúa frá Mjólkursamsölunni. Þetta var mjög upplýsandi fundur,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun landbúnaðarkerfisins og búvörusamningnum þar af leiðandi líka. Vel komi til greina að fella undanþáguákvæðið úr gildi. „Og ég á von á því að landbúnaðarráðherra setji í gang þá vinnu sem allra fyrst og við munum þá sjá þess stað í frumvarpi, kannski ekki í vetur en þá fyrir haustið 2015.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar vildi afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir þremur árum en tillaga hans þess efnis var felld. Hann hyggst leggja hana fram að nýju í þar næstu viku. „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina," segir Jón.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndarHelgi Hjörvar er þessu ekki sammála. „Hér er bara verið að drepa málinu á dreif. Það er sáraeinfalt að afnema undanþáguna. Hún var veitt með frumvarpi sem var bara tvær greinar og keyrt í gegnum þingið af stjórnarflokkunum, 2004 á litlum tveimur vikum í gegnum þrjár umræður. Þeim fannst einfalt að veita undanþágunu og það er alveg jafn einfalt að afturkalla hana,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi trúir því að tillaga hans fái góðan hljómgrunn að þessu sinni. „Ég treysti að menn sjái það núna hversu óheilbrigt það er að veita mönnum undanþágu frá samkeppnislögum og að við munum fá stuðning úr helst öllum þingflokkum við það að breyta þessu aftur,“ segir Helgi. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir það ábyrgðarleysi ef einkaleyfi Mjólkursamsölunnar verður eitt tekið út úr búvörusamningum. Heildstæð endurskoðun verði að eiga sér stað. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að drepa málinu á dreif og ekkert sé því til fyrirstöðu að afnema undanþágu fyrirtækisins nú þegar. Eins og kunnugt er var hefur samkeppniseftirlitið úrskurðað að sekta Mjólkursamsöluna um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Atvinnuveganefnd fundaði um málefni Mjólkursamsölunnar í morgun. „Við fengum gesti til okkar, þá Ólaf Magnússon og síðan fulltrúa frá Mjólkursamsölunni. Þetta var mjög upplýsandi fundur,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun landbúnaðarkerfisins og búvörusamningnum þar af leiðandi líka. Vel komi til greina að fella undanþáguákvæðið úr gildi. „Og ég á von á því að landbúnaðarráðherra setji í gang þá vinnu sem allra fyrst og við munum þá sjá þess stað í frumvarpi, kannski ekki í vetur en þá fyrir haustið 2015.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar vildi afnema einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir þremur árum en tillaga hans þess efnis var felld. Hann hyggst leggja hana fram að nýju í þar næstu viku. „Það er einföld aðgerð að taka einn þátt út úr þessu og ákveðið ábyrgðarleysi af þinginu ef það vill nálgast málið með þeim hætti að taka bara einkaleyfisþáttinn út úr þessu. Við þurfum að skoða heildarmyndina," segir Jón.Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndarHelgi Hjörvar er þessu ekki sammála. „Hér er bara verið að drepa málinu á dreif. Það er sáraeinfalt að afnema undanþáguna. Hún var veitt með frumvarpi sem var bara tvær greinar og keyrt í gegnum þingið af stjórnarflokkunum, 2004 á litlum tveimur vikum í gegnum þrjár umræður. Þeim fannst einfalt að veita undanþágunu og það er alveg jafn einfalt að afturkalla hana,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi trúir því að tillaga hans fái góðan hljómgrunn að þessu sinni. „Ég treysti að menn sjái það núna hversu óheilbrigt það er að veita mönnum undanþágu frá samkeppnislögum og að við munum fá stuðning úr helst öllum þingflokkum við það að breyta þessu aftur,“ segir Helgi.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira