Enn bólar ekkert á náttúrupassanum Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2014 19:15 Enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað til að ná í tekjur til að standa undir uppbyggingu innviða í ferðamannaþjónustunni. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af því á Alþingi í morgun að réttur almennings til að njóta náttúrunnar án endurgjalds verði ekki tryggður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf umræðu um innviði ferðaþjónustunnar og gjaldtöku af henni á Alþingi í morgun og sagði að þótt það væri ánægjuefni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum þyrfti að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefði óvissa ríkt um tekjustofna ferðaþjónustunnar en iðnaðarráðherra hefði boðað upptöku náttúrupassa sem enn hefðu ekki litið dagsins ljós. Katrín sagði að á sama tíma væru miklar sveiflur í fjárveitingum til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. „Sem var fyrst skorið niður um háar fjárhæðir í fjárlögum ársins 2014. Síðan var bætt í hann aftur á fjáraukalögum ársins 2014. Nú er aftur skorið niður í fjárlögum ársins 2015 þannig að óvissan heldur áfram og við vitum ekki hvaða leið á að velja til að tryggja hér tekjur fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Katrín. Þá þyrfti að tryggja rétt almennings til aðgengis að náttúruperlum landsins sem tryggður væri með lögum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nauðsynlegt að sátt ríkti um málið. „Ég er alveg tilbúinn til að skoða þessa náttúrupassaleið. En eins og hún hefur verið lögð upp hefur hún ekki náð þeirri sátt sem stefnt var að og við þurfum greinilega að finna einhverja einfaldari útfærslu á þessari gjaldtöku,“ sagði Jón. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að nú hefði ríkisstjórnin tekið einn snúning á þessu máli. „Við bjuggum við harða andstöðu í þessu máli á síðasta kjörtímabili. En það verður ekki þannig núna, að minnska kosti ekki hvað okkur varðar í Samfylkingunni. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að sjá þetta mál leitt til lykta með farsælum hætti og við viljum stuðla að því að svo verði gert,“ sagði Katrín. Óttar Proppe þingmaður Bjartrar framtíðar sagði aukinn fjölda ferðamanna skapa álag á náttúru landsins. „Það er mjög mikilvægt að við náum þverpólitískri umræðu og helst þverpólitískri sátt um það að við sköpum ferðaþjónustunni lífvænlegt og sjálfbæran ramma. Til þess bæði að greinin vaxi en ekki síður að hún verði ekki landinu til trafala,“ sagði Óttar. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað til að ná í tekjur til að standa undir uppbyggingu innviða í ferðamannaþjónustunni. Þingmenn lýstu áhyggjum sínum af því á Alþingi í morgun að réttur almennings til að njóta náttúrunnar án endurgjalds verði ekki tryggður. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf umræðu um innviði ferðaþjónustunnar og gjaldtöku af henni á Alþingi í morgun og sagði að þótt það væri ánægjuefni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið á undanförnum árum þyrfti að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefði óvissa ríkt um tekjustofna ferðaþjónustunnar en iðnaðarráðherra hefði boðað upptöku náttúrupassa sem enn hefðu ekki litið dagsins ljós. Katrín sagði að á sama tíma væru miklar sveiflur í fjárveitingum til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. „Sem var fyrst skorið niður um háar fjárhæðir í fjárlögum ársins 2014. Síðan var bætt í hann aftur á fjáraukalögum ársins 2014. Nú er aftur skorið niður í fjárlögum ársins 2015 þannig að óvissan heldur áfram og við vitum ekki hvaða leið á að velja til að tryggja hér tekjur fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Katrín. Þá þyrfti að tryggja rétt almennings til aðgengis að náttúruperlum landsins sem tryggður væri með lögum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði nauðsynlegt að sátt ríkti um málið. „Ég er alveg tilbúinn til að skoða þessa náttúrupassaleið. En eins og hún hefur verið lögð upp hefur hún ekki náð þeirri sátt sem stefnt var að og við þurfum greinilega að finna einhverja einfaldari útfærslu á þessari gjaldtöku,“ sagði Jón. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að nú hefði ríkisstjórnin tekið einn snúning á þessu máli. „Við bjuggum við harða andstöðu í þessu máli á síðasta kjörtímabili. En það verður ekki þannig núna, að minnska kosti ekki hvað okkur varðar í Samfylkingunni. Við höfum mjög mikinn áhuga á því að sjá þetta mál leitt til lykta með farsælum hætti og við viljum stuðla að því að svo verði gert,“ sagði Katrín. Óttar Proppe þingmaður Bjartrar framtíðar sagði aukinn fjölda ferðamanna skapa álag á náttúru landsins. „Það er mjög mikilvægt að við náum þverpólitískri umræðu og helst þverpólitískri sátt um það að við sköpum ferðaþjónustunni lífvænlegt og sjálfbæran ramma. Til þess bæði að greinin vaxi en ekki síður að hún verði ekki landinu til trafala,“ sagði Óttar.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira