Lífið

Ása gusar yfir stjórnvöld

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Ása Helga Hjörleifsdóttir.
Ása Helga Hjörleifsdóttir. visir/valli
Það er leikstjórinn Ása Helga Hjörleifsdóttir sem mun halda hina árlegu hátíðargusu á frumsýningu á opnunarmynd RIFF í kvöld.

Gusunni má helst lýsa sem nokkurs konar útrás kvikmyndagerðarfólks í garð stjórnvalda, sem þau vilja meina að hafi svelt þennan vaxandi iðnað í fjölmörg ár.

Það var Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Parísar norðursins, sem hélt gusuna á síðasta ári. Þá lét hann stjórnvöld heyra það fyrir að skera myndarlega niður hjá Kvikmyndasjóði Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×