Reynt að tæla börn: Þrjú kynferðisbrot á jafnmörgum árum Hanna Ólafsdóttir skrifar 25. september 2014 07:00 Lögreglan flokkar tilkynningar um tælingar í þrjá flokka eftir alvarleika þeirra. Vísir/Vilhelm Tilkynningar til lögreglunnar vegna tælingar eða annars grunsamlegs háttalags ókunnra gagnvart börnum voru alls 239 á 30 mánaða tímabili frá 1. janúar 2011 til 30. júní 2013. Í 62 málum hafði meintur gerandi ekki reynt að fá barnið með sér, því var boðið sælgæti, það upplifði sig elt eða bent eðaveifað var í áttina til þess. Í 37 málum fundust fullnægjandi skýringar á málunum, afar að sækja börn, bílum lagt við skóla vegna vinnu eða frásagnir barna sem reyndust svo uppspuni . Eftir standa 140 tilkynningar sem skilgreina má sem hugsanleg tælingarmál, það er mál þar sem fullorðinn, ókunnugur einstaklingur reyndi að nálgast börn eða ungmenni á einhvern máta. Í skýrslu lögreglunnar um tælingarmál á sama tímabili kemur fram að í þremur málanna voru börn tekin, farið með þau í burtu og brotið á þeim kynferðislega. Tvö brotanna, sem bæði áttu sér stað á þessu ári, eru upplýst en í því þriðja, sem er frá árinu 2012 en var rannsakað 2013, er gerandi óþekktur, en málið kom ekki til kasta lögreglu fyrr en mörgum mánuðum eftir atvikið. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna taka allar slíkar tilkynningar alvarlega og að oft sé mikil vinna lögð í slík mál þó oft sé eftir litlu að fara. „Öllum þessum tilkynningum er fylgt eftir. Við tölum við börnin og foreldrana og reynt er að komast eins langt í málinu og hægt er. Oft eru eðlilegar skýringar en það er betra að tilkynna oftar heldur en sjaldnar til lögreglu og um að gera að vera ekkert að hika við það.“Lögreglan Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir betra að tilkynna oftar en sjaldnar ef grunur leikur á einhverju misjöfnu.Lögreglan flokkar tilkynningar í þrjá flokka eftir alvarleika málsins. Í fyrsta flokki eru tilkynningar þar sem meintur gerandi hafði boðið barninu far eða reynt að fá það með sér án þess að snerta það. Í þessum flokki lentu 112 tilkynningar eða 80 prósent allra málanna. Í flokki tvö lentu tilkynningar þar sem barnið var snert, gripið í það, það elt eða fengið til að fylgja geranda án þess að reynt væri að brjóta á því kynferðislega, atvik þar sem fullorðinn var með kynferðislega tilburði eða orðalag við barn eða vísvitandi var reynt að villa um fyrir því til dæmis með því að segja að mamma þess hefði slasað sig og barnið ætti að koma með til að hitta hana á spítalanum. Alls voru þetta 25 tilkynningar eða 17,6 prósent málanna. Í þriðja flokknum lentu svo þau þrjú mál sem áður var minnst á, þar sem börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. Í flestum málum er talað um að gerandi sé á bíl, en lýsingar eru oft af skornum skammti bæði á ökutækjum og gerendum og því reynist oft erfitt að greina mynstur í tilkynningum sem benda á ákveðinn aðila. Á hinn bóginn hafa komið nokkur mál þar sem lýsing á ökutækjum hefur orðið til þess að upplýsa mál. Tengdar fréttir Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00 Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. 18. september 2014 15:05 „Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24 Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07 Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Tilkynningar til lögreglunnar vegna tælingar eða annars grunsamlegs háttalags ókunnra gagnvart börnum voru alls 239 á 30 mánaða tímabili frá 1. janúar 2011 til 30. júní 2013. Í 62 málum hafði meintur gerandi ekki reynt að fá barnið með sér, því var boðið sælgæti, það upplifði sig elt eða bent eðaveifað var í áttina til þess. Í 37 málum fundust fullnægjandi skýringar á málunum, afar að sækja börn, bílum lagt við skóla vegna vinnu eða frásagnir barna sem reyndust svo uppspuni . Eftir standa 140 tilkynningar sem skilgreina má sem hugsanleg tælingarmál, það er mál þar sem fullorðinn, ókunnugur einstaklingur reyndi að nálgast börn eða ungmenni á einhvern máta. Í skýrslu lögreglunnar um tælingarmál á sama tímabili kemur fram að í þremur málanna voru börn tekin, farið með þau í burtu og brotið á þeim kynferðislega. Tvö brotanna, sem bæði áttu sér stað á þessu ári, eru upplýst en í því þriðja, sem er frá árinu 2012 en var rannsakað 2013, er gerandi óþekktur, en málið kom ekki til kasta lögreglu fyrr en mörgum mánuðum eftir atvikið. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna taka allar slíkar tilkynningar alvarlega og að oft sé mikil vinna lögð í slík mál þó oft sé eftir litlu að fara. „Öllum þessum tilkynningum er fylgt eftir. Við tölum við börnin og foreldrana og reynt er að komast eins langt í málinu og hægt er. Oft eru eðlilegar skýringar en það er betra að tilkynna oftar heldur en sjaldnar til lögreglu og um að gera að vera ekkert að hika við það.“Lögreglan Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir betra að tilkynna oftar en sjaldnar ef grunur leikur á einhverju misjöfnu.Lögreglan flokkar tilkynningar í þrjá flokka eftir alvarleika málsins. Í fyrsta flokki eru tilkynningar þar sem meintur gerandi hafði boðið barninu far eða reynt að fá það með sér án þess að snerta það. Í þessum flokki lentu 112 tilkynningar eða 80 prósent allra málanna. Í flokki tvö lentu tilkynningar þar sem barnið var snert, gripið í það, það elt eða fengið til að fylgja geranda án þess að reynt væri að brjóta á því kynferðislega, atvik þar sem fullorðinn var með kynferðislega tilburði eða orðalag við barn eða vísvitandi var reynt að villa um fyrir því til dæmis með því að segja að mamma þess hefði slasað sig og barnið ætti að koma með til að hitta hana á spítalanum. Alls voru þetta 25 tilkynningar eða 17,6 prósent málanna. Í þriðja flokknum lentu svo þau þrjú mál sem áður var minnst á, þar sem börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. Í flestum málum er talað um að gerandi sé á bíl, en lýsingar eru oft af skornum skammti bæði á ökutækjum og gerendum og því reynist oft erfitt að greina mynstur í tilkynningum sem benda á ákveðinn aðila. Á hinn bóginn hafa komið nokkur mál þar sem lýsing á ökutækjum hefur orðið til þess að upplýsa mál.
Tengdar fréttir Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00 Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. 18. september 2014 15:05 „Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24 Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04 Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07 Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00 Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ungur maður reyndi að tæla börn upp í bíl Ungur maður reyndi að lokka börn upp í bíl sinn í norðurhluta Grafarvogs fyrir síðustu helgi. Annars vegar unga stúlku og hins vegar ungan dreng. 28. nóvember 2013 07:00
Lofaði drengjunum sælgæti kæmu þeir upp í bílinn Gerð var alvarleg tilraun til tælingar rétt utan skólahverfis Háteigsskóla síðdegis í gær. 18. september 2014 15:05
„Hann reyndi að ræna syni mínum“ Þrátt fyrir að einhver hafi reynt að lokka son hans upp í bíl til sín með sælgæti, er hann ekki reiður gerandanum eða vill honum illt, heldur vill hann að gerandinn leiti sér hjálpar. 22. janúar 2014 14:24
Reynt að lokka dreng upp í bíl Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stoppaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. 30. janúar 2014 15:04
Reynt að tæla barn í bíl í fjórða sinn Maður á hvítum sendiferðabíl reyndi í gær að lokka dreng upp í bílinn með sælgæti í nágrenni við Laugarnesskóla. 14. febrúar 2014 11:07
Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Fjórar tilkynningar hafa borist lögreglu um að fullorðnir reyni að tæla börn við Laugarnesskóla. 16. febrúar 2014 20:00
Reyndi að lokka drengi upp í bíl með sælgæti Maður reyndi að fá tvo drengi upp í bíl til sín við Laugarnesskóla í gær með því að bjóða þeim sælgæti. 23. janúar 2014 10:48