Reið yfir því að vera þjófkennd á Alþingi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Olga Lísa Garðarsdóttir. „Þetta er fjarstæða,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, um ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku. Helgi Hrafn vildi vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefði skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Orðrétt sagði Helgi Hrafn: „Nú hefur Fjölbrautaskóli Suðurlands ákveðið það hjá sjálfum sér að skera niður þessa stöðu úr 100 prósent niður í 50 prósent, í fullkomnu trássi við vilja löggjafans sem fer með fjárveitingarvaldið. Þetta fjármagn var sérstaklega veitt í þessa stöðu til að bæta möguleika fanga til náms. Það er óþolandi. Síðast en ekki síst felst í því ákveðin kaldhæðni að menntastofnun taki til sín fjármagn sem löggjafinn hefur tilgreint að fara eigi til menntunar fanga. Ókurteisari menn gætu kallað þetta tegund af þjófnaði. Því legg ég til að Alþingi rétti þetta ranglæti og tryggi að námsráðgjöf fanga verði aftur að 100% stöðu eins og Alþingi hefur reyndar þegar ákveðið.“ Olga Lísa segir rangt að Fjölbrautaskóli Suðurlands hafi notað fé löggjafans til annars en fangelsismála og segist reið yfir því að vera þjófkennd. Hún segir Helga Hrafn ekki hafa leitað upplýsinga um málefnið. Hefði hann gert það hefði hann fengið upplýst að málefni fanga eru á sérlið og ekki hægt að ráðstafa því í annan rekstur skólans. „Hann hafði aldrei samband við okkur og mér finnst það ömurleg vinnubrögð. Það var einfaldlega halli á rekstrinum á þessum lið. Þetta er algjör sérliður í fjármálum skólans. Það fé sem við fáum er aðeins nýtt í námsráðgjöf og kennslustjórn og ekki í nokkuð annað eins og Helgi Hrafn gefur í skyn,“ segir Olga Lísa.Tegund af þjófnaði Helgi Hrafn Gunnarsson sagði ókurteisa menn gætu kallað niðurskurð FSu tegund af þjófnaði. FRéttablaðið/GVA„Ég er búin að ræða við Helga Hrafn og hann segist ekki hafa sagt neitt rangt. Ég er ósátt við vinnubrögð hans og að hann hafi ekki haft samband við okkur sem höfum með þetta fjármagn að gera. Fjárlög eru okkar lög númer eitt, auðvitað var það með trega að við gerðum þetta. En við urðum að vera réttum megin.“ Helgi Hrafn segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa ætlað sér að þjófkenna Olgu Lísu. „Mér þykir miður að ræðan skiljist þannig. Hins vegar hef ég ekki fengið að sjá nein gögn sem eru í andstöðu við það sem ég sagði. Ræðan er efnislega rétt. Ég er ekki í löggu- og bófaleik. Ég vil bara laga þetta. Helst í góðu samstarfi við skólameistara FSu.“ Nú hefur málaflokkurinn fengið aukafjárveitingu og Olga Lísa segir útlitið bjartara. „Það er verið að skoða námsráðgjafastarf heildstætt í tengslum við Fangelsismálastofnun.“ Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira
„Þetta er fjarstæða,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, um ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku. Helgi Hrafn vildi vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefði skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Orðrétt sagði Helgi Hrafn: „Nú hefur Fjölbrautaskóli Suðurlands ákveðið það hjá sjálfum sér að skera niður þessa stöðu úr 100 prósent niður í 50 prósent, í fullkomnu trássi við vilja löggjafans sem fer með fjárveitingarvaldið. Þetta fjármagn var sérstaklega veitt í þessa stöðu til að bæta möguleika fanga til náms. Það er óþolandi. Síðast en ekki síst felst í því ákveðin kaldhæðni að menntastofnun taki til sín fjármagn sem löggjafinn hefur tilgreint að fara eigi til menntunar fanga. Ókurteisari menn gætu kallað þetta tegund af þjófnaði. Því legg ég til að Alþingi rétti þetta ranglæti og tryggi að námsráðgjöf fanga verði aftur að 100% stöðu eins og Alþingi hefur reyndar þegar ákveðið.“ Olga Lísa segir rangt að Fjölbrautaskóli Suðurlands hafi notað fé löggjafans til annars en fangelsismála og segist reið yfir því að vera þjófkennd. Hún segir Helga Hrafn ekki hafa leitað upplýsinga um málefnið. Hefði hann gert það hefði hann fengið upplýst að málefni fanga eru á sérlið og ekki hægt að ráðstafa því í annan rekstur skólans. „Hann hafði aldrei samband við okkur og mér finnst það ömurleg vinnubrögð. Það var einfaldlega halli á rekstrinum á þessum lið. Þetta er algjör sérliður í fjármálum skólans. Það fé sem við fáum er aðeins nýtt í námsráðgjöf og kennslustjórn og ekki í nokkuð annað eins og Helgi Hrafn gefur í skyn,“ segir Olga Lísa.Tegund af þjófnaði Helgi Hrafn Gunnarsson sagði ókurteisa menn gætu kallað niðurskurð FSu tegund af þjófnaði. FRéttablaðið/GVA„Ég er búin að ræða við Helga Hrafn og hann segist ekki hafa sagt neitt rangt. Ég er ósátt við vinnubrögð hans og að hann hafi ekki haft samband við okkur sem höfum með þetta fjármagn að gera. Fjárlög eru okkar lög númer eitt, auðvitað var það með trega að við gerðum þetta. En við urðum að vera réttum megin.“ Helgi Hrafn segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa ætlað sér að þjófkenna Olgu Lísu. „Mér þykir miður að ræðan skiljist þannig. Hins vegar hef ég ekki fengið að sjá nein gögn sem eru í andstöðu við það sem ég sagði. Ræðan er efnislega rétt. Ég er ekki í löggu- og bófaleik. Ég vil bara laga þetta. Helst í góðu samstarfi við skólameistara FSu.“ Nú hefur málaflokkurinn fengið aukafjárveitingu og Olga Lísa segir útlitið bjartara. „Það er verið að skoða námsráðgjafastarf heildstætt í tengslum við Fangelsismálastofnun.“
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Sjá meira