Innlent

Fuglaflensugreiningum fækkar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fuglainflúensan H5H5 hefur dregið fjölda grágæsa á höfuðborgarsvæðinu til dauða undanfarnar vikur.
Fuglainflúensan H5H5 hefur dregið fjölda grágæsa á höfuðborgarsvæðinu til dauða undanfarnar vikur. Reykjavík

Tilkynningum um dauða fugla og spendýr hefur fækkað mikið undanfarna daga og öll sýni sem rannsökuð hafa verið síðustu tvær vikur hafa verið neikvæð. Í ljósi þessa álítur Matvælastofnun að dregið hafi verulega úr smithættu.

Matvælastofnun biður fólk samt sem áður að vera áfram á verði og tilkynna stofnuninni um veika og dauða villta fugla og spendýr. Leita skuli til dýralækna varðandi veikindi í gæludýrum og búfé, sem hafi samband við Matvælastofnun telji þeir ástæðu til.

MAST hefur undanfarnar vikur ráðlagt gæludýraeigendum að reyna koma í veg fyrir að dýrin þeirra séu í snertingu við villta fugla.

„Þetta eru þó aðeins ráðleggingar og gæludýraeigendum í sjálfsvald sett hvort þeir leyfi köttum og hundum að vera frjálsum. Eins og áður segir virðist smitálag hafa minnkað og geta gæludýraeigendur endurmetið ákvörðun sína í ljósi þess,“ segir í tilkynningu MAST.

Síðan um áramótin hefur fjöldi grágæsa drepist á höfuðborgarsvæðinu af völdum skæðrar fuglainflúensu H5N5. Einnig voru aukin afföll af álftum. Þá hefur fuglaflensa einnig greinst undanfarnar vikur í ref í Skagafirði og minki í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×