Tiger búinn að reka þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2014 15:11 Tiger Woods. Vísir/Getty Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda. „Ég vil þakka Sean fyrir hjálpina bæði sem þjálfari og vinur," skrifaði Tiger á heimasíðu sína en hann talaði um að nú væri rétti tíminn til enda samstarfið. Á síðasta móti þeirra saman mistókst Tiger að komast í gegn niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Tiger hefur auk þess verið að glíma við meiðsli í baki sem hafa sett mikinn svip á golfið hans á þessu ári. Sean Foley fór fyrst að vinna með Tiger sumarið 2010 og hefur unnið mikið með sveifluna hjá þessum þekktasta kylfingi í heimi. Samstarf þeirra stóð yfir í fjögur ár. Tiger er ekkert að flýta sér að finna eftirmann Sean Foley. „Ég hef engan þjálfara í dag og set engan tímaramma á það hvenær ég mun ráða einhvern þjálfara," sagði Tiger ennfremur á heimasíðu sinni. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Tiger Woods hefur ákveðið að skipta um þjálfara en hann tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að samstarfi hans og Sean Foley væri á enda. „Ég vil þakka Sean fyrir hjálpina bæði sem þjálfari og vinur," skrifaði Tiger á heimasíðu sína en hann talaði um að nú væri rétti tíminn til enda samstarfið. Á síðasta móti þeirra saman mistókst Tiger að komast í gegn niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu. Tiger hefur auk þess verið að glíma við meiðsli í baki sem hafa sett mikinn svip á golfið hans á þessu ári. Sean Foley fór fyrst að vinna með Tiger sumarið 2010 og hefur unnið mikið með sveifluna hjá þessum þekktasta kylfingi í heimi. Samstarf þeirra stóð yfir í fjögur ár. Tiger er ekkert að flýta sér að finna eftirmann Sean Foley. „Ég hef engan þjálfara í dag og set engan tímaramma á það hvenær ég mun ráða einhvern þjálfara," sagði Tiger ennfremur á heimasíðu sinni.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira