Auka viðbúnað vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 07:00 vísir/afp Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar yfirlýsingar frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að búist sé við þúsundum nýrra ebólutilfella í Vestur-Afríku, verði viðbúnaður ekki aukinn. Bandaríkjaher mun setja upp heilsugæslu í Líberíu, ætlaða starfsfólki sem sýkst hefur af veirunni, en á þessu ári hafa 79 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu sinni að herinn myndi hjálpa til við að setja upp einangrunarmiðstöðvar og veita heilbrigðisstarfsfólki öryggi í baráttunni við sjúkdóminn. Þá munu Bretar setja upp heilsugæslu í Sierra Leone á næstu vikum, þar sem hægt verður að taka á móti 62 einstaklingum. Litla læknisaðstoð er að fá og erfiðlega gengur að fá heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar. Bretar hyggjast senda starfsmenn á svæðið, meðal annars starfsmenn á vegum samtakanna Save the Children. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við þúsundum nýrra ebólu tilfella á komandi vikum og í yfirlýsingu þeirra segir að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum hafi ekki borið árangur og því þurfi að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn sé stjórnlaus og grípa þurfi í taumana. Yfir tvö þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og eru yfir þrjú þúsund og fimm hundruð sýktir, ríflega helmingur þeirra í Líberíu. Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar yfirlýsingar frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að búist sé við þúsundum nýrra ebólutilfella í Vestur-Afríku, verði viðbúnaður ekki aukinn. Bandaríkjaher mun setja upp heilsugæslu í Líberíu, ætlaða starfsfólki sem sýkst hefur af veirunni, en á þessu ári hafa 79 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu sinni að herinn myndi hjálpa til við að setja upp einangrunarmiðstöðvar og veita heilbrigðisstarfsfólki öryggi í baráttunni við sjúkdóminn. Þá munu Bretar setja upp heilsugæslu í Sierra Leone á næstu vikum, þar sem hægt verður að taka á móti 62 einstaklingum. Litla læknisaðstoð er að fá og erfiðlega gengur að fá heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar. Bretar hyggjast senda starfsmenn á svæðið, meðal annars starfsmenn á vegum samtakanna Save the Children. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við þúsundum nýrra ebólu tilfella á komandi vikum og í yfirlýsingu þeirra segir að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum hafi ekki borið árangur og því þurfi að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn sé stjórnlaus og grípa þurfi í taumana. Yfir tvö þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og eru yfir þrjú þúsund og fimm hundruð sýktir, ríflega helmingur þeirra í Líberíu.
Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08
Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23
Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06
Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00
Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00