Obama safnar liði gegn vígasveitunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. september 2014 08:30 Vígasveitir Íslamska ríkisins sigri hrósandi í Rakka í Sýrlandi nú í sumar. Fréttablaðið/AP „Hann er greinilega búinn að koma saman bandalagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hafi heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þingið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði sendur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gíslingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalagið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir næturlanga fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmaður öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi sérstaklega. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
„Hann er greinilega búinn að koma saman bandalagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjaforseta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hafi heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þingið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhugaðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði sendur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á vígasveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gíslingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalagið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir næturlanga fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmaður öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi sérstaklega.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira