Erlent

IS-liðar segjast hafa tekið annan af lífi

Bjarki Ármannsson skrifar
IS-liðar hótuðu að drepa Haines fyrr í mánuðinum ef loftárásum á sveitir þeirra linnti ekki.
IS-liðar hótuðu að drepa Haines fyrr í mánuðinum ef loftárásum á sveitir þeirra linnti ekki. Vísir/AFP
Bresk yfirvöld rannsaka um þessar myndir myndband á netinu sem virðist sýna afhöfðun breska ríkisborgarans David Haines. Samtökin Íslamskt ríki, eða IS, höfðu fyrr í mánuðinum hótað að taka Haines af lífi, líkt og bandarísku blaðamennina Steven Sotloff og James Foley.

Haines var rænt í Sýrlandi í mars á síðasta ári. Utanríkisráðuneyti Bretlands segir við fréttastofu BBC að ef myndbandið er ekta sé um að ræða annað „viðurstyggilegt morð“ og að verið sé að veita fjölskyldu Haines þann stuðning sem hún þarf á að halda.

„Í þessu verki felst hrein illska,“ sagði Davið Cameron, forsætisráðherra Breta, fyrir stuttu. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hafa uppi á þessum morðingjum og sjá til þess að þeir hljóti makleg málagjöld.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×