Þjóðin vill frekar nýjan spítala en greiða niður skuldir Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2014 19:52 Afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill að ríkið ráðist fremur í byggingu nýs Landsspítala en að sett verði í forgang að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Tæplega 90 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vilja frekar byggja nýjan spítala en greiða niður skuldir en tæpur meirihluti Pírata vill setja niðurgreiðslu skulda í forgang. Ríkissjóður skuldar stórar fjárhæðir eftir efnahagshrunið eða um 1.500 milljarða sem nemur tæplega einni þjóðarframleiðslu á ári. Talið er að nýr Landsspítali kosti um 80 milljarða sem er svipuð upphæð og ríkisstjórnin ætlar að setja í leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána á næstu fjórum árum. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á þriðjudag og miðvikudag var spurt hvort fólki þætti mikilvægara að ríkið borgaði niður skuldir eða byggi nýjan Landsspítala. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63 prósent frekar vilja byggja nýjan spítala en 37 prósent vildu frekar greiða niður skuldir ríkissjóðs. Hins vegar er mikill munur á afstöðu kynjanna því 56 prósent karla en 72 prósent kvenna vilja fremur byggja nýja Landsspítala en greiða niður skuldir. Þegar afstaða fólks er skoðuð eftir fylgi þess við stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi er stuðningurinn við byggingu nýs spítala mestur meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar eða 88 prósent. Meirihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna vill fremur byggja nýjan spítala en greiða niður skuldir eða 57 prósent kjósenda Framsóknarflokksins og 54 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Afstaðan er meira afgerandi meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eða 73 prósent hjá Samfylkingunni og 64 prósent hjá Vinstri grænum sem setja spítalann framar í forgangsröðinni en greiðslu skulda ríkissjóðs. Píratar skera sig úr því 53 prósent stuðningsmanna þeirra vilja fremur greiða niður skuldir en byggja nýja spítala. Afstaða fólks til spurningarinnar er mjög svipuð eftir búsetu, er alls staðar um eða yfir 60 prósent sem vilja spítalann frekar en niðurgreiðslu skulda. Norðurausturland sker sig þó úr þar sem 71 prósent vilja fremur byggja spítalann en í suðvesturkjördæmi vilja 59 prósent spítala fremur en greiða niður skuldir. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill að ríkið ráðist fremur í byggingu nýs Landsspítala en að sett verði í forgang að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Tæplega 90 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vilja frekar byggja nýjan spítala en greiða niður skuldir en tæpur meirihluti Pírata vill setja niðurgreiðslu skulda í forgang. Ríkissjóður skuldar stórar fjárhæðir eftir efnahagshrunið eða um 1.500 milljarða sem nemur tæplega einni þjóðarframleiðslu á ári. Talið er að nýr Landsspítali kosti um 80 milljarða sem er svipuð upphæð og ríkisstjórnin ætlar að setja í leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána á næstu fjórum árum. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á þriðjudag og miðvikudag var spurt hvort fólki þætti mikilvægara að ríkið borgaði niður skuldir eða byggi nýjan Landsspítala. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63 prósent frekar vilja byggja nýjan spítala en 37 prósent vildu frekar greiða niður skuldir ríkissjóðs. Hins vegar er mikill munur á afstöðu kynjanna því 56 prósent karla en 72 prósent kvenna vilja fremur byggja nýja Landsspítala en greiða niður skuldir. Þegar afstaða fólks er skoðuð eftir fylgi þess við stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi er stuðningurinn við byggingu nýs spítala mestur meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar eða 88 prósent. Meirihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna vill fremur byggja nýjan spítala en greiða niður skuldir eða 57 prósent kjósenda Framsóknarflokksins og 54 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Afstaðan er meira afgerandi meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eða 73 prósent hjá Samfylkingunni og 64 prósent hjá Vinstri grænum sem setja spítalann framar í forgangsröðinni en greiðslu skulda ríkissjóðs. Píratar skera sig úr því 53 prósent stuðningsmanna þeirra vilja fremur greiða niður skuldir en byggja nýja spítala. Afstaða fólks til spurningarinnar er mjög svipuð eftir búsetu, er alls staðar um eða yfir 60 prósent sem vilja spítalann frekar en niðurgreiðslu skulda. Norðurausturland sker sig þó úr þar sem 71 prósent vilja fremur byggja spítalann en í suðvesturkjördæmi vilja 59 prósent spítala fremur en greiða niður skuldir.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent