Stormur í hausnum á meðan maður hugsaði málið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2014 07:00 Finnur Orri Margeirsson skiptir úr grænum búningi Breiðabliks yfir í svarthvítan hluta Hafnarfjarðar. Vísir/Valli Finnur Orri Margeirsson samdi í gær við FH til næstu þriggja ára en þessi öflugi miðjumaður yfirgefur þar með uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Á endanum stóð valið á milli FH, KR og Breiðabliks en Finnur Orri, sem var samningslaus eftir tímabilið, segist sáttur við ákvörðun sína þó að hún hafi vissulega verið erfið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2008, þá sautján ára gamall, og á alls 163 leiki að baki í deild og bikar fyrir félagið. „Það var fyrst og fremst erfitt að fara frá Breiðabliki og gaf ég mér smá tíma í að taka þessa ákvörðun. Það var smá stormur hausnum á manni á meðan maður hugsaði málið en það er gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun. Það er ákveðinn léttir,“ segir Finnur Orri sem segir spennandi tilhugsun að skipta yfir í FH. Finnur Orri, sem er 23 ára, er miðjumaður og vill spila sem slíkur, þó svo að hann hafi oft gegnt hluti miðvarðar þegar þess gerðist þörf hjá Breiðabliki. „Ég geri sjálfur miklar kröfur til mín um að standa mig í þeirri stöðu og ég tel mig geta staðið undir því. Miðjan er mín staða og ræddi ég um það við FH-inga. Það er auðvitað mikil samkeppni um þá stöðu en ég hlakka til að takast á við það.“ Kassim Doumbia var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að upp úr sauð eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust en Finnur Orri segir að hann muni ekki leysa hann af. „Ég tel að FH sé með öfluga varnarmenn og efast ekki um að þeir komist í gegnum leikbann hjá Doumbia. Þeir hafa gert það áður.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir sjálfur í samtali við Fréttablaðið að Finnur Orri sé kominn til FH sem miðjumaður. „Við teljum að hann sé betri miðjumaður en varnarmaður,“ segir Heimir sem segir að það sé mikill fengur að hafa fengið Finn Orra. „Hann býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur, bæði úr deildinni hér heima og Evrópukeppni. Þetta er góð lausn fyrir okkur, nú þegar Hólmar Örn [Rúnarsson] er farinn í Keflavík. Við væntum mikils af honum.“ Finnur Orri útilokar þó ekki að fara í atvinnumennsku ef slíkt tækifæri kemur upp. „Ef eitthvað kemur upp verður það skoðað í samráði við FH.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46 Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00 Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson samdi í gær við FH til næstu þriggja ára en þessi öflugi miðjumaður yfirgefur þar með uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Á endanum stóð valið á milli FH, KR og Breiðabliks en Finnur Orri, sem var samningslaus eftir tímabilið, segist sáttur við ákvörðun sína þó að hún hafi vissulega verið erfið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2008, þá sautján ára gamall, og á alls 163 leiki að baki í deild og bikar fyrir félagið. „Það var fyrst og fremst erfitt að fara frá Breiðabliki og gaf ég mér smá tíma í að taka þessa ákvörðun. Það var smá stormur hausnum á manni á meðan maður hugsaði málið en það er gott að vera búinn að taka þessa ákvörðun. Það er ákveðinn léttir,“ segir Finnur Orri sem segir spennandi tilhugsun að skipta yfir í FH. Finnur Orri, sem er 23 ára, er miðjumaður og vill spila sem slíkur, þó svo að hann hafi oft gegnt hluti miðvarðar þegar þess gerðist þörf hjá Breiðabliki. „Ég geri sjálfur miklar kröfur til mín um að standa mig í þeirri stöðu og ég tel mig geta staðið undir því. Miðjan er mín staða og ræddi ég um það við FH-inga. Það er auðvitað mikil samkeppni um þá stöðu en ég hlakka til að takast á við það.“ Kassim Doumbia var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að upp úr sauð eftir úrslitaleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla í haust en Finnur Orri segir að hann muni ekki leysa hann af. „Ég tel að FH sé með öfluga varnarmenn og efast ekki um að þeir komist í gegnum leikbann hjá Doumbia. Þeir hafa gert það áður.“ Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir sjálfur í samtali við Fréttablaðið að Finnur Orri sé kominn til FH sem miðjumaður. „Við teljum að hann sé betri miðjumaður en varnarmaður,“ segir Heimir sem segir að það sé mikill fengur að hafa fengið Finn Orra. „Hann býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur, bæði úr deildinni hér heima og Evrópukeppni. Þetta er góð lausn fyrir okkur, nú þegar Hólmar Örn [Rúnarsson] er farinn í Keflavík. Við væntum mikils af honum.“ Finnur Orri útilokar þó ekki að fara í atvinnumennsku ef slíkt tækifæri kemur upp. „Ef eitthvað kemur upp verður það skoðað í samráði við FH.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46 Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00 Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Finnur Orri búinn að semja við FH FH-ingar fengu flottan liðsstyrk í dag þegar Finnur Orri Margeirsson skrifaði undir samning við félagið. 24. október 2014 12:46
Finnur Orri yfirgefur Breiðablik Fyrirliðinn ætlar að reyna fyrir sér annars staðar, en hann hefur rætt við FH og KR. 24. október 2014 07:00
Finnur Orri mun ganga í raðir FH Fyrirliði Breiðabliks spilar með FH á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni. 24. október 2014 10:54