Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 93-85 | Fyrsta tap Haukanna í deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 18:45 vísir/daníel Stjarnan vann sinn annan sigur á Haukum á aðeins nokkrum dögum og varð fyrsta liðið til að vinna Hafnfirðinga í Domino's-deild karla í vetur. Þessi lið mættust í bikarnum á mánudagskvöld og þar unnu Garðbæingar sannfærandi sigur. Meira jafnræði var með liðunum í kvöld þó svo að Stjörnumenn hafi byrjað betur og verið með frumkvæðið framan af. Eftir jafnan seinni hálfleik komu nokkrar mikilvægar þriggja stiga körfur hjá heimamönnum á lokamínútunum og náðu gestirnir ekki að brúa bilið. Garðbæingar virtust ætla að halda uppteknum hætti frá síðasta leik miðað við byrjunina. Þeir skoruðu 31 stig í fyrsta leikhluta og spiluðu vörn sem Haukar náðu engan veginn að leysa. En eftir að gestirnir þéttu sinn leik til muna í öðrum leikhluta voru stigin fljót að skila sér og ekki leið á löngu þar til að munurinn var orðinn jafn. Eftir þetta var mikið jafnræði með liðunum enda skiptust þau alls sextán sinnum á forystunni í leiknum. Leikurinn var galopinn þar til á lokamínútunum er varnarleikurinn small aftur hjá heimamönnum og þeim tókst að þvinga gestunum í erfið skot sem ekki nýttust. Marvin Valdimarsson skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu í deildinni í vetur þegar lítið var eftir og kom sínum mönnum á bragðið. Jarrid Frye fylgdi eftir og þó svo að Haukar hafi verið nálægt því að minnka muninn í tvö stig á lokamínútunni tókst þeim ekki að brúa bilið. Haukar nýttu aðeins tólf af 22 vítaskotum sínum í kvöld en það er engu að síður mikil framför frá síðasta leik. En í jöfnum leik sem þessum munar um minna enda var skotnýting liðanna áþekk að öðru leyti. Heimamenn fráköstuðu einnig betur auk þess að tapa færri boltum. Frye skilaði mikilvægum stigum í kvöld og það gerði Justin Shouse líka þegar hann komst í gang. Maður leiksins var þó Ágúst Angantýsson sem náði að halda vel aftur af Alex Francis, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ágúst skilaði einnig átján stigum í sókn og tók alls tólf fráköst. Haukur Óskarsson skoraði fimmtán af 23 stigunum sínum í síðari hálfleik fyrir Hauka og var á köflum magnaður. Francis var þrátt fyrir allt drjúgur með 21 stig en þó undir meðaltalinu sínu. Emil Barja kom næstur með fjórtán stig en margir úr þessu stórskemmtilega liði Hauka náðu sér ekki nógu vel á strik að þessu sinni.Ívar: Þeir lömdu á Francis Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var þrátt fyrir allt ánægðari með leik sinna manna í kvöld en hann var síðast þegar þessi lið mættust. Þá fóru Garðbæingar illa með Hauka en í kvöld höfðu Stjörnumenn betur eftir jafna viðureign. „Sigurinn gat lent hvoru megin sem var en við klikkuðum á ýmsum smáatriðum í fjórða leikhluta sem kostaði okkur sigurinn. En heilt yfir spiluðum við ágætlega,“ sagði Ívar við Vísi eftir leikinn. „Bæði klikkuðum við á sendingum og dauðafærum sem við fengum, auk þess sem við töpuðum boltanum. Þetta eru grundvallarmistök sem mega ekki eiga sér stað á þessum tímapunkti í leiknum.“ Haukar byrjuðu þó rólega og fengu á sig 31 stig í fyrsta leikhluta. „Það var ekki fyrr en bekkurinn kom inn að þetta fór að ganga hjá okkur. Þeir börðust og gáfu okkur séns á að komast inn í leikinn sem var ánægjulegt.“ Alex Francis hefur átt erfitt uppdráttar gegn Ágústi Angantýssyni og félögum í vörn Stjörnunnar en Ívar var ekki ánægður með meðferðina sem hans maður fékk. „Þeir voru 2-3 stöðugt að berja á honum og það virtist allt vera leyfilegt. Á meðan fengum við allt dæmt á okkur - allar smávillurnar. Við fengum síðan villur á okkur sem þeir fengu ekki hér í lokin og fannst mér hallað okkur þar.“ Ívar er sem fyrr segir þó bjartsýnni nú en eftir leikinn á mánudag. Haukar byrjuðu tímabilið á að vinna fjóra leiki í röð en hafa nú tapað tveimur í Garðabænum á fáeinum dögum. „Það var ef til vill að há okkur að við vorum að spila gegn liðum sem við tókum fremur auðveldlega. Við vorum ekki tilbúnir í þá baráttu sem mætti okkur á mánudag.“ „Í dag var allt annað að sjá okkur. Vörnin var frábær í öðrum leikhluta og fín í þeim fjórða. En þá klikkuðum við í sókninni og þeir fengu hraðaupphlaup sem þeir nýttu sér. Það skildi á milli liðanna í kvöld.“Kjartan Atli: Ágúst var stórkostlegur Kjartan Atli Kjartansson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, segir erfitt að segja hvað hafi nákvæmlega skilað hans mönnum sigri í kvöld. „Það var samansafn af mörgum þáttum. Heilt yfir var frábær barátta og við byrjuðum vel. Svo fóru þeir að stjórna hraðanum í öðrum og þriðja leikhluta en við tókum aftur við stjórninni undir lokin og kláruðum leikinn.“ „Við vorum með ákveðið varnarplan í huga sem við náðum að framfylgja í fjórða leikhluta og það gerði mikið fyrir okkur.“ Kjartan Atli hrósaði Ágústi mikið fyrir frammistöðu sína í kvöld, bæði í vörn og sókn. „Hann er nú búinn að dekka Francis í tveimur leikjum í röð en það er eitt erfiðasta verkefni deildarinnar. Honum tókst að halda honum undir meðaltalinu í báðum leikjum og er þar að auki vaxandi í sínum sóknarleik.“ Ágúst var í KFÍ í fyrra og segir Kjartan Atli að hann og Jón Orri Kristjánsson séu báðir að koma sér inn í liðið og finna taktinn. „Það tekur auðvitað tíma en það sjá allir að Gústi gefur sig allan í þetta.“Ágúst: Jón Orri kann ekki að spila vörn á löppunum Ágúst Angantýsson segir að það hafi verið ánægjulegt að fá jafn krefjandi verkefni og að takast á við Haukamanninn Alex Francis. „Maður vill fá áskorun og hann er mjög góður leikmaður, þó svo að hann hafi verið á annarri löppinni í kvöld. Maður verður að bera virðingu fyrir honum,“ sagði Ágúst. Stjörnumenn virðast á góðri siglingu og hafa nú unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum eftir að hafa tapað tveimur fyrstu deildarleikjum vetrarins. „Við settum upp ákveðin gildi fyrir tímabilið sem við höfum verið að fylgja eftir. Mér fannst við gera það í þessum fyrstu tveimur leikjum án þess þó að það hafi skilað sér inni á vellinum.“ „En við héldum okkar striki og sýnum þolinmæði og það er að skila sér. En þetta er bara rétt að byrja og það er enn mikið eftir.“ „Haukar eru gott lið og það kom okkur ekki á óvart að við unnum þá. Við vorum vel undirbúnir og lokuðum á það sem þeir gera vel.“ Hann fékk aðeins tvær villur á sig í kvöld þrátt fyrir að hafa staðið í mikilli baráttu allan leikinn. „Ætli það skipti ekki mestu máli að halda sér rólegum. Maður reynir að standa á löppunum eins og maður getur. Meistari Jón [Orri Kristjánsson] fékk á sig villur út um allt - hann er greinilega svo trylltur. Hann kann ekki að spila vörn á löppunum,“ sagði hann og glotti.Stjarnan-Haukar 93-85 (31-20, 13-20, 24-27, 25-18)Stjarnan: Jarrid Frye 26/9 fráköst, Ágúst Angantýsson 18/12 fráköst, Justin Shouse 12, Marvin Valdimarsson 11, Dagur Kár Jónsson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 5.Haukar: Haukur Óskarsson 23, Alex Francis 21/15 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Barja 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Kári Jónsson 8, Hjálmar Stefánsson 7/4 fráköst, Kristinn Marinósson 6/7 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 4, Helgi Björn Einarsson 2.Leiklýsing: Stjarnan - HaukarLeik lokið | 93-85: Kristinn setti niður þrist og Francis fékk tækifæri til að minnka muninn í tvö stig á vítalínunni en klikkaði á báðum. Brotið á Ágústi sem kláraði sitt og tryggði sigurinn.39. mín | 89-82: Emil bjargar Haukum fyrir horn þegar skotklukkan er að renna út og Frye klikkar svo á þristi. Francis tapar svo boltanum þegar 1:16 er eftir og þá er ljóst að róðurinn er orðinn ansi þungur. Ágúst nuddar salti í sárin með troðslu.38. mín | 87-80: Þarna kom það, loksins. Fyrsti þristur vetrarins hjá Marvin í deildinni og hann gæti reynst ansi mikilvægur. Frye fylgir svo eftir með öðrum þristi. 2:13 eftir þegar Haukar taka leikhlé.36. mín | 80-78: Sæmundur með alley-oop troðslu eftir sendingu Shouse. Kveikir í kofanum.35. mín | 74-74: Emil kominn líka með fjórar villur og Francis þrjár. Brothætt hjá Haukunum fyrir lokasprettinn. Jón Orri líka kominn með fjórar hjá Stjörnunni en Ágúst er enn bara með tvær.33. mín | 72-69: Shouse stal boltanum af Emil og kom honum fram á Frye sem skoraði með troðslu. Haukar taka leikhlé og fara yfir málin.32. mín | 70-69: Haukur er kominn með 23 stig fyrir Hauka en hann er kominn með fjórar villur. Er tekinn af velli í bili en hann hefur verið sjóðheitur í seinni hálfleik.Þriðja leikhluta lokið | 68-67: Frye skilaði fimm stigum í röð og heldur spennu í þessu. Bæði lið hafa komist á sprett en hitt liðið alltaf átt svar. Liðin hafa skipst á að vera í forystu fjórtán sinnum í leiknum.28. mín | 61-65: Haukur er að kveikja í sínum mönnum, bæði í vörn og sókn. Setti niður þriðja þristinn í röð áðan og var að fiska ruðning á Shouse. Stjörnumenn þurfa að svara þessu.25. mín | 52-55: Þrír þristar í röð hjá Haukum. Fyrst Kári og svo tveir frá Hauki. Gestirnir komast yfir. Kári er allur að koma til eftir að hafa haft hægt um sig í fyrri hálfleik. 23. mín | 50-46: Leikaraskapur dæmdur á Francis. Það er ýmsilegt sem ekki gengur að óskum hjá honum í kvöld. Bæði lið byrja seinni hálfleikinn af krafti.Tölfræði fyrri hálfleiks: Haukar hafa stórbætt nýtinguna sína eftir slakan fyrsta leikhluta. Fóru svo úr fimm fráköstum í fyrsta leikhluta í sextán í öðrum. Stjarnan þó með fleiri fráköst, 26-21 og færri tapaða bolta 2-5. Þá þurfa Haukar að bæta vítanýtinguna sína (11/18). Frye er með þrettán stig fyrir Stjörnuna og Ágúst átta. Francis með tíu hjá Haukum og Haukur átta.Fyrri hálfleik lokið | 44-40: Stjörnumenn svöruðu þessum góða kafla Hauka með því að endurheimta forystuna. Skemmtilegur fyrri hálfleikur að baki, mikið barist en það gæti reynst Stjörnumönnum dýrkeypt að vera með Tómas Þórð (4 villur) og Jón Orra (3 villur) í villuvandræðum. Þetta er galopinn leikur.18. mín | 37-38: Haukar komust yfir í stöðunni 35-36. Algerð viðsnúningur í öðrum leikhluta. Vantar flæði í sóknarleik Stjörnunnar og gestirnir eru að láta heimamenn finna fyrir því undir körfunni.15. mín | 35-32: Þvílík innkoma hjá Hjálmari Stefánssyni. Setti þrist áðan og nú var hann að bjóða upp á eina rándýra troðslu. Sýning.14. mín | 35-30: Haukar eru að reyna að koma Francis í gang en hann hefur verið undir í baráttunni við Ágúst. Betra hjá Haukum og heimamenn taka leikhlé. Hrafn lætur vel í sér heyra.Fyrsta leikhluta lokið | 31-20: 31 stig hjá Stjörnunni í fyrsta leikhluta. Það segir sitt um varnarleik gestanna og bæði lið virðast ætla að taka upp þráðinn frá því sem frá var horfið í síðasta leik. Mikil barátta í þessum leik en heilt yfir eru Stjörnumenn bæði að hitta betur og frákasta mun betur (16-7)7. mín | 22-11: Þriðja villan á Tómas. Stjarnan er komin með samtals sex villur í leiknum til þessa.6. mín | 19-11: Óíþróttamannsleg villa dæmd á Frye. Eins og ég sagði, það er hiti í mönnum. Hrafn tekur Frye út af.5. mín | 17-9: Haukarnir eru að hitna. Betri skot og láta aðeins finna meira sér í vörninni. Í raun er hörkubarátta á báðum endum vallarins enda nóg af villum.3. mín | 8-3: Byrjar illa fyrir Haukana. Hitta illa og varnarleikurinn er enginn.1. mín | 2-0: Stjörnumenn vinna uppkastið og Jón Orri fylgir eftir skoti Frye og skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Hér eru áhorfendur byrjaðir að týnast inn og óskandi að það verði fín stemning á þessum bæjarslag Garðabæjar og Hafnarfjarðar.Fyrir leik: „Ég sagði það fyrir tímabilið að ég væri spenntur fyrir þessum strák og við værum að fá mun öflugri leikmann en Terrence Watson sem var með okkur í fyrra. Þetta er strákur sem er að koma beint úr skóla og hefur verið alveg frábær,“ sagði þjálfarinn Ívar Ásgrímsson við Fréttablaðið á dögunum um Bandaríkjamanninn Alex Francis sem hefur byrjað frábærlega með Haukum í haust.Fyrir leik: Þá aðeins að Haukum. Alex Francis (26,0 stig, 17,5 fráköst) hefur verið magnaður sem og Emil Barja (7,5 stig, 8,0 fráköst, 6,8 stoðsendingar). Haukur Óskarsson og Kári Jónsson hafa hitt mjög vel og Kristinn Marinósson skilað sínu og gott betur. Stórskemmtilegt lið þar á ferð.Fyrir leik: Þess má geta að svo ótrúlega vill til að Marvin Valdimarsson á enn eftir að hitta utan þriggja stiga línunnar í deildinni. Hann hefur tekið samtals tíu þriggja stiga skot til þessa í leikjunum fjórum. Marvin setti þó niður tvo þrista í bikarleiknum á mánudag.Fyrir leik: Hinn stórefnilegi Dagur Kár Jónsson er stigahæsti Stjörnumaðurinn á tímabilinu til þessa með 20,8 stig í leik. Hann á einnig flestar stoðsendingar (4,8) en Jarrid Frye flest fráköst (10,3) að meðaltali.Fyrir leik: Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar og er efsti sex liða hópi sem eru með fjögur stig af átta mögulegum. Liðið byrjaði tímabilið á tveimur tapleikjum en hefur nú unnið tvo í röð, gegn Grindavík og Snæfelli.Fyrir leik: Haukar og KR eru einu ósigruðu lið deildarinnar eftir fjórar umferðir en þess ber að geta að KR mætir Grindavík á heimavelli sínum í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Hauka lýst. Þetta er í annað skipti sem þessi lið etja kappi á aðeins nokkrum dögum en á mánudag hafði Stjarnan betur í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar, 99-73. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Stjarnan vann sinn annan sigur á Haukum á aðeins nokkrum dögum og varð fyrsta liðið til að vinna Hafnfirðinga í Domino's-deild karla í vetur. Þessi lið mættust í bikarnum á mánudagskvöld og þar unnu Garðbæingar sannfærandi sigur. Meira jafnræði var með liðunum í kvöld þó svo að Stjörnumenn hafi byrjað betur og verið með frumkvæðið framan af. Eftir jafnan seinni hálfleik komu nokkrar mikilvægar þriggja stiga körfur hjá heimamönnum á lokamínútunum og náðu gestirnir ekki að brúa bilið. Garðbæingar virtust ætla að halda uppteknum hætti frá síðasta leik miðað við byrjunina. Þeir skoruðu 31 stig í fyrsta leikhluta og spiluðu vörn sem Haukar náðu engan veginn að leysa. En eftir að gestirnir þéttu sinn leik til muna í öðrum leikhluta voru stigin fljót að skila sér og ekki leið á löngu þar til að munurinn var orðinn jafn. Eftir þetta var mikið jafnræði með liðunum enda skiptust þau alls sextán sinnum á forystunni í leiknum. Leikurinn var galopinn þar til á lokamínútunum er varnarleikurinn small aftur hjá heimamönnum og þeim tókst að þvinga gestunum í erfið skot sem ekki nýttust. Marvin Valdimarsson skoraði sína fyrstu þriggja stiga körfu í deildinni í vetur þegar lítið var eftir og kom sínum mönnum á bragðið. Jarrid Frye fylgdi eftir og þó svo að Haukar hafi verið nálægt því að minnka muninn í tvö stig á lokamínútunni tókst þeim ekki að brúa bilið. Haukar nýttu aðeins tólf af 22 vítaskotum sínum í kvöld en það er engu að síður mikil framför frá síðasta leik. En í jöfnum leik sem þessum munar um minna enda var skotnýting liðanna áþekk að öðru leyti. Heimamenn fráköstuðu einnig betur auk þess að tapa færri boltum. Frye skilaði mikilvægum stigum í kvöld og það gerði Justin Shouse líka þegar hann komst í gang. Maður leiksins var þó Ágúst Angantýsson sem náði að halda vel aftur af Alex Francis, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ágúst skilaði einnig átján stigum í sókn og tók alls tólf fráköst. Haukur Óskarsson skoraði fimmtán af 23 stigunum sínum í síðari hálfleik fyrir Hauka og var á köflum magnaður. Francis var þrátt fyrir allt drjúgur með 21 stig en þó undir meðaltalinu sínu. Emil Barja kom næstur með fjórtán stig en margir úr þessu stórskemmtilega liði Hauka náðu sér ekki nógu vel á strik að þessu sinni.Ívar: Þeir lömdu á Francis Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var þrátt fyrir allt ánægðari með leik sinna manna í kvöld en hann var síðast þegar þessi lið mættust. Þá fóru Garðbæingar illa með Hauka en í kvöld höfðu Stjörnumenn betur eftir jafna viðureign. „Sigurinn gat lent hvoru megin sem var en við klikkuðum á ýmsum smáatriðum í fjórða leikhluta sem kostaði okkur sigurinn. En heilt yfir spiluðum við ágætlega,“ sagði Ívar við Vísi eftir leikinn. „Bæði klikkuðum við á sendingum og dauðafærum sem við fengum, auk þess sem við töpuðum boltanum. Þetta eru grundvallarmistök sem mega ekki eiga sér stað á þessum tímapunkti í leiknum.“ Haukar byrjuðu þó rólega og fengu á sig 31 stig í fyrsta leikhluta. „Það var ekki fyrr en bekkurinn kom inn að þetta fór að ganga hjá okkur. Þeir börðust og gáfu okkur séns á að komast inn í leikinn sem var ánægjulegt.“ Alex Francis hefur átt erfitt uppdráttar gegn Ágústi Angantýssyni og félögum í vörn Stjörnunnar en Ívar var ekki ánægður með meðferðina sem hans maður fékk. „Þeir voru 2-3 stöðugt að berja á honum og það virtist allt vera leyfilegt. Á meðan fengum við allt dæmt á okkur - allar smávillurnar. Við fengum síðan villur á okkur sem þeir fengu ekki hér í lokin og fannst mér hallað okkur þar.“ Ívar er sem fyrr segir þó bjartsýnni nú en eftir leikinn á mánudag. Haukar byrjuðu tímabilið á að vinna fjóra leiki í röð en hafa nú tapað tveimur í Garðabænum á fáeinum dögum. „Það var ef til vill að há okkur að við vorum að spila gegn liðum sem við tókum fremur auðveldlega. Við vorum ekki tilbúnir í þá baráttu sem mætti okkur á mánudag.“ „Í dag var allt annað að sjá okkur. Vörnin var frábær í öðrum leikhluta og fín í þeim fjórða. En þá klikkuðum við í sókninni og þeir fengu hraðaupphlaup sem þeir nýttu sér. Það skildi á milli liðanna í kvöld.“Kjartan Atli: Ágúst var stórkostlegur Kjartan Atli Kjartansson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, segir erfitt að segja hvað hafi nákvæmlega skilað hans mönnum sigri í kvöld. „Það var samansafn af mörgum þáttum. Heilt yfir var frábær barátta og við byrjuðum vel. Svo fóru þeir að stjórna hraðanum í öðrum og þriðja leikhluta en við tókum aftur við stjórninni undir lokin og kláruðum leikinn.“ „Við vorum með ákveðið varnarplan í huga sem við náðum að framfylgja í fjórða leikhluta og það gerði mikið fyrir okkur.“ Kjartan Atli hrósaði Ágústi mikið fyrir frammistöðu sína í kvöld, bæði í vörn og sókn. „Hann er nú búinn að dekka Francis í tveimur leikjum í röð en það er eitt erfiðasta verkefni deildarinnar. Honum tókst að halda honum undir meðaltalinu í báðum leikjum og er þar að auki vaxandi í sínum sóknarleik.“ Ágúst var í KFÍ í fyrra og segir Kjartan Atli að hann og Jón Orri Kristjánsson séu báðir að koma sér inn í liðið og finna taktinn. „Það tekur auðvitað tíma en það sjá allir að Gústi gefur sig allan í þetta.“Ágúst: Jón Orri kann ekki að spila vörn á löppunum Ágúst Angantýsson segir að það hafi verið ánægjulegt að fá jafn krefjandi verkefni og að takast á við Haukamanninn Alex Francis. „Maður vill fá áskorun og hann er mjög góður leikmaður, þó svo að hann hafi verið á annarri löppinni í kvöld. Maður verður að bera virðingu fyrir honum,“ sagði Ágúst. Stjörnumenn virðast á góðri siglingu og hafa nú unnið fjóra leiki í röð í öllum keppnum eftir að hafa tapað tveimur fyrstu deildarleikjum vetrarins. „Við settum upp ákveðin gildi fyrir tímabilið sem við höfum verið að fylgja eftir. Mér fannst við gera það í þessum fyrstu tveimur leikjum án þess þó að það hafi skilað sér inni á vellinum.“ „En við héldum okkar striki og sýnum þolinmæði og það er að skila sér. En þetta er bara rétt að byrja og það er enn mikið eftir.“ „Haukar eru gott lið og það kom okkur ekki á óvart að við unnum þá. Við vorum vel undirbúnir og lokuðum á það sem þeir gera vel.“ Hann fékk aðeins tvær villur á sig í kvöld þrátt fyrir að hafa staðið í mikilli baráttu allan leikinn. „Ætli það skipti ekki mestu máli að halda sér rólegum. Maður reynir að standa á löppunum eins og maður getur. Meistari Jón [Orri Kristjánsson] fékk á sig villur út um allt - hann er greinilega svo trylltur. Hann kann ekki að spila vörn á löppunum,“ sagði hann og glotti.Stjarnan-Haukar 93-85 (31-20, 13-20, 24-27, 25-18)Stjarnan: Jarrid Frye 26/9 fráköst, Ágúst Angantýsson 18/12 fráköst, Justin Shouse 12, Marvin Valdimarsson 11, Dagur Kár Jónsson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 5.Haukar: Haukur Óskarsson 23, Alex Francis 21/15 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Barja 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Kári Jónsson 8, Hjálmar Stefánsson 7/4 fráköst, Kristinn Marinósson 6/7 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 4, Helgi Björn Einarsson 2.Leiklýsing: Stjarnan - HaukarLeik lokið | 93-85: Kristinn setti niður þrist og Francis fékk tækifæri til að minnka muninn í tvö stig á vítalínunni en klikkaði á báðum. Brotið á Ágústi sem kláraði sitt og tryggði sigurinn.39. mín | 89-82: Emil bjargar Haukum fyrir horn þegar skotklukkan er að renna út og Frye klikkar svo á þristi. Francis tapar svo boltanum þegar 1:16 er eftir og þá er ljóst að róðurinn er orðinn ansi þungur. Ágúst nuddar salti í sárin með troðslu.38. mín | 87-80: Þarna kom það, loksins. Fyrsti þristur vetrarins hjá Marvin í deildinni og hann gæti reynst ansi mikilvægur. Frye fylgir svo eftir með öðrum þristi. 2:13 eftir þegar Haukar taka leikhlé.36. mín | 80-78: Sæmundur með alley-oop troðslu eftir sendingu Shouse. Kveikir í kofanum.35. mín | 74-74: Emil kominn líka með fjórar villur og Francis þrjár. Brothætt hjá Haukunum fyrir lokasprettinn. Jón Orri líka kominn með fjórar hjá Stjörnunni en Ágúst er enn bara með tvær.33. mín | 72-69: Shouse stal boltanum af Emil og kom honum fram á Frye sem skoraði með troðslu. Haukar taka leikhlé og fara yfir málin.32. mín | 70-69: Haukur er kominn með 23 stig fyrir Hauka en hann er kominn með fjórar villur. Er tekinn af velli í bili en hann hefur verið sjóðheitur í seinni hálfleik.Þriðja leikhluta lokið | 68-67: Frye skilaði fimm stigum í röð og heldur spennu í þessu. Bæði lið hafa komist á sprett en hitt liðið alltaf átt svar. Liðin hafa skipst á að vera í forystu fjórtán sinnum í leiknum.28. mín | 61-65: Haukur er að kveikja í sínum mönnum, bæði í vörn og sókn. Setti niður þriðja þristinn í röð áðan og var að fiska ruðning á Shouse. Stjörnumenn þurfa að svara þessu.25. mín | 52-55: Þrír þristar í röð hjá Haukum. Fyrst Kári og svo tveir frá Hauki. Gestirnir komast yfir. Kári er allur að koma til eftir að hafa haft hægt um sig í fyrri hálfleik. 23. mín | 50-46: Leikaraskapur dæmdur á Francis. Það er ýmsilegt sem ekki gengur að óskum hjá honum í kvöld. Bæði lið byrja seinni hálfleikinn af krafti.Tölfræði fyrri hálfleiks: Haukar hafa stórbætt nýtinguna sína eftir slakan fyrsta leikhluta. Fóru svo úr fimm fráköstum í fyrsta leikhluta í sextán í öðrum. Stjarnan þó með fleiri fráköst, 26-21 og færri tapaða bolta 2-5. Þá þurfa Haukar að bæta vítanýtinguna sína (11/18). Frye er með þrettán stig fyrir Stjörnuna og Ágúst átta. Francis með tíu hjá Haukum og Haukur átta.Fyrri hálfleik lokið | 44-40: Stjörnumenn svöruðu þessum góða kafla Hauka með því að endurheimta forystuna. Skemmtilegur fyrri hálfleikur að baki, mikið barist en það gæti reynst Stjörnumönnum dýrkeypt að vera með Tómas Þórð (4 villur) og Jón Orra (3 villur) í villuvandræðum. Þetta er galopinn leikur.18. mín | 37-38: Haukar komust yfir í stöðunni 35-36. Algerð viðsnúningur í öðrum leikhluta. Vantar flæði í sóknarleik Stjörnunnar og gestirnir eru að láta heimamenn finna fyrir því undir körfunni.15. mín | 35-32: Þvílík innkoma hjá Hjálmari Stefánssyni. Setti þrist áðan og nú var hann að bjóða upp á eina rándýra troðslu. Sýning.14. mín | 35-30: Haukar eru að reyna að koma Francis í gang en hann hefur verið undir í baráttunni við Ágúst. Betra hjá Haukum og heimamenn taka leikhlé. Hrafn lætur vel í sér heyra.Fyrsta leikhluta lokið | 31-20: 31 stig hjá Stjörnunni í fyrsta leikhluta. Það segir sitt um varnarleik gestanna og bæði lið virðast ætla að taka upp þráðinn frá því sem frá var horfið í síðasta leik. Mikil barátta í þessum leik en heilt yfir eru Stjörnumenn bæði að hitta betur og frákasta mun betur (16-7)7. mín | 22-11: Þriðja villan á Tómas. Stjarnan er komin með samtals sex villur í leiknum til þessa.6. mín | 19-11: Óíþróttamannsleg villa dæmd á Frye. Eins og ég sagði, það er hiti í mönnum. Hrafn tekur Frye út af.5. mín | 17-9: Haukarnir eru að hitna. Betri skot og láta aðeins finna meira sér í vörninni. Í raun er hörkubarátta á báðum endum vallarins enda nóg af villum.3. mín | 8-3: Byrjar illa fyrir Haukana. Hitta illa og varnarleikurinn er enginn.1. mín | 2-0: Stjörnumenn vinna uppkastið og Jón Orri fylgir eftir skoti Frye og skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Hér eru áhorfendur byrjaðir að týnast inn og óskandi að það verði fín stemning á þessum bæjarslag Garðabæjar og Hafnarfjarðar.Fyrir leik: „Ég sagði það fyrir tímabilið að ég væri spenntur fyrir þessum strák og við værum að fá mun öflugri leikmann en Terrence Watson sem var með okkur í fyrra. Þetta er strákur sem er að koma beint úr skóla og hefur verið alveg frábær,“ sagði þjálfarinn Ívar Ásgrímsson við Fréttablaðið á dögunum um Bandaríkjamanninn Alex Francis sem hefur byrjað frábærlega með Haukum í haust.Fyrir leik: Þá aðeins að Haukum. Alex Francis (26,0 stig, 17,5 fráköst) hefur verið magnaður sem og Emil Barja (7,5 stig, 8,0 fráköst, 6,8 stoðsendingar). Haukur Óskarsson og Kári Jónsson hafa hitt mjög vel og Kristinn Marinósson skilað sínu og gott betur. Stórskemmtilegt lið þar á ferð.Fyrir leik: Þess má geta að svo ótrúlega vill til að Marvin Valdimarsson á enn eftir að hitta utan þriggja stiga línunnar í deildinni. Hann hefur tekið samtals tíu þriggja stiga skot til þessa í leikjunum fjórum. Marvin setti þó niður tvo þrista í bikarleiknum á mánudag.Fyrir leik: Hinn stórefnilegi Dagur Kár Jónsson er stigahæsti Stjörnumaðurinn á tímabilinu til þessa með 20,8 stig í leik. Hann á einnig flestar stoðsendingar (4,8) en Jarrid Frye flest fráköst (10,3) að meðaltali.Fyrir leik: Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar og er efsti sex liða hópi sem eru með fjögur stig af átta mögulegum. Liðið byrjaði tímabilið á tveimur tapleikjum en hefur nú unnið tvo í röð, gegn Grindavík og Snæfelli.Fyrir leik: Haukar og KR eru einu ósigruðu lið deildarinnar eftir fjórar umferðir en þess ber að geta að KR mætir Grindavík á heimavelli sínum í kvöld.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og Hauka lýst. Þetta er í annað skipti sem þessi lið etja kappi á aðeins nokkrum dögum en á mánudag hafði Stjarnan betur í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar, 99-73.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira