Ívar: Það má alveg venjast þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2014 09:00 Kári Jónsson hefur skorað 16,0 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum en hann er bara 17 ára. Vísir/Valli „Ég er mjög sáttur, eins og við Haukarnir. Það má alveg venjast þessu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Hauka í körfubolta, við Fréttablaðið um byrjunina á vetrinum hjá lærisveinum og lærimeyjum hans. Karlalið Hauka trónir á toppi Dominos-deildarinnar með fullt hús eftir fjóra leiki og kornungt kvennaliðið hefur komið öllum á óvart, er búið að finna fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Dominos-deild kvenna. Karlalið Hauka var nýliði í deildinni í fyrra en sýndi að þar var eitthvað gott að gerast. Liðið hafnaði í fjórða sæti en var sent í sumarfrí af Njarðvík eftir 3-0 tap í úrslitakeppninni. Úrslitin í öllum leikjunum réðust á lokamínútunum.Alið suma upp sjálfur Haukar hafa tekið upp þráðinn frá því í fyrra og bætt við. „Það sem er að skila okkur þessu er uppbygging innan félagsins,“ segir Ívar sem sjálfur er mikill Haukamaður og var í eina Íslandsmeistaraliði karlanna árið 1988. „Við spilum eingöngu á uppöldum strákum fyrir utan erlenda leikmaninn. Sigurður Einarsson er Njarðvíkingur að upplagi en er búinn að vera hjá okkur í fimmtán ár þannig að ég kalla hann Haukamann. Velgengni Haukaliðsins gæti komið einhverjum á óvart þar sem því var spáð sjötta sæti fyrir tímabilið. Að einhverju leyti var það byggt á sumarkaupunum sem voru engin. „Við missum þrjá leikmenn frá því í fyrra en fáum engan. Við ákváðum að nota ungu stráka sem við teljum vera mjög góða,“ segir Ívar, en þó ýmis lið reyni að spila á uppöldum íþróttamönnum gengur ekkert alltaf að búa til sigurlið með svoleiðis formúlu. „Það er auðvitað æðislegt að vera að vinna leiki og geta notað okkar eigin stráka. Suma þessa stráka eins og þá sem eru fæddir 1996 og Kára Jónsson sem er fæddur 1997 hef ég alið upp sjálfur. Svo tók ég við Emil Barja og fleiri ungum líka,“ segir Ívar.Kaninn alveg frábær Staða Hauka í Dominos-deild karla kemur þjálfaranum ekkert á óvart því liðið ætlaði að vera á meðal bestu liða deildarinnar á tímabilinu. „Við settum það markmið að vera eitt af fjórum efstu liðunum þannig að þetta er ekkert annað en við bjuggumst við, en við eigum eftir að spila við góð lið. Það verður prófraun að spila tvisvar við Stjörnuna í deild og bikar í næstu viku,“ segir Ívar sem fékk til sín nýjan Bandaríkjamann, Alex Francis, sem hefur byrjað frábærlega. „Ég sagði það fyrir tímabilið að ég væri spenntur fyrir þessum strák og við værum að fá mun öflugri leikmann en Terrence Watson sem var með okkur í fyrra. Þetta er strákur sem er að koma beint úr skóla og hefur verið alveg frábær.“ Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, hefur ekki skorað mikið það sem af er tímabili, en Ívari er nákvæmlega sama um það. „Við erum stigahæsta liðið í deildinni þannig að mér er alveg sama þó Emil skori fjögur stig í leik. Hann spilaði sinn besta leik til þessa á móti Skallagrími og skilaði varnarhlutverkinu frábærlega.“Stelpurnar komið á óvart Kvennalið Hauka er óvænt í toppbaráttunni í Dominos-deild kvenna eftir fimm umferðir, en þar er verið að spila á nánast nýju liði. „Við misstum fimm leikmenn sem voru í 26 manna landsliðshópi Íslands í sumar og fengum ekkert á móti. Þessi staða hefur því komið okkur á óvart. Ég verð að segja það,“ segir Ívar. „Ég held að flest lið hefðu lagt upp laupana hefðu þau verið í okkar stöðu í sumar, en stelpurnar hafa staðið sig vel. Það bjóst enginn við þessu af okkur þannig að þetta gefur bara góð fyrirheit.“ Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
„Ég er mjög sáttur, eins og við Haukarnir. Það má alveg venjast þessu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Hauka í körfubolta, við Fréttablaðið um byrjunina á vetrinum hjá lærisveinum og lærimeyjum hans. Karlalið Hauka trónir á toppi Dominos-deildarinnar með fullt hús eftir fjóra leiki og kornungt kvennaliðið hefur komið öllum á óvart, er búið að finna fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Dominos-deild kvenna. Karlalið Hauka var nýliði í deildinni í fyrra en sýndi að þar var eitthvað gott að gerast. Liðið hafnaði í fjórða sæti en var sent í sumarfrí af Njarðvík eftir 3-0 tap í úrslitakeppninni. Úrslitin í öllum leikjunum réðust á lokamínútunum.Alið suma upp sjálfur Haukar hafa tekið upp þráðinn frá því í fyrra og bætt við. „Það sem er að skila okkur þessu er uppbygging innan félagsins,“ segir Ívar sem sjálfur er mikill Haukamaður og var í eina Íslandsmeistaraliði karlanna árið 1988. „Við spilum eingöngu á uppöldum strákum fyrir utan erlenda leikmaninn. Sigurður Einarsson er Njarðvíkingur að upplagi en er búinn að vera hjá okkur í fimmtán ár þannig að ég kalla hann Haukamann. Velgengni Haukaliðsins gæti komið einhverjum á óvart þar sem því var spáð sjötta sæti fyrir tímabilið. Að einhverju leyti var það byggt á sumarkaupunum sem voru engin. „Við missum þrjá leikmenn frá því í fyrra en fáum engan. Við ákváðum að nota ungu stráka sem við teljum vera mjög góða,“ segir Ívar, en þó ýmis lið reyni að spila á uppöldum íþróttamönnum gengur ekkert alltaf að búa til sigurlið með svoleiðis formúlu. „Það er auðvitað æðislegt að vera að vinna leiki og geta notað okkar eigin stráka. Suma þessa stráka eins og þá sem eru fæddir 1996 og Kára Jónsson sem er fæddur 1997 hef ég alið upp sjálfur. Svo tók ég við Emil Barja og fleiri ungum líka,“ segir Ívar.Kaninn alveg frábær Staða Hauka í Dominos-deild karla kemur þjálfaranum ekkert á óvart því liðið ætlaði að vera á meðal bestu liða deildarinnar á tímabilinu. „Við settum það markmið að vera eitt af fjórum efstu liðunum þannig að þetta er ekkert annað en við bjuggumst við, en við eigum eftir að spila við góð lið. Það verður prófraun að spila tvisvar við Stjörnuna í deild og bikar í næstu viku,“ segir Ívar sem fékk til sín nýjan Bandaríkjamann, Alex Francis, sem hefur byrjað frábærlega. „Ég sagði það fyrir tímabilið að ég væri spenntur fyrir þessum strák og við værum að fá mun öflugri leikmann en Terrence Watson sem var með okkur í fyrra. Þetta er strákur sem er að koma beint úr skóla og hefur verið alveg frábær.“ Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, hefur ekki skorað mikið það sem af er tímabili, en Ívari er nákvæmlega sama um það. „Við erum stigahæsta liðið í deildinni þannig að mér er alveg sama þó Emil skori fjögur stig í leik. Hann spilaði sinn besta leik til þessa á móti Skallagrími og skilaði varnarhlutverkinu frábærlega.“Stelpurnar komið á óvart Kvennalið Hauka er óvænt í toppbaráttunni í Dominos-deild kvenna eftir fimm umferðir, en þar er verið að spila á nánast nýju liði. „Við misstum fimm leikmenn sem voru í 26 manna landsliðshópi Íslands í sumar og fengum ekkert á móti. Þessi staða hefur því komið okkur á óvart. Ég verð að segja það,“ segir Ívar. „Ég held að flest lið hefðu lagt upp laupana hefðu þau verið í okkar stöðu í sumar, en stelpurnar hafa staðið sig vel. Það bjóst enginn við þessu af okkur þannig að þetta gefur bara góð fyrirheit.“
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira