Innlent

Vill verja dreifða starfsemi og efla starfsstöðvar úti á landi

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/GVA
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að hann hafi lagt á það áherslu við forstöðumenn stofnana sem heyra undir ráðuneytið að leitast við að verja dreifða starfsemi og efla starfsstöðvar með það að markmiði að auka framboð opinberra sérfræðistarfa á landsbyggðinni.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, varaþingmanni Vinstri grænna þar sem hann spurði hvort fyrirhugað væri að flytja höfuðstöðvar eða starfsstöðvar einhverra þeirra stofnana sem undir ráðherra heyra. „Ef svo er, óskast greint frá því hvaða starfsemi á í hlut og hvaðan og hvert starfsemin verður flutt“.

Í svarinu kemur fram að undir ráðherra heyri Byggðastofnun, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun, Matís og Matvælastofnun. „Höfuðstöðvar Byggðastofnununar eru á Sauðárkróki og Matvælastofnunar á Selfossi. Ráðherra hefur kynnt áform um flutning höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar.

Allar stofnanirnar eru með starfsstöðvar utan höfuðstöðva. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir m.a. að mikilvægt sé að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa. Ráðherra hefur því lagt á það áherslu við forstöðumenn umræddra stofnana að leitast við að verja dreifða starfsemi og efla starfsstöðvar með það að markmiði að auka framboð opinberra sérfræðistarfa á landsbyggðinni,“ segir í svarinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×