Samræður foreldra góð vörn í baráttunni gegn einelti Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 09:00 Félagsvandi. Með aukinni tölvunotkun unglinga og barna er hætta á að þau einangri sig meira. NORDICPHOTOS/GETTY „Þegar samskipti milli foreldra grunnskólabarna eru lítil er meiri hætta á því að einelti og samskiptavandi verði orðið alvarlegt vandamál þegar loks er tekið á því. Þá er hætta á að einstaka foreldrar, það er foreldrar þolanda, upplifi sig í einangrun.“ Þetta segir Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur sem starfar í fjórum grunnskólum í Kópavogi. Helst vill hann sjá að foreldrar myndi samtök strax þegar börnin byrja í sex ára bekk og séu virk í þeim út grunnskólagönguna. „Eitt af því sem mér finnst gríðarlega mikilvægt í sambandi við einelti er að foreldrar hittist meira og tali saman. Foreldrar mættu ræða og fræðast um félagsfærni, um það hvernig bekknum er að ganga sem heild, hvernig barni þeirra líður, hvernig börnum annarra líður, hvort einhver sé skilinn út undan og svo framvegis. Þá væri gott ef einhver stýrði fundinum, til dæmis umsjónarkennari, námsráðgjafi eða skólasálfræðingur. Við megum ekki gefast upp í vinnunni gegn einelti og við þurfum sífellt að reyna að bæta verklag og huga að nýjum leiðum sem gætu þjónað forvarnahlutverki.“benedikt Bragi SigurðssonÍ bæklingi, sem Benedikt hefur samið og sent foreldrum í fyrsta bekk í skólunum sem hann starfar í, hvetur hann foreldra til að bregðast við félagslegum vanda barna á jákvæðan hátt. „Í bæklingnum er meðal annars fjallað um félagsfærni barna, hvað félagsfærni er og hvernig megi efla hana. Þá eru örfá orð um þunglyndi og kvíða,“ greinir hann frá. Benedikt segir allan gang á því hvernig börnunum í skólunum sem hann starfar í líður. „Mín tilfinning er að næstu árum verði aukning á félagsvanda og félagsfælni. Þessi vandi, sem þegar er orðinn mikill, liggur meðal annars í því að börn verja of miklum tíma í sjónvarpsáhorf og tölvuleiki. Með aukinni tölvunotkun unglinga og barna er hætta á að þau einangri sig meira.“ Sálfræðingurinn tekur það fram að það að hittast í tölvuleik eða á Facebook sé ekki það sama og að hittast. „Það er líka mikilvægt að foreldrar verji tíma með börnunum og þá ekki bara með því að hafa þau í kringum sig.“ Samskiptavandi er algengur meðal barna á aldrinum 6 til 12 ára, að því er Benedikt greinir frá. „Á þessum aldri eru börn að læra samskipti og hvernig er að vera góður vinur, hvenær eigi að gefa eftir, hvernig eigi að deila með sér og fylgja reglum í hópastarfi svo eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þetta nám barnanna svo að þeir geti hjálpað þeim sem best. Þessi lærdómur er ekki síður mikilvægur en hvað annað, svo sem íslenska og stærðfræði. Samt er eins og foreldrar leggi miklu minni áherslu á félagsfærni og samskipti heldur en margt annað.“ Að sögn Benedikts hafa margir haft á orði við hann að þeim finnist kvíði vera vaxandi vandamál hjá börnum á Íslandi. „Það er mikilvægt að þekkja sem best einkenni og eðli kvíða og þunglyndis, sérstaklega fyrir þá sem starfa í grunnskólum. Þá eru þeir betur í stakk búnir til að hjálpa börnum og foreldrum þeirra og jafnvel til þess að fyrirbyggja vandann.“ Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Þegar samskipti milli foreldra grunnskólabarna eru lítil er meiri hætta á því að einelti og samskiptavandi verði orðið alvarlegt vandamál þegar loks er tekið á því. Þá er hætta á að einstaka foreldrar, það er foreldrar þolanda, upplifi sig í einangrun.“ Þetta segir Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur sem starfar í fjórum grunnskólum í Kópavogi. Helst vill hann sjá að foreldrar myndi samtök strax þegar börnin byrja í sex ára bekk og séu virk í þeim út grunnskólagönguna. „Eitt af því sem mér finnst gríðarlega mikilvægt í sambandi við einelti er að foreldrar hittist meira og tali saman. Foreldrar mættu ræða og fræðast um félagsfærni, um það hvernig bekknum er að ganga sem heild, hvernig barni þeirra líður, hvernig börnum annarra líður, hvort einhver sé skilinn út undan og svo framvegis. Þá væri gott ef einhver stýrði fundinum, til dæmis umsjónarkennari, námsráðgjafi eða skólasálfræðingur. Við megum ekki gefast upp í vinnunni gegn einelti og við þurfum sífellt að reyna að bæta verklag og huga að nýjum leiðum sem gætu þjónað forvarnahlutverki.“benedikt Bragi SigurðssonÍ bæklingi, sem Benedikt hefur samið og sent foreldrum í fyrsta bekk í skólunum sem hann starfar í, hvetur hann foreldra til að bregðast við félagslegum vanda barna á jákvæðan hátt. „Í bæklingnum er meðal annars fjallað um félagsfærni barna, hvað félagsfærni er og hvernig megi efla hana. Þá eru örfá orð um þunglyndi og kvíða,“ greinir hann frá. Benedikt segir allan gang á því hvernig börnunum í skólunum sem hann starfar í líður. „Mín tilfinning er að næstu árum verði aukning á félagsvanda og félagsfælni. Þessi vandi, sem þegar er orðinn mikill, liggur meðal annars í því að börn verja of miklum tíma í sjónvarpsáhorf og tölvuleiki. Með aukinni tölvunotkun unglinga og barna er hætta á að þau einangri sig meira.“ Sálfræðingurinn tekur það fram að það að hittast í tölvuleik eða á Facebook sé ekki það sama og að hittast. „Það er líka mikilvægt að foreldrar verji tíma með börnunum og þá ekki bara með því að hafa þau í kringum sig.“ Samskiptavandi er algengur meðal barna á aldrinum 6 til 12 ára, að því er Benedikt greinir frá. „Á þessum aldri eru börn að læra samskipti og hvernig er að vera góður vinur, hvenær eigi að gefa eftir, hvernig eigi að deila með sér og fylgja reglum í hópastarfi svo eitthvað sé nefnt. Það er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þetta nám barnanna svo að þeir geti hjálpað þeim sem best. Þessi lærdómur er ekki síður mikilvægur en hvað annað, svo sem íslenska og stærðfræði. Samt er eins og foreldrar leggi miklu minni áherslu á félagsfærni og samskipti heldur en margt annað.“ Að sögn Benedikts hafa margir haft á orði við hann að þeim finnist kvíði vera vaxandi vandamál hjá börnum á Íslandi. „Það er mikilvægt að þekkja sem best einkenni og eðli kvíða og þunglyndis, sérstaklega fyrir þá sem starfa í grunnskólum. Þá eru þeir betur í stakk búnir til að hjálpa börnum og foreldrum þeirra og jafnvel til þess að fyrirbyggja vandann.“
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira