Sundkappinn Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet sitt í 400 metra skriðsundi þegar hann varð fjórði á LA Invitational sundmótinu í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt.
Anton Sveinn synti til úrslita í sundinu og varð fjórði á tímanum 3 mínútum og 54,36 sekúndum. Fyrra Íslandsmet hans var árs gamalt en þá synti hann á tímanum 3 mínútum og 54,67 sekúndum í Barcelona á Spáni.
Anton Sveinn hefur ekki lokið keppni í LA en hann syndir 200 metra bringusund í kvöld og 100 metra bringusund annað kvöld.

