Conor McGregor (14-2) gegn Diego Brandao (18-9) - fjaðurvigt (66 kg)
Aðalbardagi kvöldsins verður gríðarlega spennandi. Conor McGregor þarf varla að kynna fyrir íslenskum MMA aðdáendum. Hann hefur árum saman verið einn mikilvægasti æfingarfélagi Gunnars Nelson en þeir deila einnig sama þjálfara, John Kavanagh. Rafmagnaður persónuleiki McGregor ásamt gríðarlegum bardagahæfileikum hafa gert hann að stórstjörnu í íþróttinni á stuttum tíma. Þessi bardagi er stór stund í lífi hans þar sem hann fer fram á heimavelli Írans, þ.e. Dublin.
3 atriði til að hafa í huga
- McGregor er að koma til baka eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni í tæpt ár.
- Hann hefur tapað tvisvar, í bæði skiptin eftir uppgjafartök
- Hann er frægur fyrir stórkostleg spörk og er einn færasti boxarinn í UFC
3 atriði til að hafa í huga
- Brandao var rotaður í fyrstu lotu í hans síðasta bardaga
- Hann er með svart belti í jiu jitsu
- Hann er höggþungur og vill fyrst og fremst berjast standandi
Gunnar Nelson er einstakur íþróttamaður eins og Íslendingar ættu allir að vera búnir að átta sig á. Hæfileikar, hógværð og vinnusemi hafa komið honum í fremstu röð MMA bardagamanna í heiminum. Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð en í þessum bardaga mætir hann sennilega besta glímumanni sem hann hefur keppt við til þessa.
3 atriði til að hafa í huga
- Gunnar er að koma úr bestu æfingabúðum sínum á ferlinum að eigin sögn
- Írland er nánast eins og annað heimili fyrir Gunnar, hann berst því á heimavelli
- Hann var að eignast sitt fyrsta barn
3 atriði til að hafa í huga
- Cummings hefur unnið 10 bardaga með uppgjafartaki
- Hann var ósigraður í fyrstu 10 bardögum sínum en tapaði í fyrsta skipti fyrir Tim Kennedy
- Hann hefur barist í millivigt og létt þungavigt
Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.