Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2014 06:00 Mörg erlend félög hafa fylgst náið með framgöngu Arons Elísar Þrándarsonar að undanförnu. fréttablaðið/gva Aron Elís Þrándarson, nítján ára leikmaður Víkings, er leikmaður 8. umferðar að mati Fréttablaðsins. Hann átti stórleik þegar nýliðarnir úr Fossvoginum lögðu granna sína í Val, 2-1. Það var reyndar þriðji sigur Víkinga á Val á þessu ári því þeir unnu einnig leiki liðanna í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum. „Það er oft talað um að það sé rígur á milli þessara félaga en ég hef ekki fundið fyrir honum,“ lýsir Aron Elís en hann er uppalinn í Fossvoginum og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann skoraði glæsilegt mark gegn Val og lagði svo upp sigurmark sinna manna. Víkingur komst upp í fimmta sæti deildarinnar og er með þrettán stig. „Ég er sáttur við frammistöðuna í sumar þó svo að leikirnir gegn Fylki og FH sitji í mér. Ég hefði viljað fá meira út úr þeim en ég sætti mig við þessi þrettán stig,“ segir Aron Elís.Í góðu lagi að fá hrós Víkingurinn ungi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og sparkspekingar hafa keppst við að lofa drenginn. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfesti við Fréttablaðið að mörg erlend félög hefðu áhuga á kappanum og nú síðast í gær komu hingað til lands fulltrúar erlendra liða til að sjá hann spila gegn Fylki í Borgunarbikarkeppni karla á morgun. „Ég pæli svo sem ekki mikið í þessu, þó svo að manni sé hrósað hér og þar. Mér finnst það í góðu lagi en ég passa mig samt á því að fara ekki fram úr sjálfum mér þó svo að ég standi mig vel í nokkrum leikjum,“ segir hann og tekur undir þær staðhæfingar að hann eigi góða möguleika á að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég tel mig alla vega hafa burði til þess en hvort ég sé í þeim gæðaflokki nú verður bara að koma í ljós. En stefnan hjá mér hefur alltaf verið að komast að úti og það er ekkert leyndarmál.“Grunur um kviðslit Aroni Elísi var hlíft nokkuð í upphafi móts og þá missti hann af þó nokkrum leikjum Víkinga í 1. deildinni í fyrra. Engu að síður var hann markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk í jafn mörgum leikjum, auk þess sem hann var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í vali Fótbolta.net. „Ég var tæklaður í ökklann í lok síðasta tímabils og sneri hann nokkuð illa. Það tók tíma að jafna sig, sérstaklega þar sem það kom nokkrum sinnum bakslag. Svo rétt fyrir mót í vor fann ég fyrir verk í kviðnum og kom þá upp grunur um kviðslit. Svo var þó sem betur fer ekki og tókst að laga það með sprautumeðferð.“ Síðan þá hefur verið hugsað vel um Aron Elís og Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, og Milos Milojevic, aðstoðarmaður hans, notuðu hann sparlega í upphafi mótsins. „Þeir hafa stýrt þessu vel. Ég vildi til dæmis spila meira en þeir leyfðu mér gegn FH. Auðvitað vill maður spila 90 mínútur í hverjum leik en skrokkurinn var ekki tilbúinn í það. Þá leyfir maður þjálfurunum að stjórna þessu,“ segir Aron Elís en ítrekar að hann sé algjörlega meiðslafrír í dag.Vill spila ákveðinn fjölda leikja Sem fyrr segir er markmið hans að komast að sem atvinnumaður en þangað til einbeitir hann sér að því að standa sig vel með sínu uppeldisfélagi. „Ég vil til dæmis spila ákveðið marga leiki en er ekki með neitt sérstakt í huga hvað fjölda marka eða stoðsendinga varðar. Ég stefni bara að því að eiga þátt í minnst einu marki í hverjum leik enda er það mitt hlutverk í liðinu sem sóknarmaður." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Aron Elís Þrándarson, nítján ára leikmaður Víkings, er leikmaður 8. umferðar að mati Fréttablaðsins. Hann átti stórleik þegar nýliðarnir úr Fossvoginum lögðu granna sína í Val, 2-1. Það var reyndar þriðji sigur Víkinga á Val á þessu ári því þeir unnu einnig leiki liðanna í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum. „Það er oft talað um að það sé rígur á milli þessara félaga en ég hef ekki fundið fyrir honum,“ lýsir Aron Elís en hann er uppalinn í Fossvoginum og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann skoraði glæsilegt mark gegn Val og lagði svo upp sigurmark sinna manna. Víkingur komst upp í fimmta sæti deildarinnar og er með þrettán stig. „Ég er sáttur við frammistöðuna í sumar þó svo að leikirnir gegn Fylki og FH sitji í mér. Ég hefði viljað fá meira út úr þeim en ég sætti mig við þessi þrettán stig,“ segir Aron Elís.Í góðu lagi að fá hrós Víkingurinn ungi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og sparkspekingar hafa keppst við að lofa drenginn. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfesti við Fréttablaðið að mörg erlend félög hefðu áhuga á kappanum og nú síðast í gær komu hingað til lands fulltrúar erlendra liða til að sjá hann spila gegn Fylki í Borgunarbikarkeppni karla á morgun. „Ég pæli svo sem ekki mikið í þessu, þó svo að manni sé hrósað hér og þar. Mér finnst það í góðu lagi en ég passa mig samt á því að fara ekki fram úr sjálfum mér þó svo að ég standi mig vel í nokkrum leikjum,“ segir hann og tekur undir þær staðhæfingar að hann eigi góða möguleika á að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég tel mig alla vega hafa burði til þess en hvort ég sé í þeim gæðaflokki nú verður bara að koma í ljós. En stefnan hjá mér hefur alltaf verið að komast að úti og það er ekkert leyndarmál.“Grunur um kviðslit Aroni Elísi var hlíft nokkuð í upphafi móts og þá missti hann af þó nokkrum leikjum Víkinga í 1. deildinni í fyrra. Engu að síður var hann markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk í jafn mörgum leikjum, auk þess sem hann var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í vali Fótbolta.net. „Ég var tæklaður í ökklann í lok síðasta tímabils og sneri hann nokkuð illa. Það tók tíma að jafna sig, sérstaklega þar sem það kom nokkrum sinnum bakslag. Svo rétt fyrir mót í vor fann ég fyrir verk í kviðnum og kom þá upp grunur um kviðslit. Svo var þó sem betur fer ekki og tókst að laga það með sprautumeðferð.“ Síðan þá hefur verið hugsað vel um Aron Elís og Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, og Milos Milojevic, aðstoðarmaður hans, notuðu hann sparlega í upphafi mótsins. „Þeir hafa stýrt þessu vel. Ég vildi til dæmis spila meira en þeir leyfðu mér gegn FH. Auðvitað vill maður spila 90 mínútur í hverjum leik en skrokkurinn var ekki tilbúinn í það. Þá leyfir maður þjálfurunum að stjórna þessu,“ segir Aron Elís en ítrekar að hann sé algjörlega meiðslafrír í dag.Vill spila ákveðinn fjölda leikja Sem fyrr segir er markmið hans að komast að sem atvinnumaður en þangað til einbeitir hann sér að því að standa sig vel með sínu uppeldisfélagi. „Ég vil til dæmis spila ákveðið marga leiki en er ekki með neitt sérstakt í huga hvað fjölda marka eða stoðsendinga varðar. Ég stefni bara að því að eiga þátt í minnst einu marki í hverjum leik enda er það mitt hlutverk í liðinu sem sóknarmaður."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira