Tel mig hafa burði til þess að vera atvinnumaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2014 06:00 Mörg erlend félög hafa fylgst náið með framgöngu Arons Elísar Þrándarsonar að undanförnu. fréttablaðið/gva Aron Elís Þrándarson, nítján ára leikmaður Víkings, er leikmaður 8. umferðar að mati Fréttablaðsins. Hann átti stórleik þegar nýliðarnir úr Fossvoginum lögðu granna sína í Val, 2-1. Það var reyndar þriðji sigur Víkinga á Val á þessu ári því þeir unnu einnig leiki liðanna í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum. „Það er oft talað um að það sé rígur á milli þessara félaga en ég hef ekki fundið fyrir honum,“ lýsir Aron Elís en hann er uppalinn í Fossvoginum og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann skoraði glæsilegt mark gegn Val og lagði svo upp sigurmark sinna manna. Víkingur komst upp í fimmta sæti deildarinnar og er með þrettán stig. „Ég er sáttur við frammistöðuna í sumar þó svo að leikirnir gegn Fylki og FH sitji í mér. Ég hefði viljað fá meira út úr þeim en ég sætti mig við þessi þrettán stig,“ segir Aron Elís.Í góðu lagi að fá hrós Víkingurinn ungi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og sparkspekingar hafa keppst við að lofa drenginn. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfesti við Fréttablaðið að mörg erlend félög hefðu áhuga á kappanum og nú síðast í gær komu hingað til lands fulltrúar erlendra liða til að sjá hann spila gegn Fylki í Borgunarbikarkeppni karla á morgun. „Ég pæli svo sem ekki mikið í þessu, þó svo að manni sé hrósað hér og þar. Mér finnst það í góðu lagi en ég passa mig samt á því að fara ekki fram úr sjálfum mér þó svo að ég standi mig vel í nokkrum leikjum,“ segir hann og tekur undir þær staðhæfingar að hann eigi góða möguleika á að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég tel mig alla vega hafa burði til þess en hvort ég sé í þeim gæðaflokki nú verður bara að koma í ljós. En stefnan hjá mér hefur alltaf verið að komast að úti og það er ekkert leyndarmál.“Grunur um kviðslit Aroni Elísi var hlíft nokkuð í upphafi móts og þá missti hann af þó nokkrum leikjum Víkinga í 1. deildinni í fyrra. Engu að síður var hann markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk í jafn mörgum leikjum, auk þess sem hann var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í vali Fótbolta.net. „Ég var tæklaður í ökklann í lok síðasta tímabils og sneri hann nokkuð illa. Það tók tíma að jafna sig, sérstaklega þar sem það kom nokkrum sinnum bakslag. Svo rétt fyrir mót í vor fann ég fyrir verk í kviðnum og kom þá upp grunur um kviðslit. Svo var þó sem betur fer ekki og tókst að laga það með sprautumeðferð.“ Síðan þá hefur verið hugsað vel um Aron Elís og Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, og Milos Milojevic, aðstoðarmaður hans, notuðu hann sparlega í upphafi mótsins. „Þeir hafa stýrt þessu vel. Ég vildi til dæmis spila meira en þeir leyfðu mér gegn FH. Auðvitað vill maður spila 90 mínútur í hverjum leik en skrokkurinn var ekki tilbúinn í það. Þá leyfir maður þjálfurunum að stjórna þessu,“ segir Aron Elís en ítrekar að hann sé algjörlega meiðslafrír í dag.Vill spila ákveðinn fjölda leikja Sem fyrr segir er markmið hans að komast að sem atvinnumaður en þangað til einbeitir hann sér að því að standa sig vel með sínu uppeldisfélagi. „Ég vil til dæmis spila ákveðið marga leiki en er ekki með neitt sérstakt í huga hvað fjölda marka eða stoðsendinga varðar. Ég stefni bara að því að eiga þátt í minnst einu marki í hverjum leik enda er það mitt hlutverk í liðinu sem sóknarmaður." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Aron Elís Þrándarson, nítján ára leikmaður Víkings, er leikmaður 8. umferðar að mati Fréttablaðsins. Hann átti stórleik þegar nýliðarnir úr Fossvoginum lögðu granna sína í Val, 2-1. Það var reyndar þriðji sigur Víkinga á Val á þessu ári því þeir unnu einnig leiki liðanna í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum. „Það er oft talað um að það sé rígur á milli þessara félaga en ég hef ekki fundið fyrir honum,“ lýsir Aron Elís en hann er uppalinn í Fossvoginum og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann skoraði glæsilegt mark gegn Val og lagði svo upp sigurmark sinna manna. Víkingur komst upp í fimmta sæti deildarinnar og er með þrettán stig. „Ég er sáttur við frammistöðuna í sumar þó svo að leikirnir gegn Fylki og FH sitji í mér. Ég hefði viljað fá meira út úr þeim en ég sætti mig við þessi þrettán stig,“ segir Aron Elís.Í góðu lagi að fá hrós Víkingurinn ungi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og sparkspekingar hafa keppst við að lofa drenginn. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfesti við Fréttablaðið að mörg erlend félög hefðu áhuga á kappanum og nú síðast í gær komu hingað til lands fulltrúar erlendra liða til að sjá hann spila gegn Fylki í Borgunarbikarkeppni karla á morgun. „Ég pæli svo sem ekki mikið í þessu, þó svo að manni sé hrósað hér og þar. Mér finnst það í góðu lagi en ég passa mig samt á því að fara ekki fram úr sjálfum mér þó svo að ég standi mig vel í nokkrum leikjum,“ segir hann og tekur undir þær staðhæfingar að hann eigi góða möguleika á að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég tel mig alla vega hafa burði til þess en hvort ég sé í þeim gæðaflokki nú verður bara að koma í ljós. En stefnan hjá mér hefur alltaf verið að komast að úti og það er ekkert leyndarmál.“Grunur um kviðslit Aroni Elísi var hlíft nokkuð í upphafi móts og þá missti hann af þó nokkrum leikjum Víkinga í 1. deildinni í fyrra. Engu að síður var hann markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk í jafn mörgum leikjum, auk þess sem hann var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í vali Fótbolta.net. „Ég var tæklaður í ökklann í lok síðasta tímabils og sneri hann nokkuð illa. Það tók tíma að jafna sig, sérstaklega þar sem það kom nokkrum sinnum bakslag. Svo rétt fyrir mót í vor fann ég fyrir verk í kviðnum og kom þá upp grunur um kviðslit. Svo var þó sem betur fer ekki og tókst að laga það með sprautumeðferð.“ Síðan þá hefur verið hugsað vel um Aron Elís og Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, og Milos Milojevic, aðstoðarmaður hans, notuðu hann sparlega í upphafi mótsins. „Þeir hafa stýrt þessu vel. Ég vildi til dæmis spila meira en þeir leyfðu mér gegn FH. Auðvitað vill maður spila 90 mínútur í hverjum leik en skrokkurinn var ekki tilbúinn í það. Þá leyfir maður þjálfurunum að stjórna þessu,“ segir Aron Elís en ítrekar að hann sé algjörlega meiðslafrír í dag.Vill spila ákveðinn fjölda leikja Sem fyrr segir er markmið hans að komast að sem atvinnumaður en þangað til einbeitir hann sér að því að standa sig vel með sínu uppeldisfélagi. „Ég vil til dæmis spila ákveðið marga leiki en er ekki með neitt sérstakt í huga hvað fjölda marka eða stoðsendinga varðar. Ég stefni bara að því að eiga þátt í minnst einu marki í hverjum leik enda er það mitt hlutverk í liðinu sem sóknarmaður."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira