Innlent

Ofurtollar keyra upp vöruverð

Birta Björnsdóttir skrifar
Fyrirtækið Hagar hefur sent formlega beiðni á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að svokallaðir ofurtollar verði felldir niður við innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum, að sögn Finns Árnasonar forstjóra Haga.

Rök Haga eru meðal annars þau að innlend framleiðsla á umræddum ostum sé ýmist engin eða hverfandi og anni því ekki eftirspurn. Það sé því viðvarandi skortur á umræddum vörum sem eðlilegt sé að ráðuneytið bregðist við með því að ákveða opinn tollkvóta án gjalda.

Málið er í skoðun hjá ráðuneytinu, en á meðan er beðið eftir svörum er áhugavert að skoða þessa svokölluðu ofurtolla. Hvað þeir kosta okkur neytendur?

Fréttamaður fór í innkaupaleiðangur með Finni þar sem fram kom hversu stór hluti vöruverðs eru ofurtollarnir.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá umfjöllunina í heild sinni auk tölfræðilegra útskýringa á hvernig hinir svokölluðu ofurtollar bitna á neytendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×