Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Freyr Bjarnason skrifar 6. febrúar 2014 07:00 Milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu duga langt í frá til að gera við kútter Sigurfara. Mynd/Jón Allansson „Þó að við séum þakklát fyrir þennan stuðning er þetta alls ekki nægjanlegt til að gera skipið upp,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Forsætisráðuneytið hefur veitt fimm milljónir í viðgerðir á kútter Sigurfara á Akranesi. Styrkurinn er hluti af átaksverkefni í samvinnu við Minjastofnun Íslands sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt. Ástand kúttersins, sem stendur við Byggðasafnið í Görðum, hefur verið slæmt undanfarin ár og í raun hefur verið hættulegt að fara um borð í skipið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn í endurbætur og hafa Akurnesingar því þurft að horfa upp á eina af táknmyndum bæjarins grotna niður. Samningar náðust við menntamálaráðuneytið árið 2007 um að gera kútterinn sjóhæfan og átti ráðuneytið að greiða sextíu milljónir króna í verkið. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd enda kostar fleiri hundruð milljónir að koma kútternum á sjó og hafa menn í staðinn horft til þess að byggja yfir skipið og gera við það á staðnum. Sú viðgerð gæti verið hluti af lifandi sýningu. Fjárhagsáætlun slíkrar byggingar hljóðar upp á um 117 milljónir króna. Að sögn Regínu hefur ráðuneytið ekki komið með fjármagnið sem þarf til yfirbyggingarinnar. „Við höfum verið í samningaviðræðum við ríkið. Við höfum sjálf ekki bolmagn í verkefnið án stuðnings ríkisvaldsins en kútterinn hefur að geyma merkilega sögu fyrir atvinnu og menningu á Íslandi.“ Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur „Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá,“ segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun. Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. „Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira
„Þó að við séum þakklát fyrir þennan stuðning er þetta alls ekki nægjanlegt til að gera skipið upp,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Forsætisráðuneytið hefur veitt fimm milljónir í viðgerðir á kútter Sigurfara á Akranesi. Styrkurinn er hluti af átaksverkefni í samvinnu við Minjastofnun Íslands sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt. Ástand kúttersins, sem stendur við Byggðasafnið í Görðum, hefur verið slæmt undanfarin ár og í raun hefur verið hættulegt að fara um borð í skipið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn í endurbætur og hafa Akurnesingar því þurft að horfa upp á eina af táknmyndum bæjarins grotna niður. Samningar náðust við menntamálaráðuneytið árið 2007 um að gera kútterinn sjóhæfan og átti ráðuneytið að greiða sextíu milljónir króna í verkið. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd enda kostar fleiri hundruð milljónir að koma kútternum á sjó og hafa menn í staðinn horft til þess að byggja yfir skipið og gera við það á staðnum. Sú viðgerð gæti verið hluti af lifandi sýningu. Fjárhagsáætlun slíkrar byggingar hljóðar upp á um 117 milljónir króna. Að sögn Regínu hefur ráðuneytið ekki komið með fjármagnið sem þarf til yfirbyggingarinnar. „Við höfum verið í samningaviðræðum við ríkið. Við höfum sjálf ekki bolmagn í verkefnið án stuðnings ríkisvaldsins en kútterinn hefur að geyma merkilega sögu fyrir atvinnu og menningu á Íslandi.“ Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur „Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá,“ segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun. Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. „Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Sjá meira