Gjaldtaka við Kerið ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar Brjánn Jónasson skrifar 21. júní 2014 00:01 Deilt hefur verið um rétt landeigenda til að innheimta gjald fyrir aðgang að náttúruperlum. Slíkt gjald hefur verið innheimt frá því í fyrrasumar við Kerið í Grímsnesi. Fréttablaðið/Vilhelm Gjaldtaka landeigenda við Kerið og önnur svæði sem eru á náttúruminjaskrá stenst ekki lög að mati Umhverfisstofnunar. Þá telur stofnunin ekkert í lögum heimila gjaldtöku á öðrum ferðamannastöðum þótt þeir séu ekki á friðlýstum svæðum eða á náttúruminjaskrá. Í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráðherra á fimmtudag segir að stofnunin hafi nú til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta slíkt gjald. Verði það gert yrði innheimta aðgangseyris við Kerið lögmæt, að mati stofnunarinnar.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.„Það er ákveðin óvissa um hvernig beita á þessu ákvæði, hvort við eigum að gera samning við þann landeiganda sem vill rukka, eða ætlar sér að rukka,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Fá verði svör við því hver eigi að ákveða upphæð gjaldsins, hver eigi að geyma peningana og í hvað eigi að nota þá. Þá þurfi að skýra hver eigi að meta álag og spjöll á svæðum. Þetta verði að skoða nánar. „Áður en við tökum einhverja ákvörðun verður að skýrast um hvað slíkur samningur ætti að snúast,“ segir Kristín. „Við munum óska eftir því að fá fund með ráðuneytinu um hvernig við höldum áfram með þetta.“ Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði um að heimilt sé að innheimta gjald fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúruverndarsvæðum. Þar segir að Umhverfisstofnun, eða aðili sem stofnunin felur að reka svæði, geti ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu á slíkum svæðum. Þá geti stofnunin, eða rekstraraðili, einnig ákveðið að innheimta gjald fyrir aðgang að svæðinu „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Kerið er á náttúruverndarsvæði og fellur því undir þessi lagaákvæði, segir Kristín. Landeigendur í Kerinu hafa innheimt gjald af ferðamönnum frá því í júní í fyrra. Geysir í Haukadal er einnig á náttúruminjaskrá, en þar hefur verið sett lögbann á gjaldtöku að kröfu ríkisins og eru málaferli í gangi fyrir dómstólum. „Við erum að benda á að það eru sérstakar reglur sem gilda um þessi náttúruverndarsvæði og þar eru reglurnar skýrar. Hins vegar er ákveðinn óskýrleiki varðandi önnur landsvæði,“ segir Kristín. Hún segir það skilning Umhverfisstofnunar að það þurfi lagaheimild til að innheimta aðgangseyri til að skoða náttúruna, jafnvel á svæðum sem ekki eru friðlýst eða á náttúruverndarskrá. Kristín segir slíka heimild ekki til staðar. Á hinn bóginn sé heimilt samkvæmt lögum að loka svæðum til að hlífa þeim við álagi, sem augljóslega sé mjög takmarkandi fyrir almannarétt. „Lagaumhverfið er einfaldlega ekki nógu skýrt í þessum tilvikum, og úr því er brýnt að bæta,“ segir Kristín.Lögin ekki hugsuð fyrir mikinn fjölda Í bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfis- og auðlindaráðherra er farið yfir þau lög sem gilda um rétt almennings til að ferðast óhindrað um náttúruna, og um leið heimildir til gjaldtöku af þeim sem ferðast um landið. „Löggjöfin okkar er ekki undir það búin að taka á móti svona miklum fjölda ferðamanna,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún segir að skýra þurfi aðgengi og aðgangstakmarkanir, hvenær megi stunda gjaldtöku og í hvað féð eigi að fara. Til stóð að ný lög um náttúruvernd tækju gildi í apríl síðastliðnum. Gildistöku laganna var frestað, og til stendur að endurskoða þau. Ákvæði um gjaldheimtu í nýju lögunum er svo til samhljóða ákvæði í eldri lögunum. Kristín segir mikilvægt að þessi hluti laganna verði endurskoðaður. Umhverfisstofnun er hlynnt því að komið verði upp einu heildstæðu kerfi fyrir gjaldtöku af ferðamannastöðum, eins og nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum. „Við teljum að það að koma upp gjaldtöku víða um land sé ekki til þess að bæta almannarétt. Það er einnig mjög slæmt fyrir ímynd Íslands,“ segir Kristín. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gjaldtaka landeigenda við Kerið og önnur svæði sem eru á náttúruminjaskrá stenst ekki lög að mati Umhverfisstofnunar. Þá telur stofnunin ekkert í lögum heimila gjaldtöku á öðrum ferðamannastöðum þótt þeir séu ekki á friðlýstum svæðum eða á náttúruminjaskrá. Í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráðherra á fimmtudag segir að stofnunin hafi nú til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta slíkt gjald. Verði það gert yrði innheimta aðgangseyris við Kerið lögmæt, að mati stofnunarinnar.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.„Það er ákveðin óvissa um hvernig beita á þessu ákvæði, hvort við eigum að gera samning við þann landeiganda sem vill rukka, eða ætlar sér að rukka,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Fá verði svör við því hver eigi að ákveða upphæð gjaldsins, hver eigi að geyma peningana og í hvað eigi að nota þá. Þá þurfi að skýra hver eigi að meta álag og spjöll á svæðum. Þetta verði að skoða nánar. „Áður en við tökum einhverja ákvörðun verður að skýrast um hvað slíkur samningur ætti að snúast,“ segir Kristín. „Við munum óska eftir því að fá fund með ráðuneytinu um hvernig við höldum áfram með þetta.“ Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði um að heimilt sé að innheimta gjald fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúruverndarsvæðum. Þar segir að Umhverfisstofnun, eða aðili sem stofnunin felur að reka svæði, geti ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu á slíkum svæðum. Þá geti stofnunin, eða rekstraraðili, einnig ákveðið að innheimta gjald fyrir aðgang að svæðinu „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Kerið er á náttúruverndarsvæði og fellur því undir þessi lagaákvæði, segir Kristín. Landeigendur í Kerinu hafa innheimt gjald af ferðamönnum frá því í júní í fyrra. Geysir í Haukadal er einnig á náttúruminjaskrá, en þar hefur verið sett lögbann á gjaldtöku að kröfu ríkisins og eru málaferli í gangi fyrir dómstólum. „Við erum að benda á að það eru sérstakar reglur sem gilda um þessi náttúruverndarsvæði og þar eru reglurnar skýrar. Hins vegar er ákveðinn óskýrleiki varðandi önnur landsvæði,“ segir Kristín. Hún segir það skilning Umhverfisstofnunar að það þurfi lagaheimild til að innheimta aðgangseyri til að skoða náttúruna, jafnvel á svæðum sem ekki eru friðlýst eða á náttúruverndarskrá. Kristín segir slíka heimild ekki til staðar. Á hinn bóginn sé heimilt samkvæmt lögum að loka svæðum til að hlífa þeim við álagi, sem augljóslega sé mjög takmarkandi fyrir almannarétt. „Lagaumhverfið er einfaldlega ekki nógu skýrt í þessum tilvikum, og úr því er brýnt að bæta,“ segir Kristín.Lögin ekki hugsuð fyrir mikinn fjölda Í bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfis- og auðlindaráðherra er farið yfir þau lög sem gilda um rétt almennings til að ferðast óhindrað um náttúruna, og um leið heimildir til gjaldtöku af þeim sem ferðast um landið. „Löggjöfin okkar er ekki undir það búin að taka á móti svona miklum fjölda ferðamanna,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún segir að skýra þurfi aðgengi og aðgangstakmarkanir, hvenær megi stunda gjaldtöku og í hvað féð eigi að fara. Til stóð að ný lög um náttúruvernd tækju gildi í apríl síðastliðnum. Gildistöku laganna var frestað, og til stendur að endurskoða þau. Ákvæði um gjaldheimtu í nýju lögunum er svo til samhljóða ákvæði í eldri lögunum. Kristín segir mikilvægt að þessi hluti laganna verði endurskoðaður. Umhverfisstofnun er hlynnt því að komið verði upp einu heildstæðu kerfi fyrir gjaldtöku af ferðamannastöðum, eins og nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum. „Við teljum að það að koma upp gjaldtöku víða um land sé ekki til þess að bæta almannarétt. Það er einnig mjög slæmt fyrir ímynd Íslands,“ segir Kristín.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira