Íslensk hönnun í stofuna Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 25. júní 2014 14:00 Júlía P. Andersen innanhússarkitekt kynnti stofuhillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Viðbrögðin voru góð og nú stefnir hún á að útfæra þær frekar til framleiðslu. Nafnið er sótt í efni sem notað er í fiskitrönur,“ útskýrir Júlía P. Andersen innanhússarkitekt, en hún kynnti hillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Spírur eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðar upp á háum og grönnum stoðum en þær er yfir tveir metrar á hæð. Hillurnar eru þunnum plötum úr mdf. Stoðirnar eru ýmist úr hnotu, aski eða lerki. „Mig langaði að kanna hversu langt ég kæmist með sem minnst efni,“ útskýrir Júlía. „Ég teiknaði fyrstu útgáfuna inn í einbýlishús í Garðabæ en nú eru þær til í nokkrum útfærslum, það er í þessum þremur viðartegundum og hillurnar í nokkrum mismunandi litum og dýptum. Ég hannaði einnig skúffur í hillurnar og er með fleiri hugmyndir á teikniborðinu. Næsta skref er að útfæra Spírur enn frekar svo þær verði einfaldar í framleiðslu en þær eru ekki komnar í almenna framleiðslu enn þá.“ Spírur yrðu fyrsta staka varan sem færi í framleiðslu eftir Júlíu en hún hefur starfað sem innanhússarkitekt hjá Ask arkitektum síðustu þrjátíu ár og teiknað innréttingar og húsgögn fyrir bæði heimili og stofnanir. „Ég teikna í raun allt sem viðkemur heimilinu en einnig mikið fyrir skrifstofur og skóla. Það hafa ýmsar tískusveiflur gengið yfir á þessum áratugum en þegar ég var að byrja voru einstaklingar ekki mikið að nýta sér þjónustu innanhússarkitekta. En svo breyttist það og fólk fór að fá ráðgjöf þegar það var að byggja. Verkefnin eru næg í dag,“ segir Júlía. Spurð hvort Spírur séu dæmigerðar fyrir hennar hönnun segist hún það ekki endilega eiga við. „Ég held að hugmyndir liggi einfaldlega í loftinu. Maður les blöð og skoðar vefinn og verður fyrir áhrifum en veit ekki endilega hvaðan þau koma. Ég er ekkert viss um að ég hafi einhvern ákveðinn stíl sem einkennir mig.“ HönnunarMars Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Júlía P. Andersen innanhússarkitekt kynnti stofuhillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Viðbrögðin voru góð og nú stefnir hún á að útfæra þær frekar til framleiðslu. Nafnið er sótt í efni sem notað er í fiskitrönur,“ útskýrir Júlía P. Andersen innanhússarkitekt, en hún kynnti hillurnar Spírur á liðnum HönnunarMars. Spírur eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðar upp á háum og grönnum stoðum en þær er yfir tveir metrar á hæð. Hillurnar eru þunnum plötum úr mdf. Stoðirnar eru ýmist úr hnotu, aski eða lerki. „Mig langaði að kanna hversu langt ég kæmist með sem minnst efni,“ útskýrir Júlía. „Ég teiknaði fyrstu útgáfuna inn í einbýlishús í Garðabæ en nú eru þær til í nokkrum útfærslum, það er í þessum þremur viðartegundum og hillurnar í nokkrum mismunandi litum og dýptum. Ég hannaði einnig skúffur í hillurnar og er með fleiri hugmyndir á teikniborðinu. Næsta skref er að útfæra Spírur enn frekar svo þær verði einfaldar í framleiðslu en þær eru ekki komnar í almenna framleiðslu enn þá.“ Spírur yrðu fyrsta staka varan sem færi í framleiðslu eftir Júlíu en hún hefur starfað sem innanhússarkitekt hjá Ask arkitektum síðustu þrjátíu ár og teiknað innréttingar og húsgögn fyrir bæði heimili og stofnanir. „Ég teikna í raun allt sem viðkemur heimilinu en einnig mikið fyrir skrifstofur og skóla. Það hafa ýmsar tískusveiflur gengið yfir á þessum áratugum en þegar ég var að byrja voru einstaklingar ekki mikið að nýta sér þjónustu innanhússarkitekta. En svo breyttist það og fólk fór að fá ráðgjöf þegar það var að byggja. Verkefnin eru næg í dag,“ segir Júlía. Spurð hvort Spírur séu dæmigerðar fyrir hennar hönnun segist hún það ekki endilega eiga við. „Ég held að hugmyndir liggi einfaldlega í loftinu. Maður les blöð og skoðar vefinn og verður fyrir áhrifum en veit ekki endilega hvaðan þau koma. Ég er ekkert viss um að ég hafi einhvern ákveðinn stíl sem einkennir mig.“
HönnunarMars Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira