Stendur fyrir maraþonsýningu á Hringadróttinssögu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. desember 2014 13:35 Aðeins fimmtán af fjörutíu sóttu miðana sína. Hin fjórtán ára Ólöf Lena Inaba Árnadóttir átti sér þann draum að sjá Hringadróttinssögu, eða Lord of the Rings, kvikmyndaþríleikinn í bíó en hún var of ung til að sjá myndirnar þegar þær komu út í upphafi síðasta áratugar. Hún tók sig því til og skipulagði maraþonsýningu á öllum þremur myndunum í Bíó Paradís í dag. Fjörtuíu miðar voru í boði og voru þeir allir fráteknir en aðeins fimmtán sóttu miðana sína. „Þetta var bara draumur hjá henni að sjá þessar myndir í bíó,“ segir Anna Arnardóttir, móðir Lenu, aðspurð um hvað kom til að maraþonsýningin var skipulögð. „Við foreldrarnir að segja frá því þegar við höfðum farið á svona maraþon sýningu þegar þetta var sýnt á sínum tíma. Hún var svo svekkt að hafa misst af því að hún ákvað að reyna að fá svona sýningu í gang.“ Anna segir að vel hafi verið tekið í hugmyndina og að allir fjörtuíu miðarnir sem í boði voru hafi strax verið pantaðir. Í morgun, þegar fyrsta myndin átti að fara í gang, var hinsvegar aðeins búið að sækja fimmtán miða í miðasölu Bíó Paradísar. Anna segir að Lena hafi ekki ætlað að hagnast á miðasölunni heldur aðeins ná fyrir kostnaði og því áfall að svo fáir sótti miðana sem þeir áttu pantaða. Ef ekki næst að selja í sætin situr Lena uppi með tugþúsundakróna kostnað vegna sýningarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Bíó Paradís tekur salurinn 40 manns í sæti og er nú, þegar fyrsta myndin er að klárast, setið í um helmingi sætanna. Enn er því færi fyrir þá sem vilja sjá mynd númer tvö og þrjú – Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim – að mæta í Bíó Paradís. Miðaverð er 3.000 krónur. Áætlað er að sýning á mynd númer tvö hefjist fljótlega upp úr tvö. Ekki náðist í Lenu sjálfa en hún er stödd inni í bíósalnum að klára fyrstu myndina þegar þetta er skrifað. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Hin fjórtán ára Ólöf Lena Inaba Árnadóttir átti sér þann draum að sjá Hringadróttinssögu, eða Lord of the Rings, kvikmyndaþríleikinn í bíó en hún var of ung til að sjá myndirnar þegar þær komu út í upphafi síðasta áratugar. Hún tók sig því til og skipulagði maraþonsýningu á öllum þremur myndunum í Bíó Paradís í dag. Fjörtuíu miðar voru í boði og voru þeir allir fráteknir en aðeins fimmtán sóttu miðana sína. „Þetta var bara draumur hjá henni að sjá þessar myndir í bíó,“ segir Anna Arnardóttir, móðir Lenu, aðspurð um hvað kom til að maraþonsýningin var skipulögð. „Við foreldrarnir að segja frá því þegar við höfðum farið á svona maraþon sýningu þegar þetta var sýnt á sínum tíma. Hún var svo svekkt að hafa misst af því að hún ákvað að reyna að fá svona sýningu í gang.“ Anna segir að vel hafi verið tekið í hugmyndina og að allir fjörtuíu miðarnir sem í boði voru hafi strax verið pantaðir. Í morgun, þegar fyrsta myndin átti að fara í gang, var hinsvegar aðeins búið að sækja fimmtán miða í miðasölu Bíó Paradísar. Anna segir að Lena hafi ekki ætlað að hagnast á miðasölunni heldur aðeins ná fyrir kostnaði og því áfall að svo fáir sótti miðana sem þeir áttu pantaða. Ef ekki næst að selja í sætin situr Lena uppi með tugþúsundakróna kostnað vegna sýningarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Bíó Paradís tekur salurinn 40 manns í sæti og er nú, þegar fyrsta myndin er að klárast, setið í um helmingi sætanna. Enn er því færi fyrir þá sem vilja sjá mynd númer tvö og þrjú – Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim – að mæta í Bíó Paradís. Miðaverð er 3.000 krónur. Áætlað er að sýning á mynd númer tvö hefjist fljótlega upp úr tvö. Ekki náðist í Lenu sjálfa en hún er stödd inni í bíósalnum að klára fyrstu myndina þegar þetta er skrifað.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira