Innlent

Ættingjar Andra Freys fara fram á skaðabætur

Jón Sigurður Eyjólfsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rússíbaninn umdeildi.
Rússíbaninn umdeildi. Mynd/Facebook-síða Terra Mítica
Ættingjar Andra Freys Sveinssonar, sem lést eftir slys í skemmtigarði á Benidorm á Spáni þann 7. júlí síðastliðinn, munu fara fram á skaðabætur ef sekt verður sönnuð í málinu sem nú er rekið fyrir dómstólum. Þetta er haft eftir rannsóknardómara í spænska blaðinu Levante en ættingjar Andra Freys hafa mætt fyrir rétt þar ytra.  

Enn fremur segir að ekki liggi enn fyrir hvort þeir muni höfða einkamál en í slíku tilfelli myndi lögfræðingur þeirra leggja fram skaðabótakröfur. Annars yrði það látið látið ákæruvaldinu eftir.

Haft er eftir dómara að ef enginn verði fundinn sekur geti ættingjar engu að síður krafist skaðabóta ákveði þeir að stefna í málinu.

Í yfirlýsingu sem fjölskylda Andra Freys sendi frá sér í gær kom fram að hann hefði verið í um 15 metra hæð þegar öll öryggistæki fyrir sæti hans gáfu sig. Enginn sjúkrabíll hafi verið til staðar í garðinum og biðin eftir bíl hafi varið í 20-25 mínútur.




Tengdar fréttir

Maðurinn sem lést á Benidorm íslenskur

Íslendingurinn er sagður hafa kastast úr rússíbana í skemmtigarðinum Terra Mitica. Rússíbaninn kallast Inferno og fer hann á allt að 96 kílómetra hraða á klukkustund. Hann er 25 metra hár og snýst í 360 gráður á 60 kílómetra hraða. Talið er að öryggisbeltið sem notað var hafi verið gallað og ekki virkað sem skyldi.

Ekki um mannleg mistök að ræða

Framkvæmdastjóri Terra Mítica útilokar þann möguleika að banaslysið sem átti sér stað þar á mánudag hafi orsakast af mannlegum mistökum.

Nafn piltsins sem lést

Pilturinn sem lét lífið af slysförum í skemmtigarði á Benidorm á mánudaginn hét Andri Freyr Sveinsson. Hann var átján ára og búsettur í Stekkjarseli 7 í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×