Hefur áhyggjur af ítökum Gamma Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júlí 2014 10:00 Formaður Félags fasteignasala hefur áhyggjur af ítökum sjóðsstýringarfyrirtækisins Gamma á íbúða- og leigumarkaði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki hafa skoðun á viðskiptum einstakra fyrirtækja en áform meirihlutans í borginni um byggingu 3000 nýrra leiguíbúða miði að því að koma jafnvægi á leiguverð í borginni.Sjóðsstýringarfyrirtækið Gam Management hf. eða Gamma rekur fasteignasjóðina Centrum og Eclipse sem hafa keypt upp mikið af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið leigir út íbúðir þessara sjóða í gegnum fyrirtækið Leigufélag Íslands.Stofnendur Gamma, Agnar Tómas Möller og Gísli Hauksson, gegnum félagið Ægi Invest ehf., eiga báðir sinn 26 prósenta hlutinn í fyrirtækinu. Þá á MP banki 26,8 prósent en óþekktir hluthafar eiga 21 prósent. Fyrr á þessu ári var greint frá því að MP banki hefði selt hlut sinn í Gamma en upplýsingar um uppfært eignarhald hafa ekki verið færðar í fyrirtækjaskrá. Eiga mörg hundruð íbúðir Sjóðir Gamma eiga nú mörg hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Hér má sjá lista (sjá myndskeið) yfir íbúðir í eigu sjóðsins Eclipse, en eins og sést er þetta í öllum hverfum. Það eru viðskiptavinir Gamma, hlutdeildarskírteinishafar í sjóðunum, sem eru eiginlegir eigendur sjóðanna. „Þeir hafa verið að safna eignum, sérstaklega miðsvæðis, en eru nú í auknum mæli að færa sig út í úthverfin. Þeir eru á leigumarkaði og hann ætti að segja til um það líka (leiguverðið innsk. blm) og maður heyrir að leiguverð hafi hækkað allverulega í eignum sem þeir eru með í útleigu. Þeir geta haft áhrif á fasteignaverð og leiguverð í þeirri stöðu sem þeir eru að ná á fasteignamarkaði,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala. Ingibjörg segir að fram heldur sem horfir verði Gamma í mjög sterkri stöðu en fyrirtækið hefur áform um kaup og byggingu á 850 íbúðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er augljóst að Gamma er ekki líknarfélag. Þeir eru í þessu sem viðskiptamódel og þeir eru að hámarka sínar inntektir. Það er bara staðreynd málsins.“Gísli Hauksson forstjóri Gamma gaf ekki kost á viðtali en vísaði því alfarið á bug að Gamma væri í markaðsráðandi stöðu á íbúðamarkaði og hafnaði ásökunum um að hafa keyrt upp leiguverð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/stefánHefur áhyggjur af stöðu leigumarkaðar Núverandi meirihluti í borgarstjórn hyggst hefja uppbyggingu á 3000 leigu og búseturréttaríbúðum á næstu fimm árum. Inni í þeirri tölu eru ekki þær íbúðir sem Gamma ætlar að byggja í Reykjavík. Samkvæmt lögmálum framboðs og eftirspurnar ætti að komast jafnvægi á leiguverð með auknu framboði íbúða á leigumarkaði. „Bygging þessara íbúða er út af fyrir sig hafin. Það eru nokkur verkefni komin af stað, en ég treysti mér ekki til að spá fyrir um þróun fasteignaverðs. Það sem við vitum hins vegar er að þessi viðbót inn á markaðinn mun hafa temprandi áhrif á þá hækkun sem spáð hefur verið. Hversu mikil eða hvenær hún kemur fram treysti ég mér ekki til að spá um,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.Dagur segir slæmt ef einstakir aðilar verði markaðsráðandi á leigumarkaði en segir að borgin taki ekki afstöðu til einstakra fyrirtækja, eins og Gamma.„Ég hef ekkert leynt því að ég hef áhyggjur af stöðu leigumarkaðar og þess vegna erum við í þessum verkefnum,“ segir Dagur. Tengdar fréttir Vilja mæta þörfinni eftir minni íbúðum á höfuðborgarsvæðinu Sjóðir á vegum GAMMA fjármálafyrirtækis hafa búið til Leigufélag Íslands sem á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en ætlar sér að fjölga þeim um 850 íbúðir á næstu þremur árum. 5. mars 2014 09:00 Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu Fagfjárfestasjóður á vegum Gamma vill reisa 50-60 íbúðir á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar en framkvæmdir gætu hafist í haust. 21. maí 2014 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Formaður Félags fasteignasala hefur áhyggjur af ítökum sjóðsstýringarfyrirtækisins Gamma á íbúða- og leigumarkaði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki hafa skoðun á viðskiptum einstakra fyrirtækja en áform meirihlutans í borginni um byggingu 3000 nýrra leiguíbúða miði að því að koma jafnvægi á leiguverð í borginni.Sjóðsstýringarfyrirtækið Gam Management hf. eða Gamma rekur fasteignasjóðina Centrum og Eclipse sem hafa keypt upp mikið af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið leigir út íbúðir þessara sjóða í gegnum fyrirtækið Leigufélag Íslands.Stofnendur Gamma, Agnar Tómas Möller og Gísli Hauksson, gegnum félagið Ægi Invest ehf., eiga báðir sinn 26 prósenta hlutinn í fyrirtækinu. Þá á MP banki 26,8 prósent en óþekktir hluthafar eiga 21 prósent. Fyrr á þessu ári var greint frá því að MP banki hefði selt hlut sinn í Gamma en upplýsingar um uppfært eignarhald hafa ekki verið færðar í fyrirtækjaskrá. Eiga mörg hundruð íbúðir Sjóðir Gamma eiga nú mörg hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Hér má sjá lista (sjá myndskeið) yfir íbúðir í eigu sjóðsins Eclipse, en eins og sést er þetta í öllum hverfum. Það eru viðskiptavinir Gamma, hlutdeildarskírteinishafar í sjóðunum, sem eru eiginlegir eigendur sjóðanna. „Þeir hafa verið að safna eignum, sérstaklega miðsvæðis, en eru nú í auknum mæli að færa sig út í úthverfin. Þeir eru á leigumarkaði og hann ætti að segja til um það líka (leiguverðið innsk. blm) og maður heyrir að leiguverð hafi hækkað allverulega í eignum sem þeir eru með í útleigu. Þeir geta haft áhrif á fasteignaverð og leiguverð í þeirri stöðu sem þeir eru að ná á fasteignamarkaði,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala. Ingibjörg segir að fram heldur sem horfir verði Gamma í mjög sterkri stöðu en fyrirtækið hefur áform um kaup og byggingu á 850 íbúðum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu. „Það er augljóst að Gamma er ekki líknarfélag. Þeir eru í þessu sem viðskiptamódel og þeir eru að hámarka sínar inntektir. Það er bara staðreynd málsins.“Gísli Hauksson forstjóri Gamma gaf ekki kost á viðtali en vísaði því alfarið á bug að Gamma væri í markaðsráðandi stöðu á íbúðamarkaði og hafnaði ásökunum um að hafa keyrt upp leiguverð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/stefánHefur áhyggjur af stöðu leigumarkaðar Núverandi meirihluti í borgarstjórn hyggst hefja uppbyggingu á 3000 leigu og búseturréttaríbúðum á næstu fimm árum. Inni í þeirri tölu eru ekki þær íbúðir sem Gamma ætlar að byggja í Reykjavík. Samkvæmt lögmálum framboðs og eftirspurnar ætti að komast jafnvægi á leiguverð með auknu framboði íbúða á leigumarkaði. „Bygging þessara íbúða er út af fyrir sig hafin. Það eru nokkur verkefni komin af stað, en ég treysti mér ekki til að spá fyrir um þróun fasteignaverðs. Það sem við vitum hins vegar er að þessi viðbót inn á markaðinn mun hafa temprandi áhrif á þá hækkun sem spáð hefur verið. Hversu mikil eða hvenær hún kemur fram treysti ég mér ekki til að spá um,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.Dagur segir slæmt ef einstakir aðilar verði markaðsráðandi á leigumarkaði en segir að borgin taki ekki afstöðu til einstakra fyrirtækja, eins og Gamma.„Ég hef ekkert leynt því að ég hef áhyggjur af stöðu leigumarkaðar og þess vegna erum við í þessum verkefnum,“ segir Dagur.
Tengdar fréttir Vilja mæta þörfinni eftir minni íbúðum á höfuðborgarsvæðinu Sjóðir á vegum GAMMA fjármálafyrirtækis hafa búið til Leigufélag Íslands sem á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en ætlar sér að fjölga þeim um 850 íbúðir á næstu þremur árum. 5. mars 2014 09:00 Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu Fagfjárfestasjóður á vegum Gamma vill reisa 50-60 íbúðir á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar en framkvæmdir gætu hafist í haust. 21. maí 2014 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vilja mæta þörfinni eftir minni íbúðum á höfuðborgarsvæðinu Sjóðir á vegum GAMMA fjármálafyrirtækis hafa búið til Leigufélag Íslands sem á nú um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en ætlar sér að fjölga þeim um 850 íbúðir á næstu þremur árum. 5. mars 2014 09:00
Sjóður Gamma vill byggja 50-60 íbúðir við Hverfisgötu Fagfjárfestasjóður á vegum Gamma vill reisa 50-60 íbúðir á bílastæðinu fyrir aftan Laugaveg 77. Unnið er að hönnun byggingarinnar en framkvæmdir gætu hafist í haust. 21. maí 2014 07:00