Kallar Özil alltaf bróður sinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2014 09:30 Sterkur svipur. „Ég hef oft sagt við manninn minn að ég ætti að reyna að græða eitthvað á þessu,“ segir kennarinn Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil en hún uppgötvaði það fyrir algjöra slysni. „Ég var að kenna fyrir nokkrum árum þegar Özil var að spila með Real Madrid. Nokkrir strákar byrjuðu að benda á mig í tímanum og ég spurði þá hvað væri í gangi. Þeir þorðu ekki að segja það við mig fyrst því þeir héldu að ég myndi móðgast. Síðan sögðu þeir mér að ég væri lík fótboltamanni sem héti Mesut Özil. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég ákvað að gúggla hann og sá strax líkindi með okkur,“ segir Sigríður, sem oftast gengur undir nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið setti Sigga Lísa mynd af Özil á Facebook og fékk vægast sagt góð viðbrögð.Siggu Lísu finnst mjög fyndið að henni sé líkt við knattspyrnukappann.Mynd/úr einkasafni„Það fannst öllum þetta sjúklega fyndið. Mig skiptir þetta engu máli og mér sjálfri finnst þetta mjög fyndið. Sérstaklega finnst mér fyndið að fólk hafi gaman af þessu og ég tek þessu létt,“ segir Sigga Lísa glöð í bragði. Hún hefur snúið þessu upp í grín. „Ég er aðdáandi hans á Facebook og Instagram og kalla hann alltaf bróður minn. Á öskudaginn ákvað ég að vera Özil og það sáu allir að ég var hann þótt ég væri ekki með nafnið hans aftan á treyjunni. Hann er samt örugglega ekki eins stoltur af þessu og ég.“ En eru engar líkur á að Sigga Lísa og Özil séu í raun skyld? „Ég hef spurt mömmu og hún segir nei. En hvað veit maður?“ Özil spilar með þýska landsliðinu sem keppir um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu næstu helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu stolt af „bróður“ sínum. „Ég held með Þýskalandi af því að bróðir minn er í liðinu.“Özil spilar með Arsenal og þýska landsliðinu.vísir/getty Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég hef oft sagt við manninn minn að ég ætti að reyna að græða eitthvað á þessu,“ segir kennarinn Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil en hún uppgötvaði það fyrir algjöra slysni. „Ég var að kenna fyrir nokkrum árum þegar Özil var að spila með Real Madrid. Nokkrir strákar byrjuðu að benda á mig í tímanum og ég spurði þá hvað væri í gangi. Þeir þorðu ekki að segja það við mig fyrst því þeir héldu að ég myndi móðgast. Síðan sögðu þeir mér að ég væri lík fótboltamanni sem héti Mesut Özil. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég ákvað að gúggla hann og sá strax líkindi með okkur,“ segir Sigríður, sem oftast gengur undir nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið setti Sigga Lísa mynd af Özil á Facebook og fékk vægast sagt góð viðbrögð.Siggu Lísu finnst mjög fyndið að henni sé líkt við knattspyrnukappann.Mynd/úr einkasafni„Það fannst öllum þetta sjúklega fyndið. Mig skiptir þetta engu máli og mér sjálfri finnst þetta mjög fyndið. Sérstaklega finnst mér fyndið að fólk hafi gaman af þessu og ég tek þessu létt,“ segir Sigga Lísa glöð í bragði. Hún hefur snúið þessu upp í grín. „Ég er aðdáandi hans á Facebook og Instagram og kalla hann alltaf bróður minn. Á öskudaginn ákvað ég að vera Özil og það sáu allir að ég var hann þótt ég væri ekki með nafnið hans aftan á treyjunni. Hann er samt örugglega ekki eins stoltur af þessu og ég.“ En eru engar líkur á að Sigga Lísa og Özil séu í raun skyld? „Ég hef spurt mömmu og hún segir nei. En hvað veit maður?“ Özil spilar með þýska landsliðinu sem keppir um heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu næstu helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu stolt af „bróður“ sínum. „Ég held með Þýskalandi af því að bróðir minn er í liðinu.“Özil spilar með Arsenal og þýska landsliðinu.vísir/getty
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira