Adam Scott ræður til sín nýjan kylfusvein 22. desember 2014 19:00 Scott ásamt Kerr fyrr á árinu. Getty Images Fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott, staðfesti í dag að hann hefði ráðið til sín Mike Kerr sem kylfusvein en eftir að Steve Williams lagði pokan á hilluna fyrr á árinu hefur Scott ekki haft neinn sérstakan kylfusvein. Kerr hafði verið á reynslu hjá Scott á undanförnum vikum og var meðal annars á pokanum hjá honum þegar að Scott endaði í fimmta sæti á Opna ástralska og í öðru sæti á Ástralska PGA-meistaramótinu. Í kjölfarið fékk hann tilboð um að verða næsti kylfusveinn Scott en starfið ætti að gefa vel í aðra hönd þar sem hann hefur á síðustu árum verið einn tekjuhæsti kylfingur heims. „Ég er mjög ánægður með að Mike ákvað að ganga til liðs við mig fyrir næsta tímabil og ég er viss um að við eigum eftir að vinna vel saman inn á golfvellinum og utan hans,“ sagði Scott í tilkynningu. Mike Kerr er frá Zimbabwe en hann hefur starfað sem kylfusveinn á PGA-mótaröðinni sem og þeirri evrópsku. Þar hefur hann aðstoðað kylfinga á borð við Ernie Els, Lee Westwood og Miguel Angel Jimenez en síðast starfaði hann fyrir Thornbjorn Olesen. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott, staðfesti í dag að hann hefði ráðið til sín Mike Kerr sem kylfusvein en eftir að Steve Williams lagði pokan á hilluna fyrr á árinu hefur Scott ekki haft neinn sérstakan kylfusvein. Kerr hafði verið á reynslu hjá Scott á undanförnum vikum og var meðal annars á pokanum hjá honum þegar að Scott endaði í fimmta sæti á Opna ástralska og í öðru sæti á Ástralska PGA-meistaramótinu. Í kjölfarið fékk hann tilboð um að verða næsti kylfusveinn Scott en starfið ætti að gefa vel í aðra hönd þar sem hann hefur á síðustu árum verið einn tekjuhæsti kylfingur heims. „Ég er mjög ánægður með að Mike ákvað að ganga til liðs við mig fyrir næsta tímabil og ég er viss um að við eigum eftir að vinna vel saman inn á golfvellinum og utan hans,“ sagði Scott í tilkynningu. Mike Kerr er frá Zimbabwe en hann hefur starfað sem kylfusveinn á PGA-mótaröðinni sem og þeirri evrópsku. Þar hefur hann aðstoðað kylfinga á borð við Ernie Els, Lee Westwood og Miguel Angel Jimenez en síðast starfaði hann fyrir Thornbjorn Olesen.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira