Auglýsti vændi í gegnum vefsíðuna City of Love Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. nóvember 2014 21:27 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur á hendur fjörutíu einstaklingum í tengslum við kaup á vændi. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og er með þeim umfangsmestu sinnar tegundar hér á landi. Um er að ræða fjörutíu aðskilin mál en þau byggja vinnu rannsóknarhóps lögreglunnar á Suðurnesjum sem settur var saman til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. Vændiskaupamálið er eitt það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Áður höfðu tvö sambærileg mál ratað fyrir dómstóla þar sem samanlagt þrjátíu einstaklingar voru ákærðir fyrir kaup á vændi. Upphaf málsins má rekja til gruns um mansal en tékknesk kona og íslenskur karlmaður voru handtekin í ágúst á síðasta ári í tengslum við það. Í kjölfarið voru tugir meintra vændiskaupenda yfirheyrðir og sextíu og fjögur mál send til Ríkissaksóknara. Embættið tilkynnti í dag um að fjörutíu ákærur hefðu verið gefnar út.Þáttur íslenska mannsins er enn til rannsóknar samkvæmt heimildum fréttastofu en hann er grunaður um að hafa haft milligöngu um vændi. Tékkneska konan auglýsti vændi í gegnum vefsíðuna City of Love en símahlerunum var beitt við rannsókn málsins. Í ákæruskjali eins ákærða kemur fram að maðurinn hafi haft samband við konu heitið henni greiðslu upp á tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir vændi. Hann hafi síðan mælt sér mót við konuna í miðborg Reykjavíkur.Ákærurnar fjörutíu eru af þrenns konar toga. Í fyrsta lagi er um að ræða brot þar sem greitt er fyrir vændi. Í öðru lag er ákært fyrir að heita greiðslu fyrir vændi og í þriðja lagi er tilraun til vændiskaupa. Upphaflega bárust sextíu og fjögur mál til afgreiðslu ríkissaksóknara og afraksturinn eru þessi fjörutíu mál sem mynda eitt umfangsmesta vændismál sem lögreglan hefur rannsakað. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann fjórtánda nóvember næstkomandi miðað við upplýsingar frá verjendum og embætti Ríkissaksóknara er afar líklegt að um lokað þinghald verði að ræða. Ákærurnar varða brot gegn fyrsti málsgrein tvö hundruðustu og sjöttu greinar almennra hegningarlaga. Samkvæmt því ákvæði varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári aðgreiða eða heita greiðslu fyrir vændi. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur á hendur fjörutíu einstaklingum í tengslum við kaup á vændi. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og er með þeim umfangsmestu sinnar tegundar hér á landi. Um er að ræða fjörutíu aðskilin mál en þau byggja vinnu rannsóknarhóps lögreglunnar á Suðurnesjum sem settur var saman til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. Vændiskaupamálið er eitt það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Áður höfðu tvö sambærileg mál ratað fyrir dómstóla þar sem samanlagt þrjátíu einstaklingar voru ákærðir fyrir kaup á vændi. Upphaf málsins má rekja til gruns um mansal en tékknesk kona og íslenskur karlmaður voru handtekin í ágúst á síðasta ári í tengslum við það. Í kjölfarið voru tugir meintra vændiskaupenda yfirheyrðir og sextíu og fjögur mál send til Ríkissaksóknara. Embættið tilkynnti í dag um að fjörutíu ákærur hefðu verið gefnar út.Þáttur íslenska mannsins er enn til rannsóknar samkvæmt heimildum fréttastofu en hann er grunaður um að hafa haft milligöngu um vændi. Tékkneska konan auglýsti vændi í gegnum vefsíðuna City of Love en símahlerunum var beitt við rannsókn málsins. Í ákæruskjali eins ákærða kemur fram að maðurinn hafi haft samband við konu heitið henni greiðslu upp á tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir vændi. Hann hafi síðan mælt sér mót við konuna í miðborg Reykjavíkur.Ákærurnar fjörutíu eru af þrenns konar toga. Í fyrsta lagi er um að ræða brot þar sem greitt er fyrir vændi. Í öðru lag er ákært fyrir að heita greiðslu fyrir vændi og í þriðja lagi er tilraun til vændiskaupa. Upphaflega bárust sextíu og fjögur mál til afgreiðslu ríkissaksóknara og afraksturinn eru þessi fjörutíu mál sem mynda eitt umfangsmesta vændismál sem lögreglan hefur rannsakað. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann fjórtánda nóvember næstkomandi miðað við upplýsingar frá verjendum og embætti Ríkissaksóknara er afar líklegt að um lokað þinghald verði að ræða. Ákærurnar varða brot gegn fyrsti málsgrein tvö hundruðustu og sjöttu greinar almennra hegningarlaga. Samkvæmt því ákvæði varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári aðgreiða eða heita greiðslu fyrir vændi.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira