Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2014 12:37 „Þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ vísir/stefán Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Sjá meira
Átján ræstingarkonum hjá stjórnarráðinu hefur verið sagt upp störfum í sparnaðarskyni og verður þjónustan þess í stað keypt af verktakafyrirtæki. Talsmaður Eflingar segir þetta vera konur á seinniparti starfsævinnar sem eigi mjög erfitt með að finna aðra vinnu. Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar stéttarfélags segir að fyrir um hálfum mánuði hafi félagið fyrst heyrt af því að þetta stæði til og í síðustu viku hafi síðan 18 ræstingarkonur fengið uppsagnarbréf frá fasteignaumsýslu stjórnarráðsins. En ræstingar stjórnarráðsins verða framvegis í höndum verktakafyrirtækja. „Hér er um að ræða íslenskrar konur og margar af þeim á síðasta æviskeiði sínu. Þ.e.a.s. sextíu ára og eldri,“ segir Harpa. Á þessum aldri sé ekki auðvelt að fá aðra vinnu. „Nákvæmlega. Því við höfum gengið í gegnum þetta áður og þar höfum við séð að þessi hópur hefur ekki treyst sér til að taka við starfi sem er undir ræstingarfyrirtæki á almennum markaði þar sem allt aðrar kröfur eru gerðar,“ segir Harpa. Hjá verktakafyrirtækjunum sé t.d. ætlast til þess að ræstingarfólk fari mun hraðar yfir í störfum sínum. „Og mun lægri laun. Þannig að þetta er eitthvað sem við höfum áhyggjur af því að við sjáum að þessi hópur er síðan að fara á atvinnuleysisbætur,“ segir Harpa. Reynslan sýni að fólk sem komið sé yfir fimmtugt eigi mun erfiðara en yngra fólk með að fá aðra vinnu. Þannig sé Fólk á þessum aldri lítill hluti heildarfélagsmanna Eflingar, en stóri hluti félagsmanna á atvinnuleysisskrá. Harpa segir uppsagnir ræstingakvennanna hjá stjórnarráðinu lokahnykkinn á uppsögnum ræstingarfólks hjá ríkinu. „Alla vega sem snýr að okkar hópi (í Eflingu). Við höfum eins og ég sagði staðið í þessu áður og það var Landsspítali sem reið á vaðið strax í kjölfar hrunsins. En síðan tóku aðrar stofnanir við líka og þetta var kannski stærsti hópurinn sem eftir var hjá ríkinu,“ segir Harpa. Hún segir að það yrði fróðlegt að sjá hvað ríkið sparaði í heildina með uppsögnum þessa fólks. „Því ræstingarfyrirtækin eru náttúrlega eru ekki að þessu til að greiða með þessu. Það er auðvitað alveg ljóst því eitthvað munu þau fá fyrir sinn snúð. En það sem snertir einstaklinginn er að hann er að fá lægri laun. Hann er með minni réttindi því t.d. mótframlag í lífeyrissjóði er mun hærra ef þú ert að vinna hjá ríki eða sveitarfélagi. Þannig að það er ákveðinn sparnaður þar,“ segir Harpa Ólafsdóttir.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Sjá meira