Lögreglan skráir ekki stjórnmálaskoðanir fólks Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:03 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir samantekt lögreglunnar um mótmæli og mótmælendur í búsáhaldabyltingunni einstaka og ekki verði unnin sams konar skýrsla í framtíðinni. Lögreglan fylgist ekki með og skrái stjórnmálaskoðanir fólks. Samantekt sem Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn gerði um mótmæli, mótmælendur og störf lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni hefur valdið miklu fjaðrafoki. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftilitsnefndar Alþingis í morgun. En þegar skýrslan var birt á dögunum sáust m.a. nöfn fólks, þótt reynt hafi verið að strika yfir þau. Lögreglustjóri sagði Persónuvernd vera með þessi mál í skoðun. „Þannig að ég á von á því að ef þeir telja að það hafi verið farið út fyrir einhverjar heimildir verði þeirri skoðun komið á framfæri við okkur. Eftir því sem ég best veit þá er þetta einstakt dæmi. Ég veit ekki til þess að það séu til fleiri svona skýrslur. Ég hef a.m.k. ekki séð fleiri svona skýrslur,“ sagði Sigríður Björk þegar hún sat fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Þá sagði lögreglustjórinn það vera hlutverk Alþingis að ákveða hvort komið yrði á sérstöku innra eða ytra eftiliti með lögreglunni. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata sem er nafngreind oft í skýrslunni lýsti vonbrigðum sínum með vinnubrögð lögreglunnar og nefndi nokkur dæmi úr skýrslunni. „Ég verð að segja það fyrir mína parta eftir að hafa lesið þessa skýrslu að ég er mjög óörugg gagnvart ykkur. Mér finnst mjög óþægilegt að hafa ykkur inn á þing. Mér finnst það mjög óþægilegt þegar ég les um það hvernig lögreglan túlkar hvernig starfsmenn þingsins hugsa um ákveðna þingmenn. Mér finnst þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Birgitta við fulltrúa lögreglunnar á nefndarfundinum í morgun. Lögreglustjóri sagði að brugðist hafi verið við og farið verði yfir alla ferla lögreglunnar og samband haft við fólk sem nafngreint sé í skýrslunni. Er lögreglan með einhverjum hætti í dag að safna upplýsingum um stjórnmálalegar skoðanir einstaklinga í þjóðfélaginu? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Við höldum ekki gagnagrunna um skoðanir fólks, pólitískar skoðanir eða neitt slíkt,“ segir Sigríður Björk. Þótt skráðar séu upplýsingar um þá sem standi fyrir mótmælum á hverjum tíma og hvernig þau fóru fram.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira