Áfrýjun FH skilaði engu - sektin og bann Doumbia standa óbreytt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2014 10:50 Kassim Doumbia var ekki sáttur með Kristinn Jakobsson. Vísir/Andri Marinó Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur nú staðfest úrskurði Aga- og Úrskurðarnefndar í tveimur málum sem knattspyrnudeild FH skaut til til dómstólsins en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Úrskurðir nefndarinnar, varðandi sekt vegna framkvæmd leiks annars vegar og fjögurra leikja bann leikmannsins Kassim Doumbia hinsvegar, standa því óhaggaðir. FH-ingar þurfa því að borga hámarkssekt vegna háttsemi áhorfenda í leik FH og Stjörnunnar þann 4. október 2014 en það eru hundrað þúsund krónur. „Fyrir liggja skýrslur dómara leiksins, Kristins Jakobssonar, og eftirlitsmanna, Braga V. Bergmann, sem báðar eru á einn veg. Framkvæmd leiksins var óviðundandi. Framkoma beggja liða var óviðunandi. Framkoma áhorfenda og stuðningsmanna beggja liða var óviðunandi. Öryggisgæsla á leiknum var óviðunandi. Dómurum leiksins fannst þeim stafa ógn af leikmönnum beggja liða og áhorfendum og/eða stuðningsmönnum liðanna," segir meðal annars í dómnum sem má finna allan hér. Kassim Doumbia missti gjörsamlega stjórn á sér í leikslok og ætlaði að ráðast á Kristinn Jakobsson dómara. Það þurfti marga til að halda honum. „Samkvæmt skýrslu dómara leiksins og eftirlitsmanns með framkvæmd leiksins var Kassim Doumbia vikið af leikvelli vegna stjórnlausrar og ógnandi hegðunar í garð dómara eftir að leik lauk," segir meðal annars í dómnum en þetta var annað rauða spjald Kassim Doumbia á tímabilinu. „.. dómari leiksins taldi hegðun leikmannsins stjórnlausa og ógnandi gagnvart dómurum leiksins, þannig að hætta stafaði af, auk þess sem leikmaðurinn hafi haft upp svívirðingar og grófar aðdróttanir í garð dómarateymisins," segir ennfremur í dómnum sem má finna allan hér.Kassim Doumbia missti algjörlega stjórn á sér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur nú staðfest úrskurði Aga- og Úrskurðarnefndar í tveimur málum sem knattspyrnudeild FH skaut til til dómstólsins en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Úrskurðir nefndarinnar, varðandi sekt vegna framkvæmd leiks annars vegar og fjögurra leikja bann leikmannsins Kassim Doumbia hinsvegar, standa því óhaggaðir. FH-ingar þurfa því að borga hámarkssekt vegna háttsemi áhorfenda í leik FH og Stjörnunnar þann 4. október 2014 en það eru hundrað þúsund krónur. „Fyrir liggja skýrslur dómara leiksins, Kristins Jakobssonar, og eftirlitsmanna, Braga V. Bergmann, sem báðar eru á einn veg. Framkvæmd leiksins var óviðundandi. Framkoma beggja liða var óviðunandi. Framkoma áhorfenda og stuðningsmanna beggja liða var óviðunandi. Öryggisgæsla á leiknum var óviðunandi. Dómurum leiksins fannst þeim stafa ógn af leikmönnum beggja liða og áhorfendum og/eða stuðningsmönnum liðanna," segir meðal annars í dómnum sem má finna allan hér. Kassim Doumbia missti gjörsamlega stjórn á sér í leikslok og ætlaði að ráðast á Kristinn Jakobsson dómara. Það þurfti marga til að halda honum. „Samkvæmt skýrslu dómara leiksins og eftirlitsmanns með framkvæmd leiksins var Kassim Doumbia vikið af leikvelli vegna stjórnlausrar og ógnandi hegðunar í garð dómara eftir að leik lauk," segir meðal annars í dómnum en þetta var annað rauða spjald Kassim Doumbia á tímabilinu. „.. dómari leiksins taldi hegðun leikmannsins stjórnlausa og ógnandi gagnvart dómurum leiksins, þannig að hætta stafaði af, auk þess sem leikmaðurinn hafi haft upp svívirðingar og grófar aðdróttanir í garð dómarateymisins," segir ennfremur í dómnum sem má finna allan hér.Kassim Doumbia missti algjörlega stjórn á sér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira