Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2014 10:56 Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, segir skýrsluna um DV mótsagnakennda og fráleitar eru hugmyndir á borð við þær að blaðamenn komi að kostnaði vegna dómsmála. Eggert Skúlason hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við DV, og nýtir sér nú þá reynslu sína við úttektina á blaðinu. Núverandi eigendur DV létu gera úttekt á fjölmiðlinum og á sunnudagskvöld var starfsmönnum afhent skýrsla sem Eggert Skúlason og Eygló Jónsdóttir hjá almannatengslafyrirtækinu Franca ehf skrifa undir. Þar er sett útá eitt og annað varðandi DV en, Vísir birtir skýrsluna í heild sinni, meðfylgjandi.Baldur Guðmundsson og Jón Bjarki Magnússon, sem löngum hefur verið kallaður Litli DV-maðurinn. Verk þeirra og annarra starfsmanna eru undir smásjá Eggerts og Eyglóar og þau telja að þeir tveir, og kollegar þeirra, megi heldur betur taka sig á.Vísir hefur rætt við starfsmenn blaðsins og eru þeir afar ósáttir við eitt og annað sem fram kemur í skýrslunni. Þeim þykir sérkennilegt að verk þeirra séu lögð undir mælistiku almannatengla, ekki síst Eggerts Skúlasonar sem hefur átt í stælum við blaðið í gegnum tíðina, til dæmis sem talsmaður Eiðs Smára Guðjonsen knattspyrnukappa, sem fór í mál við blaðið þegar það greindi frá fjármálum hans; nokkuð sem þeir töldu engum koma við. Þá þykir eftirfarandi skjóta skökku við, þar sem lagt er til að blaðamenn taki sjálfir þátt í kostnaði sem getur komið til vegna málskostnaðar á hendur útgáfunni, það gefi hreinlega til kynna að þeir sem að úttektinni standa viti ekki mikið um hvað þeir eru að fjalla: „Enginn útgáfa hefur fjárhagslega burði til að greiða háar fjárhæðir í skaðabætur og/eða til lögmanna. Útgáfufélag DV hefur greitt milljónatugi á undanförnum árum í þessu skyni og það hefur leikið fjárhag blaðsins illa. Slíkt getur ekki gengið áfram. Hér kæmi fyllilega til greina að blaðamenn taki á sig hluta af þeim kostnaði sem verður til vegna málssóknar á hendur útgáfunni, vegna þeirra skrifa. Slík þátttaka yrði aldrei meiri en táknræn, en þó þannig að hún gæti tekið mið af einum mánaðarlaunum, eins og þekkt er hjá öðrum fjölmiðlum.“Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, gefur ekki mikið fyrir skýrsluna.visir/stefánÆpandi mótsagnir í úttektinniHjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands og honum þykir beinlíns sérkennilegt að svona úttekt fari fram á fortíðinni. „Ég átta mig ekki á hver tilgangurinn er með því. Alltaf gott að fara yfir vinnubrögð en það er þá eðlilegt að það sé gert af ritstjórninni sjálfri.“En, er ekki vont að vera dómari í eigin sök? „Það er auðvitað eðlilegt að menn stundi sjálfsgagnrýni og fari yfir það sem gert hefur verið. Þannig bæta menn vinnubrögðin. Það gerist í fótboltaliðum og lífinu sjálfu. Að menn geta gert betur. Og fullkomlega eðlilegt að slíkri vinnu sé stýrt af ritstjórnum sjálfum. Man ekki til að þetta hafi verið gert áður.“ Varðandi það að blaðamenn sjálfir komi að kostnaði vegna málaferla, þá segir Hjálmar það algerlega fráleitt. „Í fyrsta lagi segir í fjölmiðlalögum að útgáfan beri ábyrgð. Í öðru lagi kemur fram í úttektinni að það eigi að leggja meiri ábyrgð á fréttastjóra og ritstjóra. Í þessu er algjör mótsögn. Þetta er eiginlega svo fráleitt að það tekur engu tali. Ef þetta ætti að vera reglan þá þarf þess náttúrlega að sjást staður í kjörum blaðamanna,“ segir Hjálmar. Hann bendir jafnframt á að allir blaðamenn fagni því að taka ábyrgð á eigin verkum enda búi þeir við það að þurfa að leggja verk sín í dóm almennings á hverjum einasta degi. Hjálmar bendir á að það sé eitt jákvætt í úttektinni sem er að þar er bent á að menn hafi tíma og tækifæri til að sinna rannsóknarblaðamennsku, það sé ágætt.Hallgrímur Thorsteinsson ritstjóri DV hefur nú skýrsluna á borði sínu og mun væntanlega leggja línurnar út frá efni hennar.visir/gvaForvitnileg skýrslaSkýrslan er að sönnu forvitnileg, en þar kemur til dæmis fram að ritstjórnarstefnuna þurfi að endurskoða, þar sé til að mynda hvergi að finna orðið sanngirni. Í skýrslunni er lagt til að vefsvæði blaðsins sé eflt til muna og athugasemdakerfinu sé lokað að nóttu til, svo netdólgar leiki þar ekki lausum hala. „... skítkast og dónaskapur eyðileggur fyrir góðum fréttum og setur vefinn niður. Þetta er hluti af ímyndarvanda blaðsins eins og glögglega mátti sjá í Áramótaskaupinu síðustu ár.“ Þá er nefnt að blaðið eigi við fortíðarvanda að stríða, það hafi hampað einum en ofsótt annan, og eru sandkorn, örfréttir eða slúður blaðsins, sérstaklega nefnt í því samhengi. Í skýrslunni er sagt að rætt hafi verið við álitsgjafa, reynda blaðamenn auk þess sem starfsmönnum var gert að svara spurningalista, og kvartað undan því að ekki hafi verið nema 50 prósenta svörun. Þá voru blaðamenn teknir í svonefnd rýniviðtöl. Í samtali Vísis við starfsmenn kemur fram að þeim hafi verið gert að segja álit sitt á nafngreindum kollegum sínum, og hreinlega þótt það fremur fautalegt. Þó skýrslan sé ekki löng er komið víða við, og til að mynda sagt að það vanti sturtu á vinnustað, þar megi vera snyrtilegra og vakin athygli á því að þar sé keyrt á sjóræningjatölvubúnaði, sem sé hreinlega ólöglegt. En, hér fyrir neðan má sjá skýrsluna í heild sinni:Ekki eru það síst verk þeirra feðga, fyrrverandi ritstjóranna Jóns Trausta Reynissonar (seinna framkvæmdastjóra DV) og Reynis Traustasonar, sem eru til umfjöllunar í skýrslunni. En milli þeirra er Heiða B. Heiðarsdóttir fyrrverandi auglýsingastjóri.visir/gvaÚttektin á DV DV – staðan og leiðarljós til framtíðar Inngangur Franca ehf – almannatengslafyrirtæki, var falið að vinna stefnumótun fyrir útgáfufélag DV. Óskað var eftir tillögum um hvernig mætti styrkja undirstöður vörumerkisins DV og dv.is. Jafnframt var þess óskað að reynt yrði að meta stöðu fjölmiðilsins í íslensku samfélagi og hver viðhorf til hans væru. Í þriðja lagi var óskað eftir tillögum um hvernig efla mætti blað og fjömiðil; tekjugrunn, bæði áskriftarsölu og auglýsingaöflun. Eggert Skúlason, fyrrverandi fréttamaður og almannatengill og Eygló Jónsdóttir, almannatengill, unnu tillögur þar að lútandi. Upplýsinga var aflað með þeim hætti að send var út netkönnun til starfsmanna félagsins og þeir spurðir um stöðu miðilsins og helstu kosti og galla. Því miður var svörun í könnuninni ekki nema 50% og er það miður þegar horft er til þess hversu mikilvægt verkefnið er. Viðtöl voru tekin við nær alla starfsmenn og leitað var álits hjá fólki úr fjölmiðlastétt, með mikla reynslu í faginu.Gildi Á dv.is segir; „Æðstu gildi DV eru sannleikurinn og lýðræðið. DV miðar fréttamat sitt við hagsmuni og áhuga almennings og á efnisval ritstjórnar að lúta þeim lögmálum. DV er gagnrýninn fjölmiðill.“ Eitt af einkunnarorðum miðilsins er; „Þorir þegar aðrir þegja”. Ritstjórnarstefna blaðsins er birt á vefnum dv.is. Hún þarfnast endurskoðunar. Orðið sanngirni er hvergi að finna í ritstjórnarstefnunni og í sjöunda og síðasta lið hennar segir að aðalfundur DV ehf taki endanlega ákvörðun um ritstjórnarstefnu. Er slíkt jafnan í verkahring ábyrgðarmanna fjölmiðla og ritstjóra. Nauðsynlegt er að færa ritstjórnarstefnuna nær því hlutverki sem fjölmiðlar geta og eiga að sinna, sem er miðlun upplýsinga á sanngjarnan og hlutlausan hátt til almennings. Í öðrum lið ritstjórnarstefnunnar segir “…að upplýstur almenningur sé uppspretta hins réttláta valds…” Ekki er ljóst hvað þetta þýðir nákvæmlega eða hvað þetta hefur að gera með ritstjórnarstefnu fjölmiðils. Það er ekki hlutverk fjölmiðils að líta á sig valdastofnun.Hlutverk DV er og hefur lengi verið mikilvægur miðill fyrir íslenskt samfélag. DV á að vera gagnrýnið „götublað“ og stunda það sem kallað er almennt - gul pressa eða tabloid. Blaðið á að vera aðgangshart en það má ekki vera árásargjarnt. Og það á að veita öllum aðhald, ekki bara sumum. Sama lína verður yfir alla að ganga, því áberandi er að álitsgjafar telja að DV hafi dregið fólk í dilka á undanförnum árum; sumum hafi verið hampað, en aðrir fengið fyrir ferðina. Í samtölum við starfsmenn notuðu þeir gjarnan orðið “agressivt blað” þegar þeir lýstu DV og viðurkenna að á stundum hafi vinnubrögð mátt vera vandaðri. Áherslu verður að leggja á að blaðamenn starfi samkvæmt íslenskum lögum og í samræmi við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Stórum hópum í íslensku samfélagi er hreinlega illa við fjölmiðilinn. Kemur þar margt til. Starfsfólk kannast við þetta og þetta viðhorf er mjög hamlandi fyrir DV, bæði í auglýsingasölu og ekki síður birtist þetta í því að áskriftir ná sér ekki á flug og lestur blaðsins hefur farið þverrandi hin síðari ár. Lesendum og ýmsu fjölmiðlafólki, sem rætt hefur verið við fyrir þessa úttekt, finnst sem blaðið hafi verið fært meira út á jaðarinn en góðu hófi gegnir og efnistök þess og stundum skoðanir stríði þess vegna á móti lífsskoðunum stórs hóps lesenda. Fer það illa saman við meginmarkmið blaðsins um að starfa í samræmi við áhuga almennings. Vefurinn dv.is er þriðji mest lesni vefur landsins og þar liggja án efa stærstu tækifæri fyrirtækisins til framtíðar og er brýnt að grípa þau án tafar. Lagt er til að DV verði áfram aðgangshart götublað sem taki á málum sem aðrir fjölmiðlar veigra sér við, eða finni aðra spennandi fleti á helstu fréttamálum samtímans. Nauðsynlegt er að DV uppfæri og endurskoði ritstjórnarstefnu sína. Reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði eiga að liggja fyrir og verið sendar Fjölmiðlanefnd, samkvæmt lögum. Til að bæta ímynd blaðsins í augum almennings er lagt til að orðunum sanngirni og hlutleysi verði fundinn staður í ritstjórnarstefnunni. Ekki má rugla saman hugtakinu ritstjórnarlegt sjálfstæði og því að blaðamenn megi fjalla óheft um sín hugðarefni. Verkstýring þarf að vera með þeim hætti að fréttastjórar og ritstjóri standi undir nafni og tryggi að efnistök séu í samræmi við ritstjórnarstefnu. Líkt og gert er á öllum fjölmiðlum. DV þarf einnig að setja sér hæfisreglur. Slíkar reglur eru hluti af því að auka trúverðugleika fjölmiðilsins. Blaðamenn DV segjast telja að erfitt sé, og jafnvel ekki hægt, að ástunda fullkomlega hlutlausa blaðamennsku. Í ljósi þess er mikilvægt að blaðamenn fjalli ekki um mál sem þeir tengjast eða hafi mjög sterkar persónulegar skoðanir á. Jafnframt er ekki æskilegt að blaðamenn séu jafnframt leiðarahöfundar og/eða pistlahöfundar. Álitsgjafar höfðu orð á tvennu sem setji slæman brag á forsíðu dv.is og standi frekari framþróun vefsins fyrir þrifum. Annars vegar veikburða bloggsvæði með fáum virkum bloggurum. Það gefi þá mynd að ekki sé eftirsóknarvert að blogga á vef DV, pistlar eftir sömu höfunda standi dögum saman og margir höfundar eru ekki sérstaklega sterkir á ritvellinum og skapi því lítil viðbrögð og enga umræðu. Hins vegar er athugasemdakerfi dv.is gegnum Facebook. Þar er fámennur hópur „virkra í athugasemdum“ sem mörgum ofbýður orðbragð. Fjölmargt sem þar birtist brýtur gegn meiðyrðalöggjöfinni. Lagt er til að virkari ritstýring verði tekin upp á svæðinu. Þeim verði meinaður aðgangur sem gæta ekki að orðbragði og eðlilegum mannasiðum. Farið verði að dæmi erlendra fjölmiðla og t.d. lokað á athugasemdakerfi á nóttinni, þegar ekkert eftirlit blaðamanna er með kerfinu. DV á að beita sér fyrir skemmtilegu athugasemdakerfi með gagnrýnni umræðu og frjórri rökræðu, en skítkast og dónaskapur eyðileggur fyrir góðum fréttum og setur vefinn niður. Þetta er hluti af ímyndarvanda blaðsins eins og glögglega mátti sjá í Áramótaskaupinu síðustu ár.Framtíðarsýn DV var stórveldi á sínum tíma. Án efa er hægt að gera DV að öflugum fjölmiðli, en það mun taka tíma, þolinmótt fjármagn, krefjast úthalds og agaðra vinnubragða. Allir sem rætt var við tiltóku að fortíð blaðsins væri því fjötur um fót. Síðustu misseri hafa verið erfið fyrir DV, ekki síst vegna innbyrðis deilna í hluthafahópi blaðsins sem fóru fram fyrir opnum tjöldum. Athygli vekur að bæði núverandi og fyrrverandi blaðamenn blaðsins og utaðankomandi álitsgjafar, tiltaka sérstaklega að blaðið hafi sett niður með ítrekuðum og nafnlausum árásum á aðila undir merkjum Sandkorns. Blaðið þarf að upplýsa og sannfæra almenning um að áfram verði haldið á þeirri braut að stinga á kýlum í samfélaginu, en um leið að fjölmiðillinn sjálfur sé ekki eitt slíkra kýla. Endurskoðuð ritstjórnarstefna, faglegri vinnubrögð og sanngjarnari, án þess að nokkur afsláttur sé gefinn á aðgangshörkunni er lykilatriði þess að hefja DV upp úr því fari sem miðillinn er í og gera það að alvöru rannsóknarblaði sem mark er tekið á. Það er eftirspurn eftir fjölmiðli eins og DV, sem tekur á viðkvæmum og oft umdeildum málum. En slíkur fjölmiðill dansar á línunni og þarf stöðugt að vanda sig. Og hann þarf að fara að lögum. Enginn útgáfa hefur fjárhagslega burði til að greiða háar fjárhæðir í skaðabætur og/eða til lögmanna. Útgáfufélag DV hefur greitt milljónatugi á undanförnum árum í þessu skyni og það hefur leikið fjárhag blaðsins illa. Slíkt getur ekki gengið áfram. Hér kæmi fyllilega til greina að blaðamenn taki á sig hluta af þeim kostnaði sem verður til vegna málssóknar á hendur útgáfunni, vegna þeirra skrifa. Slík þátttaka yrði aldrei meiri en táknræn, en þó þannig að hún gæti tekið mið af einum mánaðarlaunum, eins og þekkt er hjá öðrum fjölmiðlum. Einn af álitsgjöfum sagði DV ekki bjóða upp á nægilega fjölbreytt efnistök. Mikið væri fjallað um sömu málin, og þó svo að mikilvægt væri að fylgja vel eftir málum vottaði stundum fyrir allt að því þráhyggju-blaðamennsku. Þetta getur jafnframt orðið til þess að ýta undir þá umræðu að blaðið leggi tiltekna aðila í einelti. Því þarf að passa í þessu eins og öðru að hófsemi sé gætt og allrar sanngirni. Verkferlar þurfa að vera skýrir. Þegar blaðamaður sem er að skrifa um viðkvæmt mál hefur sent frá sér grein, virðist ekki öruggt að ritstjóri eða fréttastjóri lesi yfir efnið. Slíkt er fáheyrt á alvöru fjölmiðlum. Lagt er til að verkferill verði mótaður og honum fylgt eftir með þeim hætti að komið verði í veg fyrir að vafaatriði fari til birtingar. Þar sem stunduð er rannsóknarblaðamennska er ábyrgðin hvað mest. Blaðamenn DV eiga kröfu á því að nægilegur tími gefist í verkefni og þeim sé tryggð sú aðstaða sem þörf er á til að vinna að svo vandasamri blaðamennsku. Þörf er að endurskipa blaðamönnum til verka á ritstjórn DV. Sérstaklega þarf að fjölga blaðamönnum sem skrifa fyrir vefinn. Þrjú vaktaskipt stöðugildi myndu strax verða mjög til bóta. Hinu máttlitla bloggsvæði DV mætti einfaldlega breyta í vettvang fyrir kjallagreinar. Þar mætti birta reglulegar greinar eftir valda höfunda og endurvekja þannig kjallaragreinarnar sem voru svo vinsælar í DV fyrr á árum.SVÓT greining Sterkar hliðarMannauðurinn í dagwww.dv.is Vörumerkið DVSérstaða í blaðamennskuÁskrifendagrunnur Veikar hliðarwww.dv.isTölvu- og hugbúnaðurÍmynd DVFáir blaðamenn á dv.isVörumerkið DVSérstaða í blaðamennskuOrðsporLítið traustFortíðardraugarTvö blöð á viku? ÓgnirFríblöðInnkoma sambærilegs miðilsMinnkandi lestur prentmiðlaFækkun áskrifendaMikil samkeppni á auglýsingamarkaðiÓvildKærumálTölvukerfi tala ekki samanLeyfislaus hugbúnaður TækifæriHalda sérstöðuVandaðri vinnubrögðÖflugur og gagnvirkur netmiðillByggja upp ímynd og traustFjölga áskrifendumAuka auglýsingatekjur Styrkur DV sem miðils í dag er hefðin, nafnið og starfsfólkið. DV byggir á gömlum merg; Dagblaðið Vísir var stofnað árið 1910 sem óháð frétta- og auglýsingablað fyrir Reykvíkinga. Í öllum þeim hræringum sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði og lítur að eignarhaldi hafa starfsmenn DV - þessi sterki og samheldni hópur náð að halda úti blaði. Vörumerkið DV og dv.is er eitt af sterkari vörumerkjum á markaðnum og um leið eitt það umdeildasta í hugum almennings. Sérstaða DV eru efnistök miðilsins og er þar af leiðandi styrkur þess. Efnistökin eru án efa aðalsmerki DV en eru um leið vandmeðfarin og umdeild. Til að styrkja það betur þarf að vanda vinnubrögðin og vinna efnið til enda. Eins og einn starfsmaður sagði; „Þótt þú sért dólgur, þarftu ekki að vera vondur dólgur.“ DV á í dag áskrifendur bæði að blaðinu og á netinu og þetta eru verðmæti sem þarf að hlúa að og stækka hópinn. Veikleikar DV í dag er meðal annars dv.is. Vefurinn hefur verið í miklu lamasessi um langt skeið og ótrúlegt hvað hann heldur heimsóknum þar sem kerfið hefur verið nánast ónothæft á köflum. Einn til þrír blaðamenn sinna skrifum fyrir netmiðilinn. Fréttum sem eru opnar og ekki einungis fyrir áskrifendur, fer fækkandi og hætt er við að vefurinn verði óspennandi fyrir hinn almenna notanda. Það haldast oft í hendur styrkur og veikleiki. Sterka vörumerkið DV á sér marga óvildarmenn og stór hópur les ekki miðla DV, eða vill að minnsta kosti ekki viðurkenna það. Einnig eru efnistök miðlanna mjög umdeild og þarf starfsfólk því sérstaklega að vanda sig. Orðspor og ímynd miðilsins meðal almennings er mjög slæmt. Fortíðardraugar fylgja miðlinum bæði hjá almenningi og starfsfólki. DV glímir við margar ógnanir eins og aðrir miðlar á þessum erfiða markaði. Fríblöð keppa við áskriftablöðin um auglýsendur og hafa það fram yfir áskriftarblöðin að vera dreift inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Lesendur vilja hafa miðil sem er hispurslaus í efnistökum en jafnframt heiðarlegur í fréttaflutningi. Tækifæri DV felast m.a. í því að halda sérstöðu sinni. Vera áfram aðgangsharður miðill með breyttum vinnubrögðum. Vandaðri vinnubrögð er krafan sem DV stendur frammi fyrir, hvort sem um er að ræða frá almenningi eða viðmælendum blaðsins. Blaðamenn DV kvarta undan því að oft vinnist ekki nægur tími til að fullvinna verkefni. Fréttir DV eru yfirleitt af þeim toga að aðrir miðlar eru ekki endilega að skoða sömu mál. Þessi staðreynd ætti að gefa DV tækifæri til að forgangsraða málum og vinna betur viðkvæmu málin, ef á þarf að halda. Til að komast hjá málsókum er besta leiðin - vandaðri vinnubrögð. dv.is hefur verið nánast ónohæfur en er samt þriðji vinsælasti vefur landsins í samræmdri vefmælingu. Vefurinn er klárlega tækifæri sem þarf að lagfæra svo fljótt sem auðið er og koma í nútímalegt horf. Nái DV að byggja upp traust og efla ímynd sína er mjög líklegt að áskrifendum fjölgi og að sama skapi auglýsendum.Starfsumhverfi Ritstjórn DV er í opnu rými og rýmið er mjög lítið miðað við fjölda fólks sem vinnur á starfstöðinni. Flestir blaðamanna segjast kunna þessu vel en þó eru undantekningar á. Í ljósi þess hve mörg þeirra mála sem fjallað er um á ritstjórninni eru viðkvæm, þarf að tryggja að lokað afdrep sé í boði. Skiptar skoðanir eru meðal starfsmanna um hvort húsnæðið henti starfseminni. Bílastæðavandi er mikill og dýrt er að leggja í miðbænum. Starfsmenn eru hins vegar flestir ánægðir með staðsetningu húsnæðisins. Hafandi skoðað húsnæðið og rætt við starfsmenn leggjum við til að eigendur velti alvarlega fyrir sér að leita að hentugra húsnæði fyrir starfsemina. Tölvubúnaður á ritstjórn er stórt spurningamerki. Starfsmenn kvarta ekki undan vélbúnaði, en það er engu fyrirtæki sæmandi að keyra hluta starfsemi sinnar á sjóræningja útgáfum af hugbúnaði. Þessu þarf að kippa í liðinn strax, enda beinlínis ólöglegt. Salernisaðstaða er bágborin. Ekki er sturta í boði fyrir starfsmenn en nokkur hluti starfsmanna ferðast til vinnu með öðrum hætti en á bíl. Viðhald á húsnæðinu er af skornum skammti. Hurðarkarmur við útidyr er laus og er það ekki til þess fallið að efla ímynd félagsins. Þrif mættu vera betri og ýmsir smáhlutir eru úr sér gengnir. Nýliðar fá takmarkaðar upplýsingar og er hent út í djúpu laugina. Það er ekki heillavænlegt í umhverfi sem er jafn erfitt og það sem blaðamenn DV hrærast í.Tillögur Við leggjum til eftirfarandi tillögur: Ritstjórnarstefna DV verði endurskoðuð. DV kynni endurskoðaða ritstjórnarstefnu opinberlega með afgerandi hætti og vinni framvegis eftir henni. DV setji sér starfs- og hæfisreglur, sérstaklega fyrir blaðamenn. Vefurinn dv.is verði lagfærður hið fyrsta og hann uppfærður. Facebook kommentakerfi dv.is verði lokað þegar blaðamenn eru ekki á vakt. Ritsóðum verði úthýst úr kerfinu. Í framhaldi af ofangreindu verði farið í öflugt markaðsátak bæði í tengslum við vef og pappírsútgáfu. Netblaðamönnum verði fjölgað um a.m.k. einn. Vaktir verði endurskipulagðar. DV fjárfesti þegar í stað og innleiði löglegan hugbúnað. Við sama tækifæri verði hugað að því að hugbúnaður sé samræmdur. Sett verði upp nýliðaprógram fyrir þá starfsmenn sem hefja störf á blaðinu. Fólki verði kynnt vinnubrögð, verkferlar og ritstjórnarstefna. DV upplýsi um eigendur og slíkar upplýsingar séu ávallt aðgengilegar á vef miðilsins og uppfærðar svo fljótt sem auðið er, verði breyting á eignarhaldi. Kannað verði hvort hentugra húsnæði sé í boði fyrir starfsemina. Reykjavík 28. október 2014Eggert SkúlasonEygló Jónsdóttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Eggert Skúlason hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur við DV, og nýtir sér nú þá reynslu sína við úttektina á blaðinu. Núverandi eigendur DV létu gera úttekt á fjölmiðlinum og á sunnudagskvöld var starfsmönnum afhent skýrsla sem Eggert Skúlason og Eygló Jónsdóttir hjá almannatengslafyrirtækinu Franca ehf skrifa undir. Þar er sett útá eitt og annað varðandi DV en, Vísir birtir skýrsluna í heild sinni, meðfylgjandi.Baldur Guðmundsson og Jón Bjarki Magnússon, sem löngum hefur verið kallaður Litli DV-maðurinn. Verk þeirra og annarra starfsmanna eru undir smásjá Eggerts og Eyglóar og þau telja að þeir tveir, og kollegar þeirra, megi heldur betur taka sig á.Vísir hefur rætt við starfsmenn blaðsins og eru þeir afar ósáttir við eitt og annað sem fram kemur í skýrslunni. Þeim þykir sérkennilegt að verk þeirra séu lögð undir mælistiku almannatengla, ekki síst Eggerts Skúlasonar sem hefur átt í stælum við blaðið í gegnum tíðina, til dæmis sem talsmaður Eiðs Smára Guðjonsen knattspyrnukappa, sem fór í mál við blaðið þegar það greindi frá fjármálum hans; nokkuð sem þeir töldu engum koma við. Þá þykir eftirfarandi skjóta skökku við, þar sem lagt er til að blaðamenn taki sjálfir þátt í kostnaði sem getur komið til vegna málskostnaðar á hendur útgáfunni, það gefi hreinlega til kynna að þeir sem að úttektinni standa viti ekki mikið um hvað þeir eru að fjalla: „Enginn útgáfa hefur fjárhagslega burði til að greiða háar fjárhæðir í skaðabætur og/eða til lögmanna. Útgáfufélag DV hefur greitt milljónatugi á undanförnum árum í þessu skyni og það hefur leikið fjárhag blaðsins illa. Slíkt getur ekki gengið áfram. Hér kæmi fyllilega til greina að blaðamenn taki á sig hluta af þeim kostnaði sem verður til vegna málssóknar á hendur útgáfunni, vegna þeirra skrifa. Slík þátttaka yrði aldrei meiri en táknræn, en þó þannig að hún gæti tekið mið af einum mánaðarlaunum, eins og þekkt er hjá öðrum fjölmiðlum.“Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, gefur ekki mikið fyrir skýrsluna.visir/stefánÆpandi mótsagnir í úttektinniHjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands og honum þykir beinlíns sérkennilegt að svona úttekt fari fram á fortíðinni. „Ég átta mig ekki á hver tilgangurinn er með því. Alltaf gott að fara yfir vinnubrögð en það er þá eðlilegt að það sé gert af ritstjórninni sjálfri.“En, er ekki vont að vera dómari í eigin sök? „Það er auðvitað eðlilegt að menn stundi sjálfsgagnrýni og fari yfir það sem gert hefur verið. Þannig bæta menn vinnubrögðin. Það gerist í fótboltaliðum og lífinu sjálfu. Að menn geta gert betur. Og fullkomlega eðlilegt að slíkri vinnu sé stýrt af ritstjórnum sjálfum. Man ekki til að þetta hafi verið gert áður.“ Varðandi það að blaðamenn sjálfir komi að kostnaði vegna málaferla, þá segir Hjálmar það algerlega fráleitt. „Í fyrsta lagi segir í fjölmiðlalögum að útgáfan beri ábyrgð. Í öðru lagi kemur fram í úttektinni að það eigi að leggja meiri ábyrgð á fréttastjóra og ritstjóra. Í þessu er algjör mótsögn. Þetta er eiginlega svo fráleitt að það tekur engu tali. Ef þetta ætti að vera reglan þá þarf þess náttúrlega að sjást staður í kjörum blaðamanna,“ segir Hjálmar. Hann bendir jafnframt á að allir blaðamenn fagni því að taka ábyrgð á eigin verkum enda búi þeir við það að þurfa að leggja verk sín í dóm almennings á hverjum einasta degi. Hjálmar bendir á að það sé eitt jákvætt í úttektinni sem er að þar er bent á að menn hafi tíma og tækifæri til að sinna rannsóknarblaðamennsku, það sé ágætt.Hallgrímur Thorsteinsson ritstjóri DV hefur nú skýrsluna á borði sínu og mun væntanlega leggja línurnar út frá efni hennar.visir/gvaForvitnileg skýrslaSkýrslan er að sönnu forvitnileg, en þar kemur til dæmis fram að ritstjórnarstefnuna þurfi að endurskoða, þar sé til að mynda hvergi að finna orðið sanngirni. Í skýrslunni er lagt til að vefsvæði blaðsins sé eflt til muna og athugasemdakerfinu sé lokað að nóttu til, svo netdólgar leiki þar ekki lausum hala. „... skítkast og dónaskapur eyðileggur fyrir góðum fréttum og setur vefinn niður. Þetta er hluti af ímyndarvanda blaðsins eins og glögglega mátti sjá í Áramótaskaupinu síðustu ár.“ Þá er nefnt að blaðið eigi við fortíðarvanda að stríða, það hafi hampað einum en ofsótt annan, og eru sandkorn, örfréttir eða slúður blaðsins, sérstaklega nefnt í því samhengi. Í skýrslunni er sagt að rætt hafi verið við álitsgjafa, reynda blaðamenn auk þess sem starfsmönnum var gert að svara spurningalista, og kvartað undan því að ekki hafi verið nema 50 prósenta svörun. Þá voru blaðamenn teknir í svonefnd rýniviðtöl. Í samtali Vísis við starfsmenn kemur fram að þeim hafi verið gert að segja álit sitt á nafngreindum kollegum sínum, og hreinlega þótt það fremur fautalegt. Þó skýrslan sé ekki löng er komið víða við, og til að mynda sagt að það vanti sturtu á vinnustað, þar megi vera snyrtilegra og vakin athygli á því að þar sé keyrt á sjóræningjatölvubúnaði, sem sé hreinlega ólöglegt. En, hér fyrir neðan má sjá skýrsluna í heild sinni:Ekki eru það síst verk þeirra feðga, fyrrverandi ritstjóranna Jóns Trausta Reynissonar (seinna framkvæmdastjóra DV) og Reynis Traustasonar, sem eru til umfjöllunar í skýrslunni. En milli þeirra er Heiða B. Heiðarsdóttir fyrrverandi auglýsingastjóri.visir/gvaÚttektin á DV DV – staðan og leiðarljós til framtíðar Inngangur Franca ehf – almannatengslafyrirtæki, var falið að vinna stefnumótun fyrir útgáfufélag DV. Óskað var eftir tillögum um hvernig mætti styrkja undirstöður vörumerkisins DV og dv.is. Jafnframt var þess óskað að reynt yrði að meta stöðu fjölmiðilsins í íslensku samfélagi og hver viðhorf til hans væru. Í þriðja lagi var óskað eftir tillögum um hvernig efla mætti blað og fjömiðil; tekjugrunn, bæði áskriftarsölu og auglýsingaöflun. Eggert Skúlason, fyrrverandi fréttamaður og almannatengill og Eygló Jónsdóttir, almannatengill, unnu tillögur þar að lútandi. Upplýsinga var aflað með þeim hætti að send var út netkönnun til starfsmanna félagsins og þeir spurðir um stöðu miðilsins og helstu kosti og galla. Því miður var svörun í könnuninni ekki nema 50% og er það miður þegar horft er til þess hversu mikilvægt verkefnið er. Viðtöl voru tekin við nær alla starfsmenn og leitað var álits hjá fólki úr fjölmiðlastétt, með mikla reynslu í faginu.Gildi Á dv.is segir; „Æðstu gildi DV eru sannleikurinn og lýðræðið. DV miðar fréttamat sitt við hagsmuni og áhuga almennings og á efnisval ritstjórnar að lúta þeim lögmálum. DV er gagnrýninn fjölmiðill.“ Eitt af einkunnarorðum miðilsins er; „Þorir þegar aðrir þegja”. Ritstjórnarstefna blaðsins er birt á vefnum dv.is. Hún þarfnast endurskoðunar. Orðið sanngirni er hvergi að finna í ritstjórnarstefnunni og í sjöunda og síðasta lið hennar segir að aðalfundur DV ehf taki endanlega ákvörðun um ritstjórnarstefnu. Er slíkt jafnan í verkahring ábyrgðarmanna fjölmiðla og ritstjóra. Nauðsynlegt er að færa ritstjórnarstefnuna nær því hlutverki sem fjölmiðlar geta og eiga að sinna, sem er miðlun upplýsinga á sanngjarnan og hlutlausan hátt til almennings. Í öðrum lið ritstjórnarstefnunnar segir “…að upplýstur almenningur sé uppspretta hins réttláta valds…” Ekki er ljóst hvað þetta þýðir nákvæmlega eða hvað þetta hefur að gera með ritstjórnarstefnu fjölmiðils. Það er ekki hlutverk fjölmiðils að líta á sig valdastofnun.Hlutverk DV er og hefur lengi verið mikilvægur miðill fyrir íslenskt samfélag. DV á að vera gagnrýnið „götublað“ og stunda það sem kallað er almennt - gul pressa eða tabloid. Blaðið á að vera aðgangshart en það má ekki vera árásargjarnt. Og það á að veita öllum aðhald, ekki bara sumum. Sama lína verður yfir alla að ganga, því áberandi er að álitsgjafar telja að DV hafi dregið fólk í dilka á undanförnum árum; sumum hafi verið hampað, en aðrir fengið fyrir ferðina. Í samtölum við starfsmenn notuðu þeir gjarnan orðið “agressivt blað” þegar þeir lýstu DV og viðurkenna að á stundum hafi vinnubrögð mátt vera vandaðri. Áherslu verður að leggja á að blaðamenn starfi samkvæmt íslenskum lögum og í samræmi við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Stórum hópum í íslensku samfélagi er hreinlega illa við fjölmiðilinn. Kemur þar margt til. Starfsfólk kannast við þetta og þetta viðhorf er mjög hamlandi fyrir DV, bæði í auglýsingasölu og ekki síður birtist þetta í því að áskriftir ná sér ekki á flug og lestur blaðsins hefur farið þverrandi hin síðari ár. Lesendum og ýmsu fjölmiðlafólki, sem rætt hefur verið við fyrir þessa úttekt, finnst sem blaðið hafi verið fært meira út á jaðarinn en góðu hófi gegnir og efnistök þess og stundum skoðanir stríði þess vegna á móti lífsskoðunum stórs hóps lesenda. Fer það illa saman við meginmarkmið blaðsins um að starfa í samræmi við áhuga almennings. Vefurinn dv.is er þriðji mest lesni vefur landsins og þar liggja án efa stærstu tækifæri fyrirtækisins til framtíðar og er brýnt að grípa þau án tafar. Lagt er til að DV verði áfram aðgangshart götublað sem taki á málum sem aðrir fjölmiðlar veigra sér við, eða finni aðra spennandi fleti á helstu fréttamálum samtímans. Nauðsynlegt er að DV uppfæri og endurskoði ritstjórnarstefnu sína. Reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði eiga að liggja fyrir og verið sendar Fjölmiðlanefnd, samkvæmt lögum. Til að bæta ímynd blaðsins í augum almennings er lagt til að orðunum sanngirni og hlutleysi verði fundinn staður í ritstjórnarstefnunni. Ekki má rugla saman hugtakinu ritstjórnarlegt sjálfstæði og því að blaðamenn megi fjalla óheft um sín hugðarefni. Verkstýring þarf að vera með þeim hætti að fréttastjórar og ritstjóri standi undir nafni og tryggi að efnistök séu í samræmi við ritstjórnarstefnu. Líkt og gert er á öllum fjölmiðlum. DV þarf einnig að setja sér hæfisreglur. Slíkar reglur eru hluti af því að auka trúverðugleika fjölmiðilsins. Blaðamenn DV segjast telja að erfitt sé, og jafnvel ekki hægt, að ástunda fullkomlega hlutlausa blaðamennsku. Í ljósi þess er mikilvægt að blaðamenn fjalli ekki um mál sem þeir tengjast eða hafi mjög sterkar persónulegar skoðanir á. Jafnframt er ekki æskilegt að blaðamenn séu jafnframt leiðarahöfundar og/eða pistlahöfundar. Álitsgjafar höfðu orð á tvennu sem setji slæman brag á forsíðu dv.is og standi frekari framþróun vefsins fyrir þrifum. Annars vegar veikburða bloggsvæði með fáum virkum bloggurum. Það gefi þá mynd að ekki sé eftirsóknarvert að blogga á vef DV, pistlar eftir sömu höfunda standi dögum saman og margir höfundar eru ekki sérstaklega sterkir á ritvellinum og skapi því lítil viðbrögð og enga umræðu. Hins vegar er athugasemdakerfi dv.is gegnum Facebook. Þar er fámennur hópur „virkra í athugasemdum“ sem mörgum ofbýður orðbragð. Fjölmargt sem þar birtist brýtur gegn meiðyrðalöggjöfinni. Lagt er til að virkari ritstýring verði tekin upp á svæðinu. Þeim verði meinaður aðgangur sem gæta ekki að orðbragði og eðlilegum mannasiðum. Farið verði að dæmi erlendra fjölmiðla og t.d. lokað á athugasemdakerfi á nóttinni, þegar ekkert eftirlit blaðamanna er með kerfinu. DV á að beita sér fyrir skemmtilegu athugasemdakerfi með gagnrýnni umræðu og frjórri rökræðu, en skítkast og dónaskapur eyðileggur fyrir góðum fréttum og setur vefinn niður. Þetta er hluti af ímyndarvanda blaðsins eins og glögglega mátti sjá í Áramótaskaupinu síðustu ár.Framtíðarsýn DV var stórveldi á sínum tíma. Án efa er hægt að gera DV að öflugum fjölmiðli, en það mun taka tíma, þolinmótt fjármagn, krefjast úthalds og agaðra vinnubragða. Allir sem rætt var við tiltóku að fortíð blaðsins væri því fjötur um fót. Síðustu misseri hafa verið erfið fyrir DV, ekki síst vegna innbyrðis deilna í hluthafahópi blaðsins sem fóru fram fyrir opnum tjöldum. Athygli vekur að bæði núverandi og fyrrverandi blaðamenn blaðsins og utaðankomandi álitsgjafar, tiltaka sérstaklega að blaðið hafi sett niður með ítrekuðum og nafnlausum árásum á aðila undir merkjum Sandkorns. Blaðið þarf að upplýsa og sannfæra almenning um að áfram verði haldið á þeirri braut að stinga á kýlum í samfélaginu, en um leið að fjölmiðillinn sjálfur sé ekki eitt slíkra kýla. Endurskoðuð ritstjórnarstefna, faglegri vinnubrögð og sanngjarnari, án þess að nokkur afsláttur sé gefinn á aðgangshörkunni er lykilatriði þess að hefja DV upp úr því fari sem miðillinn er í og gera það að alvöru rannsóknarblaði sem mark er tekið á. Það er eftirspurn eftir fjölmiðli eins og DV, sem tekur á viðkvæmum og oft umdeildum málum. En slíkur fjölmiðill dansar á línunni og þarf stöðugt að vanda sig. Og hann þarf að fara að lögum. Enginn útgáfa hefur fjárhagslega burði til að greiða háar fjárhæðir í skaðabætur og/eða til lögmanna. Útgáfufélag DV hefur greitt milljónatugi á undanförnum árum í þessu skyni og það hefur leikið fjárhag blaðsins illa. Slíkt getur ekki gengið áfram. Hér kæmi fyllilega til greina að blaðamenn taki á sig hluta af þeim kostnaði sem verður til vegna málssóknar á hendur útgáfunni, vegna þeirra skrifa. Slík þátttaka yrði aldrei meiri en táknræn, en þó þannig að hún gæti tekið mið af einum mánaðarlaunum, eins og þekkt er hjá öðrum fjölmiðlum. Einn af álitsgjöfum sagði DV ekki bjóða upp á nægilega fjölbreytt efnistök. Mikið væri fjallað um sömu málin, og þó svo að mikilvægt væri að fylgja vel eftir málum vottaði stundum fyrir allt að því þráhyggju-blaðamennsku. Þetta getur jafnframt orðið til þess að ýta undir þá umræðu að blaðið leggi tiltekna aðila í einelti. Því þarf að passa í þessu eins og öðru að hófsemi sé gætt og allrar sanngirni. Verkferlar þurfa að vera skýrir. Þegar blaðamaður sem er að skrifa um viðkvæmt mál hefur sent frá sér grein, virðist ekki öruggt að ritstjóri eða fréttastjóri lesi yfir efnið. Slíkt er fáheyrt á alvöru fjölmiðlum. Lagt er til að verkferill verði mótaður og honum fylgt eftir með þeim hætti að komið verði í veg fyrir að vafaatriði fari til birtingar. Þar sem stunduð er rannsóknarblaðamennska er ábyrgðin hvað mest. Blaðamenn DV eiga kröfu á því að nægilegur tími gefist í verkefni og þeim sé tryggð sú aðstaða sem þörf er á til að vinna að svo vandasamri blaðamennsku. Þörf er að endurskipa blaðamönnum til verka á ritstjórn DV. Sérstaklega þarf að fjölga blaðamönnum sem skrifa fyrir vefinn. Þrjú vaktaskipt stöðugildi myndu strax verða mjög til bóta. Hinu máttlitla bloggsvæði DV mætti einfaldlega breyta í vettvang fyrir kjallagreinar. Þar mætti birta reglulegar greinar eftir valda höfunda og endurvekja þannig kjallaragreinarnar sem voru svo vinsælar í DV fyrr á árum.SVÓT greining Sterkar hliðarMannauðurinn í dagwww.dv.is Vörumerkið DVSérstaða í blaðamennskuÁskrifendagrunnur Veikar hliðarwww.dv.isTölvu- og hugbúnaðurÍmynd DVFáir blaðamenn á dv.isVörumerkið DVSérstaða í blaðamennskuOrðsporLítið traustFortíðardraugarTvö blöð á viku? ÓgnirFríblöðInnkoma sambærilegs miðilsMinnkandi lestur prentmiðlaFækkun áskrifendaMikil samkeppni á auglýsingamarkaðiÓvildKærumálTölvukerfi tala ekki samanLeyfislaus hugbúnaður TækifæriHalda sérstöðuVandaðri vinnubrögðÖflugur og gagnvirkur netmiðillByggja upp ímynd og traustFjölga áskrifendumAuka auglýsingatekjur Styrkur DV sem miðils í dag er hefðin, nafnið og starfsfólkið. DV byggir á gömlum merg; Dagblaðið Vísir var stofnað árið 1910 sem óháð frétta- og auglýsingablað fyrir Reykvíkinga. Í öllum þeim hræringum sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði og lítur að eignarhaldi hafa starfsmenn DV - þessi sterki og samheldni hópur náð að halda úti blaði. Vörumerkið DV og dv.is er eitt af sterkari vörumerkjum á markaðnum og um leið eitt það umdeildasta í hugum almennings. Sérstaða DV eru efnistök miðilsins og er þar af leiðandi styrkur þess. Efnistökin eru án efa aðalsmerki DV en eru um leið vandmeðfarin og umdeild. Til að styrkja það betur þarf að vanda vinnubrögðin og vinna efnið til enda. Eins og einn starfsmaður sagði; „Þótt þú sért dólgur, þarftu ekki að vera vondur dólgur.“ DV á í dag áskrifendur bæði að blaðinu og á netinu og þetta eru verðmæti sem þarf að hlúa að og stækka hópinn. Veikleikar DV í dag er meðal annars dv.is. Vefurinn hefur verið í miklu lamasessi um langt skeið og ótrúlegt hvað hann heldur heimsóknum þar sem kerfið hefur verið nánast ónothæft á köflum. Einn til þrír blaðamenn sinna skrifum fyrir netmiðilinn. Fréttum sem eru opnar og ekki einungis fyrir áskrifendur, fer fækkandi og hætt er við að vefurinn verði óspennandi fyrir hinn almenna notanda. Það haldast oft í hendur styrkur og veikleiki. Sterka vörumerkið DV á sér marga óvildarmenn og stór hópur les ekki miðla DV, eða vill að minnsta kosti ekki viðurkenna það. Einnig eru efnistök miðlanna mjög umdeild og þarf starfsfólk því sérstaklega að vanda sig. Orðspor og ímynd miðilsins meðal almennings er mjög slæmt. Fortíðardraugar fylgja miðlinum bæði hjá almenningi og starfsfólki. DV glímir við margar ógnanir eins og aðrir miðlar á þessum erfiða markaði. Fríblöð keppa við áskriftablöðin um auglýsendur og hafa það fram yfir áskriftarblöðin að vera dreift inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Lesendur vilja hafa miðil sem er hispurslaus í efnistökum en jafnframt heiðarlegur í fréttaflutningi. Tækifæri DV felast m.a. í því að halda sérstöðu sinni. Vera áfram aðgangsharður miðill með breyttum vinnubrögðum. Vandaðri vinnubrögð er krafan sem DV stendur frammi fyrir, hvort sem um er að ræða frá almenningi eða viðmælendum blaðsins. Blaðamenn DV kvarta undan því að oft vinnist ekki nægur tími til að fullvinna verkefni. Fréttir DV eru yfirleitt af þeim toga að aðrir miðlar eru ekki endilega að skoða sömu mál. Þessi staðreynd ætti að gefa DV tækifæri til að forgangsraða málum og vinna betur viðkvæmu málin, ef á þarf að halda. Til að komast hjá málsókum er besta leiðin - vandaðri vinnubrögð. dv.is hefur verið nánast ónohæfur en er samt þriðji vinsælasti vefur landsins í samræmdri vefmælingu. Vefurinn er klárlega tækifæri sem þarf að lagfæra svo fljótt sem auðið er og koma í nútímalegt horf. Nái DV að byggja upp traust og efla ímynd sína er mjög líklegt að áskrifendum fjölgi og að sama skapi auglýsendum.Starfsumhverfi Ritstjórn DV er í opnu rými og rýmið er mjög lítið miðað við fjölda fólks sem vinnur á starfstöðinni. Flestir blaðamanna segjast kunna þessu vel en þó eru undantekningar á. Í ljósi þess hve mörg þeirra mála sem fjallað er um á ritstjórninni eru viðkvæm, þarf að tryggja að lokað afdrep sé í boði. Skiptar skoðanir eru meðal starfsmanna um hvort húsnæðið henti starfseminni. Bílastæðavandi er mikill og dýrt er að leggja í miðbænum. Starfsmenn eru hins vegar flestir ánægðir með staðsetningu húsnæðisins. Hafandi skoðað húsnæðið og rætt við starfsmenn leggjum við til að eigendur velti alvarlega fyrir sér að leita að hentugra húsnæði fyrir starfsemina. Tölvubúnaður á ritstjórn er stórt spurningamerki. Starfsmenn kvarta ekki undan vélbúnaði, en það er engu fyrirtæki sæmandi að keyra hluta starfsemi sinnar á sjóræningja útgáfum af hugbúnaði. Þessu þarf að kippa í liðinn strax, enda beinlínis ólöglegt. Salernisaðstaða er bágborin. Ekki er sturta í boði fyrir starfsmenn en nokkur hluti starfsmanna ferðast til vinnu með öðrum hætti en á bíl. Viðhald á húsnæðinu er af skornum skammti. Hurðarkarmur við útidyr er laus og er það ekki til þess fallið að efla ímynd félagsins. Þrif mættu vera betri og ýmsir smáhlutir eru úr sér gengnir. Nýliðar fá takmarkaðar upplýsingar og er hent út í djúpu laugina. Það er ekki heillavænlegt í umhverfi sem er jafn erfitt og það sem blaðamenn DV hrærast í.Tillögur Við leggjum til eftirfarandi tillögur: Ritstjórnarstefna DV verði endurskoðuð. DV kynni endurskoðaða ritstjórnarstefnu opinberlega með afgerandi hætti og vinni framvegis eftir henni. DV setji sér starfs- og hæfisreglur, sérstaklega fyrir blaðamenn. Vefurinn dv.is verði lagfærður hið fyrsta og hann uppfærður. Facebook kommentakerfi dv.is verði lokað þegar blaðamenn eru ekki á vakt. Ritsóðum verði úthýst úr kerfinu. Í framhaldi af ofangreindu verði farið í öflugt markaðsátak bæði í tengslum við vef og pappírsútgáfu. Netblaðamönnum verði fjölgað um a.m.k. einn. Vaktir verði endurskipulagðar. DV fjárfesti þegar í stað og innleiði löglegan hugbúnað. Við sama tækifæri verði hugað að því að hugbúnaður sé samræmdur. Sett verði upp nýliðaprógram fyrir þá starfsmenn sem hefja störf á blaðinu. Fólki verði kynnt vinnubrögð, verkferlar og ritstjórnarstefna. DV upplýsi um eigendur og slíkar upplýsingar séu ávallt aðgengilegar á vef miðilsins og uppfærðar svo fljótt sem auðið er, verði breyting á eignarhaldi. Kannað verði hvort hentugra húsnæði sé í boði fyrir starfsemina. Reykjavík 28. október 2014Eggert SkúlasonEygló Jónsdóttir
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira