Árangur áfram – í tónlist! Greipur Gíslason og Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun