Innlent

Án súrefnis á sjötta hæsta tindinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilborg Arna og Atli á kaffihúsi í Katmandú.
Vilborg Arna og Atli á kaffihúsi í Katmandú. Mynd/Vilborg
Vilborg Arna Gissurardóttir og vinur hennar Atli Pálsson hefja á miðvikudaginn leiðangur upp fjallið Cho You í Tíbet, sjötta hæsta fjall jarðarinnar.

Vilborg, sem klifið hefur hæsta fjall allra heimsálfa utan Mount Everst eins og frægt varð í vetur, ætlar ásamt Atla að reyna við fjallið án leiðsögufólks og súrefnis. Ekki er vitað til þess að fleiri hafi gert tilraun til þess á 8000 metra hátt fjall. Fimm Íslendingar hafa þó klifið fjallið áður, þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, fyrstu Everest-fararnir frá Íslandi, auk Önnu Svavarsdóttur og Leifs Arnar Svavarssonar.

Vilborg og Atli eru komin til Katmandú, höfuðborgar Nepal, og hafa birt myndir á Instagram af því tilefni eins og sjá má að neðan.

Nánar má fylgjast með ferðalagi Vilborgar á heimasíðu hennar og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×