Borðaðu þetta fyrir betri húð Rikka skrifar 1. september 2014 10:58 Mynd/getty Húðin í andlitinu endurspeglar innra hreysti. Þó að hormónar og umhverfisáhrif spili einn stærsta þáttinn í útliti húðarinnar hefur mataræði og líkamsrækt gríðarleg áhrif. Hér eru sjö matartegundir sem að þú ættir að leggja í vana þinn að borða meira af viljir þú fá skínandi fallega og hrausta húð.Feitur fiskur eins og bleikja, lax eða ferskur túnfiskur Feitur fiskur er ríkur af bíotíni sem hjálpar til við framleiðslu keratíns sem er aðalbyggingarefni húðarinnar sem og nagla og hárs. Fiskurinn inniheldur einnig omega 3 fitusýrur sem draga úr bólgum í líkamanum.Chia fræ Chia fræin eru ríka af omega 3 fitusýrum sem fyrr segir draga úr bólgum í líkamanum. Omega 3 fitusýrurnar eru líka “góð fita” og heldur þannig húðinni mjúkri. Fræin eru líka E-vítamín og sínkrík en þau næringarefni hjálpa til við að halda unglegu útliti húðarinnar. Hér má finna uppskriftum af æðislegum Chia djúsSætar kartöflur Sætar kartöflur innihalda margfalt meira C-vítamín en appelsínur. C-vítamín styrkir frumur og berst á móti bakteríum. Í sætum kartöflum er líka mikið magn af karótiní sem styrkir húðina gegn baráttunni við öldrunareinkenni. Hér má finna uppskrift af gómsætum sætkartöfludjúsMöndlurMöndlur eru stútfullar af trefjum og E-vítamíni. E-vítamín vinnur gegn öldrunareinkennum og er talið vinna gegn skemmdum af völdum sólbruna. Trefjar styrkja meltingarkerfi líkamanns og hjálpa til við að hreinsa út eiturefni sem og lækka blóðfitu í líkamanum og hjálpaþannig við að styrkja húðina.SólblómafræÞessi litlu bragðgóðu fræ innihalda E-vítamín eins og möndlurnar. E-vítamín hjálpa einnig til við báráttuna gegn sindurefnum og þar af leiðandi fínum línum. Þau eru líka ríka af magnesíum og sínki en þau steinefni koma jafnvægi á olíframleiðslu húðarinnar. Hér má finna uppskrift af snakki með sólblómafræumFlókin kolvetniMikið unnin matvæli svosem hvítur sykur og hveiti geta aukið bólgumyndun í líkamanum og valdið bólum. Borðið flóknari kolvetni eins og baunir, hýðisgrjón og grófari hveititegundir.Ferskur appelsínusafiNýkreistur appelsínusafi er stútfulllur af C-vítamíni sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og styrkir ónæmiskerfið. Það hjálpar einnig við myndun kollagens sem eru ensím og aðaluppgyggingarefni líkamans. Heilsa Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið
Húðin í andlitinu endurspeglar innra hreysti. Þó að hormónar og umhverfisáhrif spili einn stærsta þáttinn í útliti húðarinnar hefur mataræði og líkamsrækt gríðarleg áhrif. Hér eru sjö matartegundir sem að þú ættir að leggja í vana þinn að borða meira af viljir þú fá skínandi fallega og hrausta húð.Feitur fiskur eins og bleikja, lax eða ferskur túnfiskur Feitur fiskur er ríkur af bíotíni sem hjálpar til við framleiðslu keratíns sem er aðalbyggingarefni húðarinnar sem og nagla og hárs. Fiskurinn inniheldur einnig omega 3 fitusýrur sem draga úr bólgum í líkamanum.Chia fræ Chia fræin eru ríka af omega 3 fitusýrum sem fyrr segir draga úr bólgum í líkamanum. Omega 3 fitusýrurnar eru líka “góð fita” og heldur þannig húðinni mjúkri. Fræin eru líka E-vítamín og sínkrík en þau næringarefni hjálpa til við að halda unglegu útliti húðarinnar. Hér má finna uppskriftum af æðislegum Chia djúsSætar kartöflur Sætar kartöflur innihalda margfalt meira C-vítamín en appelsínur. C-vítamín styrkir frumur og berst á móti bakteríum. Í sætum kartöflum er líka mikið magn af karótiní sem styrkir húðina gegn baráttunni við öldrunareinkenni. Hér má finna uppskrift af gómsætum sætkartöfludjúsMöndlurMöndlur eru stútfullar af trefjum og E-vítamíni. E-vítamín vinnur gegn öldrunareinkennum og er talið vinna gegn skemmdum af völdum sólbruna. Trefjar styrkja meltingarkerfi líkamanns og hjálpa til við að hreinsa út eiturefni sem og lækka blóðfitu í líkamanum og hjálpaþannig við að styrkja húðina.SólblómafræÞessi litlu bragðgóðu fræ innihalda E-vítamín eins og möndlurnar. E-vítamín hjálpa einnig til við báráttuna gegn sindurefnum og þar af leiðandi fínum línum. Þau eru líka ríka af magnesíum og sínki en þau steinefni koma jafnvægi á olíframleiðslu húðarinnar. Hér má finna uppskrift af snakki með sólblómafræumFlókin kolvetniMikið unnin matvæli svosem hvítur sykur og hveiti geta aukið bólgumyndun í líkamanum og valdið bólum. Borðið flóknari kolvetni eins og baunir, hýðisgrjón og grófari hveititegundir.Ferskur appelsínusafiNýkreistur appelsínusafi er stútfulllur af C-vítamíni sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og styrkir ónæmiskerfið. Það hjálpar einnig við myndun kollagens sem eru ensím og aðaluppgyggingarefni líkamans.
Heilsa Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið