Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 13:15 Pavel á æfingu landsliðsins. Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Enski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Enski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik