Lífið

Ástfangin pör mest óþolandi á Facebook

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Pör sem tala sí og æ um hvað sambandið þeirra er frábært á Facebook er sú tegund fólks sem fer mest í taugarnar á notendum samfélagsmiðilsins samkvæmt nýrri könnun sem framkvæmd var af Promotional Codes í Bretlandi.

26 prósent þeirra sem svöruðu sögðu að þeim svelgdist á yfir væmnum skilaboðum sem pör setja á vegg hvors annars eða í stöðuuppfærslur.

„Það er ekkert verra en að fara á Facebook og sjá einhvern blaðra um kærustu sína eða kærasta,“ segir einn einstaklingur sem tók þátt í könnuninni.

„Þetta er svo mikill óþarfi. Af hverju getur fólk ekki bara sent þetta í skilaboðum til hvors annars? Eða bara sagt þetta við hvort annað augliti til auglitis?“

22 prósentum fannst fólkið sem montar sig um líf sitt mest óþolandi og nítján prósentum gramdist fólk sem skrifar margar stöðuuppfærslur á dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×