Lífið

Góðir pabbar stunda sjaldnar kynlíf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Ný rannsókn frá Emory-háskóla í Bandaríkjunum sýnir fram á að feður sem taka virkan þátt í lífi barna sinna eru með minna af karlhormónum í líkamanum en þeir feður sem taka ekki virkan þátt í uppeldinu.

Þá sýnir hún einnig fram á að þeir feður sem eru „betri“ pabbar eru með minni kynkirtla en meðalmaðurinn. 

Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í Proceedings of the National Academy of Sciences en niðurstöðurnar tóku mið af skýrslum sem feður gerðu og álits mæðra barnanna. Þá var einnig fylgst með heilastarfsemi feðranna á meðan þeir skoðuðu myndir af börnum sínum.

Hægt er að lesa meira um rannsóknina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×