Lífið

Eldað með smokkum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ný japönsk matreiðslubók var gefin út fyrir stuttu en titil hennar er hægt að grófþýða sem Smokkamáltíðir sem mig langar að búa til fyrir þig.

Í myndinni eru ellefu réttir sem hægt er að búa til með smokkum, þar á meðal smokka-sushi og smokkakjöt. Smokkarnir eru eingöngu notaðir við eldamennskuna og á ekki að borða þá.

Tilgangur bókarinnar er að vekja athygli á kynsjúkdómum í Japan og mikilvægi þess að stunda öruggt kynlíf og nota getnaðarvarnir. 

Tíðni kynsjúkdóma hefur aukist mikið á síðustu árum í Japan og eru japanskir karlmenn þeir þriðju verstu í heiminum að nota smokka

Smokka-sushi.
Sérstakur smokkaréttur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×