Kvikmyndin verður frumsýnd þann 7. nóvember næstkomandi en hluti hennar var tekinn upp á Svínfellsjökli hér á landi í fyrra. Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm aðstoðaði tökulið myndarinnar en alls unnu rúmlega þrjú hundruð manns við tökurnar á Íslandi.
Í nýju stiklunni fá kvikmyndaáhugamenn að vita meira um söguþráð myndarinnar en leikarinn Matthew McConaughey leikur mann sem er sendur út í geim til að viðhalda mannkyninu.
Í öðrum hlutverkum í myndinni eru Anne Hathaway, Matt Damon, John Lithgow, Casey Affleck og Jessica Chastain.