Vill ekki taka þátt í ESB leikriti Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:54 Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson. ESB-málið Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ESB-málið Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira