Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 11:40 Sigurður Líndal leiðir stjórnlaganefnd, sem Bjarni vísar til en þar telja menn rétt að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu liggi nálægt tíu prósentum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira